Veruleg röskun á flugi Óli Kr. Ármannsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra var ekki þjónusta við annað en neyðarflug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt. Fréttablaðið/Stefán Flug lá niðri á Keflavíkurflugvelli frá klukkan níu í gærkvöldi til sjö í morgun vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Það hefur staðið frá sjötta þessa mánaðar. „Það var náttúrlega vitað að það væri tímaspursmál eftir að yfirvinnubannið byrjaði hvenær þessi staða myndi koma upp,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Í tilkynningu Isavia ohf., sem rekur flugvellina hér á landi, kemur fram að þjónusta í Keflavík hafi takmarkast við sjúkra- og neyðarflug. „Ástæðan er að tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt eru veikir og vegna yfirvinnubanns fást ekki flugumferðarstjórar til afleysinga,“ segir þar. Áhrifin nái til 24 flugferða, annars vegar miðnæturflugs til og frá Evrópu og svo morgunflugs frá Norður-Ameríku til Keflavíkurflugvallar og frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu. „Að auki mun þetta hafa umtalsverð áhrif til röskunar á áætlun flugfélaganna í framhaldinu.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóraSigurjón segir viðræðurnar við Isavia og Samtök atvinnulífsins hafa siglt í strand í síðustu viku. Ríkissáttasemjari hefur boðað næsta fund 9. maí, en fyrir honum liggi ekkert sérstakt. Lögboðið sé í kjaradeilum að boðað sé til fundar á minnst hálfs mánaðar fresti. Þá hefur þjálfunarbanni sem flugumferðarstjórar boðuðu í vikunni að tæki gildi 6. maí næstkomandi verið vísað til Félagsdóms. Þá eru víðar blikur á lofti í kjaraviðræðum sem tengjast flugi. Kjaradeila Félags flugumsjónarmanna er komin á borð ríkissáttasemjara eftir að samningur við Icelandair var felldur í febrúar. Karl Friðriksson, formaður félagsins, segir samninga enn í gangi og ekkert verið ákveðið um aðgerðir þótt þau mál séu í skoðun. Í félaginu séu um 50 manns, en deilan nái bara til starfsmanna Icelandair, sem séu tólf talsins. „Samningar hafa verið lausir síðan í janúar,“ segir Karl, en Icelandair hafi ekkert boðið umfram hækkanir í svonefndu SALEK-samkomulagi. „Og menn eru ekki sáttir við það.“ Komi til aðgerða flugumsjónarmanna muni þær ná til millilandaflugs og mögulega innanlandsflugs hjá Flugfélagi Íslands.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Flug lá niðri á Keflavíkurflugvelli frá klukkan níu í gærkvöldi til sjö í morgun vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Það hefur staðið frá sjötta þessa mánaðar. „Það var náttúrlega vitað að það væri tímaspursmál eftir að yfirvinnubannið byrjaði hvenær þessi staða myndi koma upp,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Í tilkynningu Isavia ohf., sem rekur flugvellina hér á landi, kemur fram að þjónusta í Keflavík hafi takmarkast við sjúkra- og neyðarflug. „Ástæðan er að tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt eru veikir og vegna yfirvinnubanns fást ekki flugumferðarstjórar til afleysinga,“ segir þar. Áhrifin nái til 24 flugferða, annars vegar miðnæturflugs til og frá Evrópu og svo morgunflugs frá Norður-Ameríku til Keflavíkurflugvallar og frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu. „Að auki mun þetta hafa umtalsverð áhrif til röskunar á áætlun flugfélaganna í framhaldinu.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóraSigurjón segir viðræðurnar við Isavia og Samtök atvinnulífsins hafa siglt í strand í síðustu viku. Ríkissáttasemjari hefur boðað næsta fund 9. maí, en fyrir honum liggi ekkert sérstakt. Lögboðið sé í kjaradeilum að boðað sé til fundar á minnst hálfs mánaðar fresti. Þá hefur þjálfunarbanni sem flugumferðarstjórar boðuðu í vikunni að tæki gildi 6. maí næstkomandi verið vísað til Félagsdóms. Þá eru víðar blikur á lofti í kjaraviðræðum sem tengjast flugi. Kjaradeila Félags flugumsjónarmanna er komin á borð ríkissáttasemjara eftir að samningur við Icelandair var felldur í febrúar. Karl Friðriksson, formaður félagsins, segir samninga enn í gangi og ekkert verið ákveðið um aðgerðir þótt þau mál séu í skoðun. Í félaginu séu um 50 manns, en deilan nái bara til starfsmanna Icelandair, sem séu tólf talsins. „Samningar hafa verið lausir síðan í janúar,“ segir Karl, en Icelandair hafi ekkert boðið umfram hækkanir í svonefndu SALEK-samkomulagi. „Og menn eru ekki sáttir við það.“ Komi til aðgerða flugumsjónarmanna muni þær ná til millilandaflugs og mögulega innanlandsflugs hjá Flugfélagi Íslands.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira