Benedikt Sigurðsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, nýs forsætisráðherra, og fylgir Sigurði Inga þannig úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Benedikt hefur einnig gegnt starfi aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og starfi fjölmiðlafulltrúa Kaupþings. Lengst af starfaði hann þó sem fréttamaður á fréttastofu RÚV.
