Vill að þingrofsskjal Sigmundar Davíðs verði gert opinbert Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. apríl 2016 10:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með forseta í liðinni viku. vísir/anton brink Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, varðandi þingrofsskjal sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, á að hafa farið með á Bessastaði þann 5. apríl síðastliðinn þegar hann fór á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Með Sigmundi í för voru embættismenn úr forsætisráðuneytinu. Kristján spyr hvort að skjal um þingrof og nýjar kosningar sem undirbúið var í aðdraganda fundarins með forsetanum eða önnur gögn tengd sama fundi hafi verið skráð í málaskrá ráðuneytisins. Þá spyr hann jafnframt hvort að gögnin séu aðgengileg og þá hvar.Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnarvísir/vilhelmÍ samtali við Vísi segist Kristján vonast til þess að skjalið verði birt sem svar við fyrirspurninni sem og önnur gögn sem tengjast því ef þau eru til. Hann nefnir að í kjölfar hrunsins hafi það verið gagnrýnt mjög að ýmislegt hafi vantað upp á formfestu og rekjanleika skjala, fundargerða og minnisblaða ráðuneyta. Í því samhengi segist hann telja að umrætt skjal hefði tvímælalaust átt að fara inn í málaskrá forsætisráðuneytisins. Fréttablaðið óskaði eftir því fyrir viku síðan að fá afhent afrit af skjalinu með vísun í upplýsingalög, en forsætisráðuneytið hafnaði því. Í synjun ráðuneytisins sagði að skjalið teldist til vinnugagna og að slík gögn væru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum. Vinnugögn teljist gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafi „ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.“ Forsetinn hefur sagt að á fyrrgreindum fundi hafi forsætisráðherra óskað eftir því að forsetinn samþykkti tillögu um þingrof. „Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum,“ sagði hins vegar í frétt sem sett var inn á vef forsætisráðuneytisins nokkru eftir fundinn þann 5. apríl. Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, varðandi þingrofsskjal sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, á að hafa farið með á Bessastaði þann 5. apríl síðastliðinn þegar hann fór á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Með Sigmundi í för voru embættismenn úr forsætisráðuneytinu. Kristján spyr hvort að skjal um þingrof og nýjar kosningar sem undirbúið var í aðdraganda fundarins með forsetanum eða önnur gögn tengd sama fundi hafi verið skráð í málaskrá ráðuneytisins. Þá spyr hann jafnframt hvort að gögnin séu aðgengileg og þá hvar.Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnarvísir/vilhelmÍ samtali við Vísi segist Kristján vonast til þess að skjalið verði birt sem svar við fyrirspurninni sem og önnur gögn sem tengjast því ef þau eru til. Hann nefnir að í kjölfar hrunsins hafi það verið gagnrýnt mjög að ýmislegt hafi vantað upp á formfestu og rekjanleika skjala, fundargerða og minnisblaða ráðuneyta. Í því samhengi segist hann telja að umrætt skjal hefði tvímælalaust átt að fara inn í málaskrá forsætisráðuneytisins. Fréttablaðið óskaði eftir því fyrir viku síðan að fá afhent afrit af skjalinu með vísun í upplýsingalög, en forsætisráðuneytið hafnaði því. Í synjun ráðuneytisins sagði að skjalið teldist til vinnugagna og að slík gögn væru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum. Vinnugögn teljist gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafi „ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.“ Forsetinn hefur sagt að á fyrrgreindum fundi hafi forsætisráðherra óskað eftir því að forsetinn samþykkti tillögu um þingrof. „Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum,“ sagði hins vegar í frétt sem sett var inn á vef forsætisráðuneytisins nokkru eftir fundinn þann 5. apríl.
Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00
Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27
Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11