Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forsætisráðherra sem segir það hafa verið virðingarvert en ónauðsynlegt af framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins að segja upp störfum vegna umfjöllunar um aflandsfélög hans. Í fréttunum verður einnig rætt við Hrannar Pétursson sem hefur hætt við framboð sitt til embættis forseta.

Þá verður fjallað um gríðarlegan ávinning þjóðarinnar af rekstri hitaveitnanna en hann nemur tólf hundruð milljörðum króna og sparar reksturinn hverjum Íslendingi tvö hundruð þúsund krónur á ári.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Ægisgarði og ræðum forsvarsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja en gríðarlegur uppgangur er hvalaskoðun og er gert ráð fyrir að þrjú hundruð tuttugu og sjö þúsund ferðamenn fara íhvalaskoðun á árinu.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan hálf sjö á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×