Ragnheiður sagði Birgittu haga sér eins og heilög kýr Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2016 22:31 Heitar umræður fóru um væntanlegar kosningar til Alþingis í haust og sakaði stjórnarandstaðan stjórnarliða um að ætla að svíkjast undan þeim. Þingið væri óstarfhæft á meðan ekki lægi fyrir hvaða mál ríkisstjórnin vildi klára fyrir kosningar og hvenær ætti að kjósa. Þingstörf fóru öll úr skorðum á Alþingi í dag þegar stjórnarandstaðan reyndi að þrýsta á forsætisráðherra að gefa upp hvenær ætti að kjósa til Alþingis. Þingmenn fluttu um fjörtíu stuttar ræður um fundarstjórn forseta vegna þessa en fátt var um svör. „Með öðrum orðum herra forseti, ríkisstjórnin sem taldi svona óskaplega mikilvægt út frá einhverjum gríðarlegum verkefnum ap hún sæti áfram í nokkra mánuði í óþökk þjóðarinnar, hún veit ekkert hvað hún vill,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagðist skilja óþolinmæði stjórnarandstöðunnar. Hún hafi verið í sömu stöðu á síðasta kjörtímabili þegar Jóhanna Sigurðardóttir hafi farið gegn jafnréttislögum og héraðsdómur ógilti ákvörðun Svandísar Svarsdóttur þáverandi umhverfisráðherra. Þá hefði stjórnalagráð verið sett þrátt fyrir ógildingu kosninga til þess í Hæstarétti. „Svo kemur þetta sama fólk virðulegur forseti og talar hér eins og helgislepjan sé engin í heiminum. Og valdhroki þingflokksformanns Pírata sem sendir sínu eigin fólki þannig tóninn að það sé best til þess fallið að þrýfa, stendur svo hér eins og heilög kýr og segir örðum fyrir verkum. Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt,“ sagði Ragnheiður. Birgitta Jónsdóttir kallaði að henni á leið úr ræðustól og sagði að hún ætti að skammast sín. En Ragnheiður svaraði því til að það gerði hún ekki. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls og ásamt nokkrum stjórnarliðum. Stjórnarandstæðingar sögðu þingstörf ekki geta farið eðlilega fram fyrr en kjördagur lægi fyrir ásamt lista yfir þau mál sem ríkisstjórnin vildi afgreiða. „Þá höfum við það. Hér verða engin hefðbundin þingstörf á meðan minnihlutinn á þingi fær ekki sínum kröfum framgengt,“ sagði Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar sagði að bregðast yrði við vilja þjóðarinnar og efna þau loforð sem leiðtogar stjórnarflokkana hefðu gefið. „Í fyllstu einlægni er til of mikils mælst að biðja um dagsetnngar á kosningar? Er það dónaskapur og heimtufrekja að fá að vita hvenær kosningarnar verða haldnar? Gerum okkur grein fyrir um hvað við erum að tala hérna. Við erum að tala um að verða við kröfu fólks sem kom hérna tugþúsundum saman út á Austurvöll og krafðist kosninga strax,“ sagði Róbert. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Heitar umræður fóru um væntanlegar kosningar til Alþingis í haust og sakaði stjórnarandstaðan stjórnarliða um að ætla að svíkjast undan þeim. Þingið væri óstarfhæft á meðan ekki lægi fyrir hvaða mál ríkisstjórnin vildi klára fyrir kosningar og hvenær ætti að kjósa. Þingstörf fóru öll úr skorðum á Alþingi í dag þegar stjórnarandstaðan reyndi að þrýsta á forsætisráðherra að gefa upp hvenær ætti að kjósa til Alþingis. Þingmenn fluttu um fjörtíu stuttar ræður um fundarstjórn forseta vegna þessa en fátt var um svör. „Með öðrum orðum herra forseti, ríkisstjórnin sem taldi svona óskaplega mikilvægt út frá einhverjum gríðarlegum verkefnum ap hún sæti áfram í nokkra mánuði í óþökk þjóðarinnar, hún veit ekkert hvað hún vill,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagðist skilja óþolinmæði stjórnarandstöðunnar. Hún hafi verið í sömu stöðu á síðasta kjörtímabili þegar Jóhanna Sigurðardóttir hafi farið gegn jafnréttislögum og héraðsdómur ógilti ákvörðun Svandísar Svarsdóttur þáverandi umhverfisráðherra. Þá hefði stjórnalagráð verið sett þrátt fyrir ógildingu kosninga til þess í Hæstarétti. „Svo kemur þetta sama fólk virðulegur forseti og talar hér eins og helgislepjan sé engin í heiminum. Og valdhroki þingflokksformanns Pírata sem sendir sínu eigin fólki þannig tóninn að það sé best til þess fallið að þrýfa, stendur svo hér eins og heilög kýr og segir örðum fyrir verkum. Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt,“ sagði Ragnheiður. Birgitta Jónsdóttir kallaði að henni á leið úr ræðustól og sagði að hún ætti að skammast sín. En Ragnheiður svaraði því til að það gerði hún ekki. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls og ásamt nokkrum stjórnarliðum. Stjórnarandstæðingar sögðu þingstörf ekki geta farið eðlilega fram fyrr en kjördagur lægi fyrir ásamt lista yfir þau mál sem ríkisstjórnin vildi afgreiða. „Þá höfum við það. Hér verða engin hefðbundin þingstörf á meðan minnihlutinn á þingi fær ekki sínum kröfum framgengt,“ sagði Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar sagði að bregðast yrði við vilja þjóðarinnar og efna þau loforð sem leiðtogar stjórnarflokkana hefðu gefið. „Í fyllstu einlægni er til of mikils mælst að biðja um dagsetnngar á kosningar? Er það dónaskapur og heimtufrekja að fá að vita hvenær kosningarnar verða haldnar? Gerum okkur grein fyrir um hvað við erum að tala hérna. Við erum að tala um að verða við kröfu fólks sem kom hérna tugþúsundum saman út á Austurvöll og krafðist kosninga strax,“ sagði Róbert.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira