Innlent

Kvik­mynda­gerðar­menn fagna nýju frum­varpi

Bjarki Ármannsson skrifar
Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent.
Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. Vísir/Ernir
Formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) fagnar nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem gerir ráð fyrir því að endurgreiðslur úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar hækki úr tuttugu prósentum í 25 prósent. Í frumvarpinu er lögð til hækkun á endurgreiðslum í samræmi við reglur í öðrum löndum til að auka samkeppnishæfi Íslands. „Við erum mjög sátt við það hvernig þetta er lagt fram,“ segir Hilmar Sigurðsson, formaður SÍK, um frumvarpið. „Þarna eru náttúrulega atriði sem við höfum verið að benda á í gegnum tíðina sem myndu gera lífið aðeins einfaldara, því við þurfum alltaf að stofna sérfyritæki utan um hverja framleiðslu. En grunnurinn í þessu er bara frábær.“Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiEndurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar var komið á hér á landi árið 1999 og í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að það hafi síðan verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar.Hilmar segir að samkeppnisstaða Íslands verði aftur mjög góð miðað við þau lönd sem við helst keppum við á þessu sviði, til að mynda Noreg og Írland, ef nýja frumvarpið verður að lögum. Ávinningsins af því myndi gæta fljótlega.„Viðbrögðin sem við höfum verið að frétta af erlendis frá hafa verið mjög góð og þetta eykur þá líkurnar á því að við fáum fleiri stærri verkefni hingað heim,“ segir hann. „En ekki síður, þá hjálpar þetta líka okkur sem erum í innlendri framleiðslu að koma því á framfæri erlendis. Þannig að þetta vinnur allt saman og við verðum bara betri í því sem við erum að gera.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.