Bréf Árna Páls til flokksmanna: Segir að gildi sín og pólitísk hugsun hafi ekki beðið afhroð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2016 16:57 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundinum í dag. vísir/vilhelm Eins og greint var frá fyrr í dag hyggst Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gefa kost á sér áfram í það embætti. Allsherjarkosning fer fram á meðal flokksmanna í maí og verður tilkynnt um nýjan formann á landsfundi Samfylkingarinnar sem fer fram fyrstu helgina í júní. Árni Páll kynnti ákvörðun sína á blaðamannafundi en hann sendi einnig flokksmönnum bréf þar sem hann útskýrir þessa ákvörðun sína. Í bréfinu segir Árni Páll meðal annars: „Í leit minni að svari við því hvort ég eigi að bjóða fram krafta mína til formennsku í Samfylkingunni að nýju hef ég skoðað mig og feril minn í nýju ljósi. Ég hef farið yfir það sem ég hef sagt og það sem ég hef gert. Og eins og gengur er ég stoltur af sumu en annað vildi ég að hefði farið öðruvísi. Slíkt tilheyrir því að vera manneskja. Það var mikilvægt að komast að því hvort ég væri orðinn of harðnaður eftir átök undanfarinna ára til þess að breytast, vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og möguleikum. Hvort gildi mín og pólitísk hugsun hefðu beðið afhroð. Ég tel að svo sé ekki. Ég vil ræða það sem aflaga hefur farið, en á sama tíma er ég glaður að sjá að margt hefur staðið af sér bæði ómaklega gagnrýni og miskunnarlausan framgang tímans.“ Árni Páll segir að sú reynsla sem hann hafi öðlast frá hruni við það að sinna „mörgum af flóknustu verkefnum endurreisnarinnar fyrir flokksins hönd“ sé ómetanleg. Þá afi hún jafnframt mótað hugmyndir hans um leiðina áfram fyrir Samfylkinguna og þjóðina. „Ég er þakklátur flokksfólki fyrir það traust sem ég hef notið. Á síðustu vikum hafa orðið miklar breytingar á stjórnmálunum. Við vitum nú að við stöndum frammi fyrir tækifæri til grundvallarbreytinga á næstu misserum. Það tækifæri á Samfylkingin að nýta. Ég vil bjóða flokksfólki að nýta mína krafta til þess,“ segir Árni Páll í lok bréfsins en það má lesa í heild sinni hér að neðan . „Kæru vinir og samherjar. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til endurkjörs í því formannskjöri í Samfylkingunni, sem fram fer nú í maímánuði.Framundan eru þingkosningar í haust Ný ríkisstjórn mun taka við stjórnartaumunum í haust. Ég vil leiða og þjóna Samfylkingunni í því ferli. Þegar ég var kjörinn formaður árið 2013 lagði ég þunga áherslu á að við yrðum að brjótast út úr ónýtri stjórnmálahefð sem þvingar okkur í látlausan skotgrafahernað. Ástæðan var tvíþætt: Umhyggja fyrir þjóðarhag og umhyggja fyrir Samfylkingunni. Ef vopnaglamrið yfirgnæfir allt, heyrist ekkert í flokki hinna skynsömu lausna. Reynsla síðustu ára hefur sannfært mig enn frekar um þörfina á grundvallarbreytingum. Stjórnmálin eiga ekki að vera eini vettvangur mannlífsins þar sem hefðbundin gildi um auðmýkt, sanngirni, rökræðu og viðurkenningu eigin mistaka eiga ekki við.Við eigum að treysta almenningi Ríkisstjórn sem við eigum aðild að á að vinna hönd í hönd með verkalýðshreyfingunni og eiga gott og uppbyggilegt samtal við öll hagsmunaöfl. Við eigum að leggja stórar ákvarðanir í dóm þjóðarinnar og í hendur félaga okkar innan flokks. Og við eigum að treysta landsbyggðunum til að stjórna eigin málum í ríkari málum. Það þarf róttækar breytingar Annars vegar að halda áfram með nýja stjórnarskrá, í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012 til að leiða fram vandaða niðurstöðu eins fljótt og vel og kostur er. Ein leið til að koma málinu áfram væri að setja í stjórnarskrá strax á næsta þingi ákvæði sem heimilar stjórnlagaráði – því gamla eða nýju – að vinna áfram með tillögurnar og athugasemdir sem fram hafa komið, með aðkomu almennings, og koma þeim fullbúnum beint í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri í samræmi við fyrstu tillögur okkar að Stjórnlagaþingi frá því fyrir kosningarnar 2009 og myndi tryggja greiðan framgang málsins. Hins vegar þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Við þurfum atvinnulíf sem leggur höfuðáherslu á raunverulegan arð og sköpun alvöru starfa en ekki stundargróða og fjármálakerfi sem þjónar venjulegu fólki og verðmætaskapandi atvinnulífi. Við þurfum félagslega sterkt efnahagslíf, þar sem viðskiptalífið axlar samfélagslega ábyrgð og leggur af mörkum til samfélagsins. Fólk á ekki að auðgast af því að sýsla með annarra manna fé eða koma hagnaði undan eðlilegri skattheimtu.Menntun og heilbrigði óháð efnahag Allir eiga að njóta aðgangs að menntun og heilbrigði óháð efnahag og þessa þjónustu á að fjármagna af almennu skattfé. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustunni, nýtt almannatryggingakerfi og úrlausn á sviði húsnæðismála eru bara þrjú stórmál sem verða að vera fyrstu mál á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar. Þar eigum við svör. Í okkar höndum er nú að skapa nýja sóknarstefnu fyrir Ísland Til að gera það þurfum við að átta okkur á eigin styrkleikum og losa okkur við alla minnimáttarkennd. Ég minnti í framsöguræðu minni fyrir vantrausti á ríkisstjórnina á þann árangur sem Ísland hefur náð frá hruni og þá staðreynd að allir stjórnmálaflokkar hefðu komið að helstu ákvörðunum sem hafa varðað leiðina til efnahagslegs viðsnúnings: Setning neyðarlaganna, efnahagsáætlunin með AGS, ákvörðun um að fella slitabú fallinna fjármálafyrirtækja undir höft, samningar við kröfuhafa. En það var Samfylkingin ein sem studdi allar þessar ákvarðanir.Við vorum kjölfestan sem hélt Sama hvað á gekk tókum við réttar ákvarðanir þegar þjóðarhagsmunir voru í húfi, þótt þær væru ekki til stundarvinsælda fallnar. Það var gæfa þjóðarinnar að loksins var orðinn til á Íslandi miðjusækinn róttækur umbótaflokkur, sem var óhræddur við að breyta til góðs, leiða ólík öfl til samstarfs og að axla ábyrgð í þjóðarþágu. Flokkur með slíka sögu hefur allar forsendur – og sérstaka skyldu – til að setja fram alvöru stefnu um leiðina áfram þegar umrótið hefst á nýjan leik.Í framboð á ný Í leit minni að svari við því hvort ég eigi að bjóða fram krafta mína til formennsku í Samfylkingunni að nýju hef ég skoðað mig og feril minn í nýju ljósi. Ég hef farið yfir það sem ég hef sagt og það sem ég hef gert. Og eins og gengur er ég stoltur af sumu en annað vildi ég að hefði farið öðruvísi. Slíkt tilheyrir því að vera manneskja. Það var mikilvægt að komast að því hvort ég væri orðinn of harðnaður eftir átök undanfarinna ára til þess að breytast, vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og möguleikum. Hvort gildi mín og pólitísk hugsun hefðu beðið afhroð. Ég tel að svo sé ekki. Ég vil ræða það sem aflaga hefur farið, en á sama tíma er ég glaður að sjá að margt hefur staðið af sér bæði ómaklega gagnrýni og miskunnarlausan framgang tímans.Reynsla sem nýtist Frá hruni hef ég sinnt mörgum flóknustu verkefnum endurreisnarinnar fyrir flokksins hönd. Sú reynsla er ómetanleg og hefur mótað hugmyndir mínar um leiðina áfram fyrir flokk og þjóð. Ég er þakklátur flokksfólki fyrir það traust sem ég hef notið. Á síðustu vikum hafa orðið miklar breytingar á stjórnmálunum. Við vitum nú að við stöndum frammi fyrir tækifæri til grundvallarbreytinga á næstu misserum. Það tækifæri á Samfylkingin að nýta. Ég vil bjóða flokksfólki að nýta mína krafta til þess.“ Tengdar fréttir Árni Páll sækist eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar Tilkynnir þetta á blaðamannafundi núna klukkan 15. 28. apríl 2016 15:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í dag hyggst Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gefa kost á sér áfram í það embætti. Allsherjarkosning fer fram á meðal flokksmanna í maí og verður tilkynnt um nýjan formann á landsfundi Samfylkingarinnar sem fer fram fyrstu helgina í júní. Árni Páll kynnti ákvörðun sína á blaðamannafundi en hann sendi einnig flokksmönnum bréf þar sem hann útskýrir þessa ákvörðun sína. Í bréfinu segir Árni Páll meðal annars: „Í leit minni að svari við því hvort ég eigi að bjóða fram krafta mína til formennsku í Samfylkingunni að nýju hef ég skoðað mig og feril minn í nýju ljósi. Ég hef farið yfir það sem ég hef sagt og það sem ég hef gert. Og eins og gengur er ég stoltur af sumu en annað vildi ég að hefði farið öðruvísi. Slíkt tilheyrir því að vera manneskja. Það var mikilvægt að komast að því hvort ég væri orðinn of harðnaður eftir átök undanfarinna ára til þess að breytast, vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og möguleikum. Hvort gildi mín og pólitísk hugsun hefðu beðið afhroð. Ég tel að svo sé ekki. Ég vil ræða það sem aflaga hefur farið, en á sama tíma er ég glaður að sjá að margt hefur staðið af sér bæði ómaklega gagnrýni og miskunnarlausan framgang tímans.“ Árni Páll segir að sú reynsla sem hann hafi öðlast frá hruni við það að sinna „mörgum af flóknustu verkefnum endurreisnarinnar fyrir flokksins hönd“ sé ómetanleg. Þá afi hún jafnframt mótað hugmyndir hans um leiðina áfram fyrir Samfylkinguna og þjóðina. „Ég er þakklátur flokksfólki fyrir það traust sem ég hef notið. Á síðustu vikum hafa orðið miklar breytingar á stjórnmálunum. Við vitum nú að við stöndum frammi fyrir tækifæri til grundvallarbreytinga á næstu misserum. Það tækifæri á Samfylkingin að nýta. Ég vil bjóða flokksfólki að nýta mína krafta til þess,“ segir Árni Páll í lok bréfsins en það má lesa í heild sinni hér að neðan . „Kæru vinir og samherjar. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til endurkjörs í því formannskjöri í Samfylkingunni, sem fram fer nú í maímánuði.Framundan eru þingkosningar í haust Ný ríkisstjórn mun taka við stjórnartaumunum í haust. Ég vil leiða og þjóna Samfylkingunni í því ferli. Þegar ég var kjörinn formaður árið 2013 lagði ég þunga áherslu á að við yrðum að brjótast út úr ónýtri stjórnmálahefð sem þvingar okkur í látlausan skotgrafahernað. Ástæðan var tvíþætt: Umhyggja fyrir þjóðarhag og umhyggja fyrir Samfylkingunni. Ef vopnaglamrið yfirgnæfir allt, heyrist ekkert í flokki hinna skynsömu lausna. Reynsla síðustu ára hefur sannfært mig enn frekar um þörfina á grundvallarbreytingum. Stjórnmálin eiga ekki að vera eini vettvangur mannlífsins þar sem hefðbundin gildi um auðmýkt, sanngirni, rökræðu og viðurkenningu eigin mistaka eiga ekki við.Við eigum að treysta almenningi Ríkisstjórn sem við eigum aðild að á að vinna hönd í hönd með verkalýðshreyfingunni og eiga gott og uppbyggilegt samtal við öll hagsmunaöfl. Við eigum að leggja stórar ákvarðanir í dóm þjóðarinnar og í hendur félaga okkar innan flokks. Og við eigum að treysta landsbyggðunum til að stjórna eigin málum í ríkari málum. Það þarf róttækar breytingar Annars vegar að halda áfram með nýja stjórnarskrá, í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012 til að leiða fram vandaða niðurstöðu eins fljótt og vel og kostur er. Ein leið til að koma málinu áfram væri að setja í stjórnarskrá strax á næsta þingi ákvæði sem heimilar stjórnlagaráði – því gamla eða nýju – að vinna áfram með tillögurnar og athugasemdir sem fram hafa komið, með aðkomu almennings, og koma þeim fullbúnum beint í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri í samræmi við fyrstu tillögur okkar að Stjórnlagaþingi frá því fyrir kosningarnar 2009 og myndi tryggja greiðan framgang málsins. Hins vegar þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Við þurfum atvinnulíf sem leggur höfuðáherslu á raunverulegan arð og sköpun alvöru starfa en ekki stundargróða og fjármálakerfi sem þjónar venjulegu fólki og verðmætaskapandi atvinnulífi. Við þurfum félagslega sterkt efnahagslíf, þar sem viðskiptalífið axlar samfélagslega ábyrgð og leggur af mörkum til samfélagsins. Fólk á ekki að auðgast af því að sýsla með annarra manna fé eða koma hagnaði undan eðlilegri skattheimtu.Menntun og heilbrigði óháð efnahag Allir eiga að njóta aðgangs að menntun og heilbrigði óháð efnahag og þessa þjónustu á að fjármagna af almennu skattfé. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustunni, nýtt almannatryggingakerfi og úrlausn á sviði húsnæðismála eru bara þrjú stórmál sem verða að vera fyrstu mál á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar. Þar eigum við svör. Í okkar höndum er nú að skapa nýja sóknarstefnu fyrir Ísland Til að gera það þurfum við að átta okkur á eigin styrkleikum og losa okkur við alla minnimáttarkennd. Ég minnti í framsöguræðu minni fyrir vantrausti á ríkisstjórnina á þann árangur sem Ísland hefur náð frá hruni og þá staðreynd að allir stjórnmálaflokkar hefðu komið að helstu ákvörðunum sem hafa varðað leiðina til efnahagslegs viðsnúnings: Setning neyðarlaganna, efnahagsáætlunin með AGS, ákvörðun um að fella slitabú fallinna fjármálafyrirtækja undir höft, samningar við kröfuhafa. En það var Samfylkingin ein sem studdi allar þessar ákvarðanir.Við vorum kjölfestan sem hélt Sama hvað á gekk tókum við réttar ákvarðanir þegar þjóðarhagsmunir voru í húfi, þótt þær væru ekki til stundarvinsælda fallnar. Það var gæfa þjóðarinnar að loksins var orðinn til á Íslandi miðjusækinn róttækur umbótaflokkur, sem var óhræddur við að breyta til góðs, leiða ólík öfl til samstarfs og að axla ábyrgð í þjóðarþágu. Flokkur með slíka sögu hefur allar forsendur – og sérstaka skyldu – til að setja fram alvöru stefnu um leiðina áfram þegar umrótið hefst á nýjan leik.Í framboð á ný Í leit minni að svari við því hvort ég eigi að bjóða fram krafta mína til formennsku í Samfylkingunni að nýju hef ég skoðað mig og feril minn í nýju ljósi. Ég hef farið yfir það sem ég hef sagt og það sem ég hef gert. Og eins og gengur er ég stoltur af sumu en annað vildi ég að hefði farið öðruvísi. Slíkt tilheyrir því að vera manneskja. Það var mikilvægt að komast að því hvort ég væri orðinn of harðnaður eftir átök undanfarinna ára til þess að breytast, vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og möguleikum. Hvort gildi mín og pólitísk hugsun hefðu beðið afhroð. Ég tel að svo sé ekki. Ég vil ræða það sem aflaga hefur farið, en á sama tíma er ég glaður að sjá að margt hefur staðið af sér bæði ómaklega gagnrýni og miskunnarlausan framgang tímans.Reynsla sem nýtist Frá hruni hef ég sinnt mörgum flóknustu verkefnum endurreisnarinnar fyrir flokksins hönd. Sú reynsla er ómetanleg og hefur mótað hugmyndir mínar um leiðina áfram fyrir flokk og þjóð. Ég er þakklátur flokksfólki fyrir það traust sem ég hef notið. Á síðustu vikum hafa orðið miklar breytingar á stjórnmálunum. Við vitum nú að við stöndum frammi fyrir tækifæri til grundvallarbreytinga á næstu misserum. Það tækifæri á Samfylkingin að nýta. Ég vil bjóða flokksfólki að nýta mína krafta til þess.“
Tengdar fréttir Árni Páll sækist eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar Tilkynnir þetta á blaðamannafundi núna klukkan 15. 28. apríl 2016 15:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Árni Páll sækist eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar Tilkynnir þetta á blaðamannafundi núna klukkan 15. 28. apríl 2016 15:00