Ekki samstaða um griðareglur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 13. apríl 2016 07:00 Fjöldi skattaskjólsmála hefur tengst Lúxemborg. Frumvarp þess efnis að þeim sem sjálfviljugir gefa upp vantaldar tekjur eða eignir sem geymdar eru í skattaskjólum verði ekki refsað vegna brota á skattalögum hefur enn ekki verið lagt fram rúmu ári eftir að starfshópur kynnti drög að frumvarpinu. Það er heldur ekki á þingmálaskrá. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði starfshóp um gerð griðareglna og úttekt á úrræðum skattyfirvalda til að sporna gegn skattsvikum. Þetta gerði hann í desember 2014 í kjölfar erindis sem barst skattrannsóknarstjóra vegna tilboðs um kaup á upplýsingum um félög sem skráð eru í þekktum skattaskjólum. Starfshópurinn skilaði skýrslu og kynnti frumvarpsdrögin þann 6. mars í fyrra.Katrín JakobsdóttirFrosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að fjármálaráðherra hafi lagt það í hendur nefndarinnar hvort hún vildi flytja málið. „Fjármálaráðherra ætlaði ekki að flytja málið sjálfur og vildi að það yrði samstaða um það. Þetta yrði mjög viðkvæmt pólitískt mál. Menn gætu gagnrýnt það ef hlífa ætti einhverjum. Menn myndu strax hoppa á þann vagn að ráðast á ráðherrann fyrir að gera það.“ Frosti kveðst hafa beðið fulltrúa í nefndinni að tjá sig um hvað þeir vildu gera. „Tveir eða þrír í minnihlutanum óskuðu að fá að ræða við þingflokka sína. Það kom ekkert til baka út úr því. Málið var rifjað upp um daginn. Enn voru menn ekki vissir hvað þeir vildu gera. Mér finnst ekki sterk skoðun í nefndinni með eða á móti. Þetta hefur kosti og galla.“Frosti SigurjónssonVísirHann getur þess að hann hafi haft samband við skattrannsóknarstjóra vegna málsins. „Þau eru sannfærð um að það væri fengur fyrir ríkissjóð að geta boðið upp á kerfi sem felur í sér að menn sjái sér hag í því að koma fram. Þeir myndu ekki sleppa við að borga skatta með álögum en refsingin yrði hugsanlega engin. Þetta hefur skilað miklu hjá öðrum þjóðum. Það verður að horfast í augu við að það er kannski ekki geta hjá skattrannsóknarstjóra til að rannsaka alltaf öll mál til hlítar. Mögulega kæmu einhverjir fram sjálfviljugir sem ekki hefðu náðst annars.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það rök með málinu að griðareglur hafi verið settar annars staðar á Norðurlöndunum og að það hafi leitt til árangurs. „Mér hefði hins vegar þótt eðlilegt að skoða málið heildstætt. Það hefði verið erfitt fyrir nefndina að taka pólitíska ábyrgð á þessum anga þegar við vitum að mikil þörf er á að efla starfsemi ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra og skoða hvernig við getum bætt skattaeftirlit í daglegri framkvæmd.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Frumvarp þess efnis að þeim sem sjálfviljugir gefa upp vantaldar tekjur eða eignir sem geymdar eru í skattaskjólum verði ekki refsað vegna brota á skattalögum hefur enn ekki verið lagt fram rúmu ári eftir að starfshópur kynnti drög að frumvarpinu. Það er heldur ekki á þingmálaskrá. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði starfshóp um gerð griðareglna og úttekt á úrræðum skattyfirvalda til að sporna gegn skattsvikum. Þetta gerði hann í desember 2014 í kjölfar erindis sem barst skattrannsóknarstjóra vegna tilboðs um kaup á upplýsingum um félög sem skráð eru í þekktum skattaskjólum. Starfshópurinn skilaði skýrslu og kynnti frumvarpsdrögin þann 6. mars í fyrra.Katrín JakobsdóttirFrosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að fjármálaráðherra hafi lagt það í hendur nefndarinnar hvort hún vildi flytja málið. „Fjármálaráðherra ætlaði ekki að flytja málið sjálfur og vildi að það yrði samstaða um það. Þetta yrði mjög viðkvæmt pólitískt mál. Menn gætu gagnrýnt það ef hlífa ætti einhverjum. Menn myndu strax hoppa á þann vagn að ráðast á ráðherrann fyrir að gera það.“ Frosti kveðst hafa beðið fulltrúa í nefndinni að tjá sig um hvað þeir vildu gera. „Tveir eða þrír í minnihlutanum óskuðu að fá að ræða við þingflokka sína. Það kom ekkert til baka út úr því. Málið var rifjað upp um daginn. Enn voru menn ekki vissir hvað þeir vildu gera. Mér finnst ekki sterk skoðun í nefndinni með eða á móti. Þetta hefur kosti og galla.“Frosti SigurjónssonVísirHann getur þess að hann hafi haft samband við skattrannsóknarstjóra vegna málsins. „Þau eru sannfærð um að það væri fengur fyrir ríkissjóð að geta boðið upp á kerfi sem felur í sér að menn sjái sér hag í því að koma fram. Þeir myndu ekki sleppa við að borga skatta með álögum en refsingin yrði hugsanlega engin. Þetta hefur skilað miklu hjá öðrum þjóðum. Það verður að horfast í augu við að það er kannski ekki geta hjá skattrannsóknarstjóra til að rannsaka alltaf öll mál til hlítar. Mögulega kæmu einhverjir fram sjálfviljugir sem ekki hefðu náðst annars.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það rök með málinu að griðareglur hafi verið settar annars staðar á Norðurlöndunum og að það hafi leitt til árangurs. „Mér hefði hins vegar þótt eðlilegt að skoða málið heildstætt. Það hefði verið erfitt fyrir nefndina að taka pólitíska ábyrgð á þessum anga þegar við vitum að mikil þörf er á að efla starfsemi ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra og skoða hvernig við getum bætt skattaeftirlit í daglegri framkvæmd.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira