Skiptar skoðanir á banni við stofnun félaga í skattaskjólum Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. apríl 2016 06:00 Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri mættu á nefndarfund hjá efnahags- og viðskiptanefnd í gær. Fréttablaðið/Ernir „Við erum jákvæð á að slíkt sé skoðað. Þetta hefur verið nauðsynleg og góð umræða síðustu daga um þessi mál,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, spurður út í þá hugmynd þingmannsins Frosta Sigurjónssonar að banna Íslendingum að eiga fyrirtæki í svokölluðum skattaskjólum.Guðjón Rúnarsson, formann samtaka fjármálafyrirtækja.. Official mynd má notaGuðjón segir að margt hafi áunnist undanfarin ár. Til dæmis hafi verið unninn samræmdur upplýsingaskiptastaðall um skattaskil. Samtök fjármálafyrirtækja hafi komið að þeirri vinnu með stjórnvöldum. „Það er kannski bara eðlilegt framhald að skoða hvort ástæða sé til að stíga skrefinu lengra.“ Hann segir að hið sama eigi við um hugmyndir um að banna ráðgjöf við þá sem vilja stofna félög eða reikninga í lágskattaríkjum. Bendir hann á að í dag veiti bankarnir ekki slíka ráðgjöf. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði með embætti ríkisskattstjóra og embætti skattrannsóknarstjóra í gær vegna aflandsfélaga. Eftir fundinn sagði Frosti, sem er formaður nefndarinnar, að hann væri hlynntur því að skattaskjól, sem hann kallar líka upplýsingasvarthol, verði bönnuð. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði að fara þyrfti vel yfir þessa hugmynd. „Þetta er róttæk hugmynd en ég held að afstaða skattayfirvalda sé sú að ef þessi lágskattaríki væru ekki til, þá væri lífið nú miklu auðveldara,“ sagði Bryndís í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Þorsteinn VíglundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir algjöra samstöðu ríkja um andstöðu gegn því að menn setji upp skattastrúktúr í fyrirtækjum sem ætlað sé að koma í veg fyrir skattagreiðslur í heimalandi. „Við viljum því fyrir alla muni tryggja það að þessi mál séu í góðu horfi en hins vegar vilja menn gæta þess að þau „meðöl“ sem notuð eru séu framkvæmanleg. Ég óttast að þetta geti orðið talsvert snúið.“ Þorsteinn segir að skattakerfi landa séu ólík og mikilvægt sé að fyrirtækjum og einstaklingum sé frjálst að fjárfesta erlendis. Því megi ekki setja upp regluverk sem á endanum gæti girt fyrir eðlilega fjárfestingu. „Ég held að það gæti verið á endanum erfitt að skilgreina hvað eru skattaskjól og hvað eru ekki skattaskjól. Þó við getum öll verið sammála um að aflandsfélög á Bresku Jómfrúaeyjunum teljist þar klárlega undir.“Skattrannsóknarstjóri með 30 mál í rannsóknÁ fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær kom fram í máli Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra að embættið hafi stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra á 37 milljónir króna. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði að embætti hennar hefði til rannsóknar 30 tilvik þar sem grunsemdir væru um skattaundanskot. Af þeim málum sem væru til meðferðar hjá ríkisskattstjóra vegna vanframtalinna tekna væru einhver mál sem myndu líklega upplýsast með þeim hætti að ástæða væri til að vísa þeim til skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattaundanskot. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
„Við erum jákvæð á að slíkt sé skoðað. Þetta hefur verið nauðsynleg og góð umræða síðustu daga um þessi mál,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, spurður út í þá hugmynd þingmannsins Frosta Sigurjónssonar að banna Íslendingum að eiga fyrirtæki í svokölluðum skattaskjólum.Guðjón Rúnarsson, formann samtaka fjármálafyrirtækja.. Official mynd má notaGuðjón segir að margt hafi áunnist undanfarin ár. Til dæmis hafi verið unninn samræmdur upplýsingaskiptastaðall um skattaskil. Samtök fjármálafyrirtækja hafi komið að þeirri vinnu með stjórnvöldum. „Það er kannski bara eðlilegt framhald að skoða hvort ástæða sé til að stíga skrefinu lengra.“ Hann segir að hið sama eigi við um hugmyndir um að banna ráðgjöf við þá sem vilja stofna félög eða reikninga í lágskattaríkjum. Bendir hann á að í dag veiti bankarnir ekki slíka ráðgjöf. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði með embætti ríkisskattstjóra og embætti skattrannsóknarstjóra í gær vegna aflandsfélaga. Eftir fundinn sagði Frosti, sem er formaður nefndarinnar, að hann væri hlynntur því að skattaskjól, sem hann kallar líka upplýsingasvarthol, verði bönnuð. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði að fara þyrfti vel yfir þessa hugmynd. „Þetta er róttæk hugmynd en ég held að afstaða skattayfirvalda sé sú að ef þessi lágskattaríki væru ekki til, þá væri lífið nú miklu auðveldara,“ sagði Bryndís í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Þorsteinn VíglundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir algjöra samstöðu ríkja um andstöðu gegn því að menn setji upp skattastrúktúr í fyrirtækjum sem ætlað sé að koma í veg fyrir skattagreiðslur í heimalandi. „Við viljum því fyrir alla muni tryggja það að þessi mál séu í góðu horfi en hins vegar vilja menn gæta þess að þau „meðöl“ sem notuð eru séu framkvæmanleg. Ég óttast að þetta geti orðið talsvert snúið.“ Þorsteinn segir að skattakerfi landa séu ólík og mikilvægt sé að fyrirtækjum og einstaklingum sé frjálst að fjárfesta erlendis. Því megi ekki setja upp regluverk sem á endanum gæti girt fyrir eðlilega fjárfestingu. „Ég held að það gæti verið á endanum erfitt að skilgreina hvað eru skattaskjól og hvað eru ekki skattaskjól. Þó við getum öll verið sammála um að aflandsfélög á Bresku Jómfrúaeyjunum teljist þar klárlega undir.“Skattrannsóknarstjóri með 30 mál í rannsóknÁ fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær kom fram í máli Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra að embættið hafi stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra á 37 milljónir króna. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði að embætti hennar hefði til rannsóknar 30 tilvik þar sem grunsemdir væru um skattaundanskot. Af þeim málum sem væru til meðferðar hjá ríkisskattstjóra vegna vanframtalinna tekna væru einhver mál sem myndu líklega upplýsast með þeim hætti að ástæða væri til að vísa þeim til skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattaundanskot.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira