Ragnheiður sagði Birgittu haga sér eins og heilög kýr Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2016 22:31 Heitar umræður fóru um væntanlegar kosningar til Alþingis í haust og sakaði stjórnarandstaðan stjórnarliða um að ætla að svíkjast undan þeim. Þingið væri óstarfhæft á meðan ekki lægi fyrir hvaða mál ríkisstjórnin vildi klára fyrir kosningar og hvenær ætti að kjósa. Þingstörf fóru öll úr skorðum á Alþingi í dag þegar stjórnarandstaðan reyndi að þrýsta á forsætisráðherra að gefa upp hvenær ætti að kjósa til Alþingis. Þingmenn fluttu um fjörtíu stuttar ræður um fundarstjórn forseta vegna þessa en fátt var um svör. „Með öðrum orðum herra forseti, ríkisstjórnin sem taldi svona óskaplega mikilvægt út frá einhverjum gríðarlegum verkefnum ap hún sæti áfram í nokkra mánuði í óþökk þjóðarinnar, hún veit ekkert hvað hún vill,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagðist skilja óþolinmæði stjórnarandstöðunnar. Hún hafi verið í sömu stöðu á síðasta kjörtímabili þegar Jóhanna Sigurðardóttir hafi farið gegn jafnréttislögum og héraðsdómur ógilti ákvörðun Svandísar Svarsdóttur þáverandi umhverfisráðherra. Þá hefði stjórnalagráð verið sett þrátt fyrir ógildingu kosninga til þess í Hæstarétti. „Svo kemur þetta sama fólk virðulegur forseti og talar hér eins og helgislepjan sé engin í heiminum. Og valdhroki þingflokksformanns Pírata sem sendir sínu eigin fólki þannig tóninn að það sé best til þess fallið að þrýfa, stendur svo hér eins og heilög kýr og segir örðum fyrir verkum. Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt,“ sagði Ragnheiður. Birgitta Jónsdóttir kallaði að henni á leið úr ræðustól og sagði að hún ætti að skammast sín. En Ragnheiður svaraði því til að það gerði hún ekki. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls og ásamt nokkrum stjórnarliðum. Stjórnarandstæðingar sögðu þingstörf ekki geta farið eðlilega fram fyrr en kjördagur lægi fyrir ásamt lista yfir þau mál sem ríkisstjórnin vildi afgreiða. „Þá höfum við það. Hér verða engin hefðbundin þingstörf á meðan minnihlutinn á þingi fær ekki sínum kröfum framgengt,“ sagði Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar sagði að bregðast yrði við vilja þjóðarinnar og efna þau loforð sem leiðtogar stjórnarflokkana hefðu gefið. „Í fyllstu einlægni er til of mikils mælst að biðja um dagsetnngar á kosningar? Er það dónaskapur og heimtufrekja að fá að vita hvenær kosningarnar verða haldnar? Gerum okkur grein fyrir um hvað við erum að tala hérna. Við erum að tala um að verða við kröfu fólks sem kom hérna tugþúsundum saman út á Austurvöll og krafðist kosninga strax,“ sagði Róbert. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Heitar umræður fóru um væntanlegar kosningar til Alþingis í haust og sakaði stjórnarandstaðan stjórnarliða um að ætla að svíkjast undan þeim. Þingið væri óstarfhæft á meðan ekki lægi fyrir hvaða mál ríkisstjórnin vildi klára fyrir kosningar og hvenær ætti að kjósa. Þingstörf fóru öll úr skorðum á Alþingi í dag þegar stjórnarandstaðan reyndi að þrýsta á forsætisráðherra að gefa upp hvenær ætti að kjósa til Alþingis. Þingmenn fluttu um fjörtíu stuttar ræður um fundarstjórn forseta vegna þessa en fátt var um svör. „Með öðrum orðum herra forseti, ríkisstjórnin sem taldi svona óskaplega mikilvægt út frá einhverjum gríðarlegum verkefnum ap hún sæti áfram í nokkra mánuði í óþökk þjóðarinnar, hún veit ekkert hvað hún vill,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagðist skilja óþolinmæði stjórnarandstöðunnar. Hún hafi verið í sömu stöðu á síðasta kjörtímabili þegar Jóhanna Sigurðardóttir hafi farið gegn jafnréttislögum og héraðsdómur ógilti ákvörðun Svandísar Svarsdóttur þáverandi umhverfisráðherra. Þá hefði stjórnalagráð verið sett þrátt fyrir ógildingu kosninga til þess í Hæstarétti. „Svo kemur þetta sama fólk virðulegur forseti og talar hér eins og helgislepjan sé engin í heiminum. Og valdhroki þingflokksformanns Pírata sem sendir sínu eigin fólki þannig tóninn að það sé best til þess fallið að þrýfa, stendur svo hér eins og heilög kýr og segir örðum fyrir verkum. Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt,“ sagði Ragnheiður. Birgitta Jónsdóttir kallaði að henni á leið úr ræðustól og sagði að hún ætti að skammast sín. En Ragnheiður svaraði því til að það gerði hún ekki. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls og ásamt nokkrum stjórnarliðum. Stjórnarandstæðingar sögðu þingstörf ekki geta farið eðlilega fram fyrr en kjördagur lægi fyrir ásamt lista yfir þau mál sem ríkisstjórnin vildi afgreiða. „Þá höfum við það. Hér verða engin hefðbundin þingstörf á meðan minnihlutinn á þingi fær ekki sínum kröfum framgengt,“ sagði Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar sagði að bregðast yrði við vilja þjóðarinnar og efna þau loforð sem leiðtogar stjórnarflokkana hefðu gefið. „Í fyllstu einlægni er til of mikils mælst að biðja um dagsetnngar á kosningar? Er það dónaskapur og heimtufrekja að fá að vita hvenær kosningarnar verða haldnar? Gerum okkur grein fyrir um hvað við erum að tala hérna. Við erum að tala um að verða við kröfu fólks sem kom hérna tugþúsundum saman út á Austurvöll og krafðist kosninga strax,“ sagði Róbert.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira