Megn óánægja yfir sjálfvirkri símaauglýsingu Betri Bílakaupa Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2016 13:45 Betri Bílakaup reyndu að ná til viðskiptavina sinna með nýjum leiðum. Það gekk ekki vel. Vísir/Pjetur/Getty Bílasalan Betri Bílakaup gerði nýstárlega tilraun í markaðssetningu í mánuðinum sem gengur út á að hringja í mögulega viðskiptavini og spila sjálfvirka upptöku. Lögfræðingur hjá Póst-og fjarskiptastofnunnar segir slíkt athæfi ólöglegt hafi viðskiptavinurinn ekki gefið samþykki sitt fyrir slíku fyrirfram. Um þúsund manns fengu upphringingu í mánuðinum frá sjálfvirku uppkallskerfi Betri Bílakaupa. „Halló, þetta er Binni hjá Betri Bílkaupum. Má bjóða þér að gera kostakaup á nýjum eða notuðum bíl?“ sagði rödd í símanum og bauð hlustanda að því loknu að ýta á einn eða tvo hafi hann áhuga á að kynnast fyrirtækinu og því sem það hefur upp á að bjóða. Þá var einnig kvenmannsrödd látin lesa texta og því voru tvær tegundir auglýsingarinnar í umferð. Brynjar Valdimarsson var erlendis þegar kynningarherferðin fór í gang.Vísir/AðsendBrynjar Valdimarsson, betur þekktur sem Binni bílasali, segir að um tilraun hafi verið að ræða sem hafi mistekist hrapallega. „Þetta kom mjög illa út og ég efast um að við notum þetta. Fólk var mjög óánægt og pirrað. Ég held við notum bara hefðbundnar kynningarleiðir hér eftir,“ segir Brynjar. Hann fór sjálfur erlendis um það leyti sem auglýsingunni var „hringt út“ en sagði starfsmenn sína hafa tekið á móti fjölda kvartana vegna uppátækisins. „Mér þótti þetta svo sniðugt en það er ekki endilega allt rétt sem manni finnst. Það er oft erfitt að ná til fólks og ég vildi með þessu aðeins bjóða fólki að græða á bílakaupum.“ Brynjar fékk hugmyndina erlendis frá og fyrirtækið sem vann vinnuna á bakvið auglýsingabrelluna er amerískt. Hann segist fá fjölda símtala sjálfur á hverjum degi þar sem sölumenn kynna hitt og þetta fyrir reksturinn en Brynjar rekur einnig Snóker og Poolstofuna Lágmúla. Brynjar segir að sér hafi ekki verið kunnugt um að athæfið væri ólöglegt.Sjálfvirkar símaauglýsingar eru algengar í Ameríku en ekki hér á landi.Vísir/Getty„Ég talaði við lögfræðing áður en ég gerði þetta. Sá sagði að þetta væri allt í góðu,“ útskýrir Brynjar. „Fólk getur neitað því að fá svona en ef það hefur ekki gert það þá á þetta að vera í lagi.“ Sjaldgæfar tegundir af auglýsingumSamkvæmt lögum um fjarskipti er markaðssetning sem þessi ólögleg eins og áður segir. Í 46. grein laganna er fjallað um óumbeðin fjarskipti. „Notkun sjálfvirkra uppkallskerfa, símbréfa eða tölvupósts, þ.m.t. hvers konar rafrænna skilaboða (SMS og MMS), fyrir beina markaðssetningu er einungis heimil þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram,“ segir í greininni. Þetta er sama regla og gildir um póstlista; það er í lagi að senda þeim sem sannanlega hafa skráð netfang sitt á póstlista tilboð og slíkt í tölvupósti en ekki má hefja slíkar sendingar upp úr þurru. Lögfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun segir að ekki hafi reynt á löggjöfina hvað varðar sjálfvirkt uppkallskerfi í síma hingað til. Þetta sé afar sjaldgæft á Íslandi en algengt vestanhafs. Þá hefur stofnunin ekki fengið formlega kvörtun varðandi auglýsingu Betri Bílakaupa heldur einungis fyrirspurnir um málið. Lögfræðingurinn segir stofnunina hafa fá úrræði þegar kemur að brotum á lögum um fjarskipti. Ef um ítrekuð brot er að ræða yrði lögregla þó ef til vill send á staðinn og fyrirtækið sektað. Það er ólíklegt að slíkt verði í tilviki Betri Bílakaupa þar sem auglýsingaherferðin hafði ekki jákvæð áhrif eins og fram hefur komið. „Ég bjóst ekki alveg við svona hörðum viðbrögðum ef ég á að segja eins og er. Þetta hefur ekki verið gert á Íslandi áður svo ég viti til,“ segir Brynjar. „Þetta vakti ekki lukku.“ Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Jón Nordal er látinn Innlent Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Innlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Handtóku tvo vopnaða menn Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Jón Nordal er látinn Handtóku tvo vopnaða menn Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Sjá meira
Bílasalan Betri Bílakaup gerði nýstárlega tilraun í markaðssetningu í mánuðinum sem gengur út á að hringja í mögulega viðskiptavini og spila sjálfvirka upptöku. Lögfræðingur hjá Póst-og fjarskiptastofnunnar segir slíkt athæfi ólöglegt hafi viðskiptavinurinn ekki gefið samþykki sitt fyrir slíku fyrirfram. Um þúsund manns fengu upphringingu í mánuðinum frá sjálfvirku uppkallskerfi Betri Bílakaupa. „Halló, þetta er Binni hjá Betri Bílkaupum. Má bjóða þér að gera kostakaup á nýjum eða notuðum bíl?“ sagði rödd í símanum og bauð hlustanda að því loknu að ýta á einn eða tvo hafi hann áhuga á að kynnast fyrirtækinu og því sem það hefur upp á að bjóða. Þá var einnig kvenmannsrödd látin lesa texta og því voru tvær tegundir auglýsingarinnar í umferð. Brynjar Valdimarsson var erlendis þegar kynningarherferðin fór í gang.Vísir/AðsendBrynjar Valdimarsson, betur þekktur sem Binni bílasali, segir að um tilraun hafi verið að ræða sem hafi mistekist hrapallega. „Þetta kom mjög illa út og ég efast um að við notum þetta. Fólk var mjög óánægt og pirrað. Ég held við notum bara hefðbundnar kynningarleiðir hér eftir,“ segir Brynjar. Hann fór sjálfur erlendis um það leyti sem auglýsingunni var „hringt út“ en sagði starfsmenn sína hafa tekið á móti fjölda kvartana vegna uppátækisins. „Mér þótti þetta svo sniðugt en það er ekki endilega allt rétt sem manni finnst. Það er oft erfitt að ná til fólks og ég vildi með þessu aðeins bjóða fólki að græða á bílakaupum.“ Brynjar fékk hugmyndina erlendis frá og fyrirtækið sem vann vinnuna á bakvið auglýsingabrelluna er amerískt. Hann segist fá fjölda símtala sjálfur á hverjum degi þar sem sölumenn kynna hitt og þetta fyrir reksturinn en Brynjar rekur einnig Snóker og Poolstofuna Lágmúla. Brynjar segir að sér hafi ekki verið kunnugt um að athæfið væri ólöglegt.Sjálfvirkar símaauglýsingar eru algengar í Ameríku en ekki hér á landi.Vísir/Getty„Ég talaði við lögfræðing áður en ég gerði þetta. Sá sagði að þetta væri allt í góðu,“ útskýrir Brynjar. „Fólk getur neitað því að fá svona en ef það hefur ekki gert það þá á þetta að vera í lagi.“ Sjaldgæfar tegundir af auglýsingumSamkvæmt lögum um fjarskipti er markaðssetning sem þessi ólögleg eins og áður segir. Í 46. grein laganna er fjallað um óumbeðin fjarskipti. „Notkun sjálfvirkra uppkallskerfa, símbréfa eða tölvupósts, þ.m.t. hvers konar rafrænna skilaboða (SMS og MMS), fyrir beina markaðssetningu er einungis heimil þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram,“ segir í greininni. Þetta er sama regla og gildir um póstlista; það er í lagi að senda þeim sem sannanlega hafa skráð netfang sitt á póstlista tilboð og slíkt í tölvupósti en ekki má hefja slíkar sendingar upp úr þurru. Lögfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun segir að ekki hafi reynt á löggjöfina hvað varðar sjálfvirkt uppkallskerfi í síma hingað til. Þetta sé afar sjaldgæft á Íslandi en algengt vestanhafs. Þá hefur stofnunin ekki fengið formlega kvörtun varðandi auglýsingu Betri Bílakaupa heldur einungis fyrirspurnir um málið. Lögfræðingurinn segir stofnunina hafa fá úrræði þegar kemur að brotum á lögum um fjarskipti. Ef um ítrekuð brot er að ræða yrði lögregla þó ef til vill send á staðinn og fyrirtækið sektað. Það er ólíklegt að slíkt verði í tilviki Betri Bílakaupa þar sem auglýsingaherferðin hafði ekki jákvæð áhrif eins og fram hefur komið. „Ég bjóst ekki alveg við svona hörðum viðbrögðum ef ég á að segja eins og er. Þetta hefur ekki verið gert á Íslandi áður svo ég viti til,“ segir Brynjar. „Þetta vakti ekki lukku.“
Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Jón Nordal er látinn Innlent Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Innlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Handtóku tvo vopnaða menn Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Jón Nordal er látinn Handtóku tvo vopnaða menn Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Sjá meira