Ökumaður grunaður um ölvun við akstur var með fimm ára son sinn í bílnum Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2016 08:48 Var ættingi fenginn til að sækja drenginn. Vísir/Hari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í Flatahrauni í Hafnarfirði rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi en sá var grunaður um ölvun við akstur. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að fimm ára sonur ökumannsins var farþegi í bifreiðinni og var ættingi fenginn til að sækja drenginn. Var ökumaðurinn látinn laus að lokinni upplýsinga- og blóðsýnatöku. Rétt eftir miðnætti í nótt hafði lögreglan afskipti af fjórum sautján ára gömlum piltum í Ármúla vegna vörslu fíkniefna. Var málið afgreitt með aðkomu foreldra. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt handtók lögreglan mann sem var ofurölvi í miðborg Reykjavíkur. Var hann vistaður í fangageymslu þar til ástand lagast. Þegar klukkuna vantaði sex mínútur í tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um mann sem hafði dottið ill á gangstétt við Hverfisgötu nærri stjórnarráðshúsinu. Maðurinn skarst ill á hendi og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala Íslands. Á þriðja tímanum í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Skeifunni þar sem hann var til vandræða. Hann var vistaður í fangageymslu á meðan ástand hans batnar. Þegar klukkuna vantaði sjö mínútur í þrjú í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn á heimili í austurbæ Reykjavíkur þar sem hann var gestkomandi. Var hann grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann var vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast og hægt verður að ræða við hann. Um klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um líkamsárás í Austurstræti en gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í Flatahrauni í Hafnarfirði rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi en sá var grunaður um ölvun við akstur. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að fimm ára sonur ökumannsins var farþegi í bifreiðinni og var ættingi fenginn til að sækja drenginn. Var ökumaðurinn látinn laus að lokinni upplýsinga- og blóðsýnatöku. Rétt eftir miðnætti í nótt hafði lögreglan afskipti af fjórum sautján ára gömlum piltum í Ármúla vegna vörslu fíkniefna. Var málið afgreitt með aðkomu foreldra. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt handtók lögreglan mann sem var ofurölvi í miðborg Reykjavíkur. Var hann vistaður í fangageymslu þar til ástand lagast. Þegar klukkuna vantaði sex mínútur í tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um mann sem hafði dottið ill á gangstétt við Hverfisgötu nærri stjórnarráðshúsinu. Maðurinn skarst ill á hendi og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala Íslands. Á þriðja tímanum í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Skeifunni þar sem hann var til vandræða. Hann var vistaður í fangageymslu á meðan ástand hans batnar. Þegar klukkuna vantaði sjö mínútur í þrjú í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn á heimili í austurbæ Reykjavíkur þar sem hann var gestkomandi. Var hann grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann var vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast og hægt verður að ræða við hann. Um klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um líkamsárás í Austurstræti en gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira