48 Íslendingar sameinast í kröfu um umbætur í fíkniefnavörnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2016 12:00 Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, stendur fyrir áskoruninni og segir að um þversnið af samfélaginu sé að ræða, þvert á pólitískar línur enda sé á listanum að finna fólk úr öllum flokkum. Vísir Fjörutíu og átta íslenskir áhrifamenn skrifa undir alþjóðlegt ákall til Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um að hann beiti áhrifum sínum á Auka-allsherjarþingi SÞ um vímuefnamál (UNGASS2016) í þágu lýðheilsu og mannréttinda í stað útskúfunar- og refsihyggju. Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, stendur fyrir áskoruninni og segir að um þversnið af samfélaginu sé að ræða, þvert á pólitískar línur enda sé á listanum að finna fólk úr öllum flokkum. Pétur segir í samtali við Vísi að þetta sýni að krafan um breytingar sé orðin gríðarlega úrbreidd. Sú krafa sé hávær meðal ungs fólks en eins og listinn sýni þá sé stuðningurinn líka mikill meðal fólks á miðjum aldri og eldra. Þessi hópur leggi málstað umbóta í fíknivörnum í heiminum lið og skrifi undir ákall ríflega eitt þúsund heimsþekktra stjórmálaleiðtoga og áhrifamanna er hafni refsihyggjunni sem tröllriðið hefur veröldinni áratugum saman og bundin er í alþjóðlegum sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi forsetar Mexíkó, Columbíu, Brasilíu, Síle, Nígeríu, Grænhöfðaeyja, Sviss og Póllands; fyrrverandi forsætisráðherrar Grikklands, Ungverjalands og Hollands; heimskunnir fræðimenn, lögfræðingar, trúarleiðtogar, stjórnmálamenn og stórstjörnur sameinast um ákall um fráhvarf frá bann- og refsihyggju og nýja valkosti og leiðir í fíknivörnum. Pétur áréttar að undirskriftirnar lýsi stuðningi við þá meginhugsun um umbætur í fíknivörnum í heiminum sem fram koma í ákallinu til aðalritarans, en þurfa ekki endilega að endurspegla skoðanir viðkomandi varðandi markmið og leiðir dagsins í dag varðandi fíknivarnir á Íslandi. Þá segi undirskriftirnar ekkert um afstöðu þeirra stofnana eða fyrirtækja sem viðkomandi starfi hjá og endurspegli ekki endilega yfirlýsta stefnu íslenskra stjórnmálaflokka sem viðkomandi tengjast.Þeir 48 sem skrifuðu undir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari Árni Páll Árnason þingmaður Vilhjálmur Árnason þingmaður Halldór Árnason hagfræðingur Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Ísabella Björnsdóttir skaðaminnkunarsinni Þorsteinn Úlfar Björnsson listamaður Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur Thor Gislason verkefnastjóri Björn Valur Gíslason fyrrverandi þingmaður Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi forseti Rafiðnaðarsambandsins Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Steinn Thoroddsen Halldórsson skaðaminnkunarsinni Atli Harðarson heimspekingur Helga Vala Helgadóttir lögmaður Kristinn Hrafnsson fréttamaður Eva Indriðadóttir formaður ungra jafnaðarmanna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Katrín Jakobsdóttir þingmaður Svala Jóhannesdóttir skaðaminnkunasinni Birgitta Jónsdóttir þingmaður Arnar Jónsson leikari Gunnlaugur Jónsson frumkvöðull Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður Bjarki Karlsson skáld Smári McCarthy sérfræðingur í netöryggi Þorlákur Morthens listamaður Bubbi Morthens tónlistarmaður Brynjar Níelsson þingmaður Katrín Oddsdóttir mannréttindalögmaður Rúnar Örn Olsen lögmaður Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar Óttarr Proppé þingmaður Sveinn Rúnar Hauksson læknir Stefán Karl Stefánsson leikari Guðmundur Steingrímsson þingmaður Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Hafþór Sævarsson formaður ungra Pírata Margrét Tryggvadóttir rithöfundur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir rithöfundur Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri Willum Þór Þórsson þingmaður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinnar Þorsteinn Þorsteinsson bókmenntagagnrýnandi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Fjörutíu og átta íslenskir áhrifamenn skrifa undir alþjóðlegt ákall til Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um að hann beiti áhrifum sínum á Auka-allsherjarþingi SÞ um vímuefnamál (UNGASS2016) í þágu lýðheilsu og mannréttinda í stað útskúfunar- og refsihyggju. Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, stendur fyrir áskoruninni og segir að um þversnið af samfélaginu sé að ræða, þvert á pólitískar línur enda sé á listanum að finna fólk úr öllum flokkum. Pétur segir í samtali við Vísi að þetta sýni að krafan um breytingar sé orðin gríðarlega úrbreidd. Sú krafa sé hávær meðal ungs fólks en eins og listinn sýni þá sé stuðningurinn líka mikill meðal fólks á miðjum aldri og eldra. Þessi hópur leggi málstað umbóta í fíknivörnum í heiminum lið og skrifi undir ákall ríflega eitt þúsund heimsþekktra stjórmálaleiðtoga og áhrifamanna er hafni refsihyggjunni sem tröllriðið hefur veröldinni áratugum saman og bundin er í alþjóðlegum sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi forsetar Mexíkó, Columbíu, Brasilíu, Síle, Nígeríu, Grænhöfðaeyja, Sviss og Póllands; fyrrverandi forsætisráðherrar Grikklands, Ungverjalands og Hollands; heimskunnir fræðimenn, lögfræðingar, trúarleiðtogar, stjórnmálamenn og stórstjörnur sameinast um ákall um fráhvarf frá bann- og refsihyggju og nýja valkosti og leiðir í fíknivörnum. Pétur áréttar að undirskriftirnar lýsi stuðningi við þá meginhugsun um umbætur í fíknivörnum í heiminum sem fram koma í ákallinu til aðalritarans, en þurfa ekki endilega að endurspegla skoðanir viðkomandi varðandi markmið og leiðir dagsins í dag varðandi fíknivarnir á Íslandi. Þá segi undirskriftirnar ekkert um afstöðu þeirra stofnana eða fyrirtækja sem viðkomandi starfi hjá og endurspegli ekki endilega yfirlýsta stefnu íslenskra stjórnmálaflokka sem viðkomandi tengjast.Þeir 48 sem skrifuðu undir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari Árni Páll Árnason þingmaður Vilhjálmur Árnason þingmaður Halldór Árnason hagfræðingur Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Ísabella Björnsdóttir skaðaminnkunarsinni Þorsteinn Úlfar Björnsson listamaður Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur Thor Gislason verkefnastjóri Björn Valur Gíslason fyrrverandi þingmaður Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi forseti Rafiðnaðarsambandsins Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Steinn Thoroddsen Halldórsson skaðaminnkunarsinni Atli Harðarson heimspekingur Helga Vala Helgadóttir lögmaður Kristinn Hrafnsson fréttamaður Eva Indriðadóttir formaður ungra jafnaðarmanna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Katrín Jakobsdóttir þingmaður Svala Jóhannesdóttir skaðaminnkunasinni Birgitta Jónsdóttir þingmaður Arnar Jónsson leikari Gunnlaugur Jónsson frumkvöðull Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður Bjarki Karlsson skáld Smári McCarthy sérfræðingur í netöryggi Þorlákur Morthens listamaður Bubbi Morthens tónlistarmaður Brynjar Níelsson þingmaður Katrín Oddsdóttir mannréttindalögmaður Rúnar Örn Olsen lögmaður Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar Óttarr Proppé þingmaður Sveinn Rúnar Hauksson læknir Stefán Karl Stefánsson leikari Guðmundur Steingrímsson þingmaður Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Hafþór Sævarsson formaður ungra Pírata Margrét Tryggvadóttir rithöfundur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir rithöfundur Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri Willum Þór Þórsson þingmaður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinnar Þorsteinn Þorsteinsson bókmenntagagnrýnandi
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira