Hægt að senda inn umsagnir um lög um fóstureyðingar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. apríl 2016 07:00 Enn er víða deilt um lögleiðingu fóstureyðinga. Hér mætast stríðar fylkingar fyrir framan hæstarétt í Bandaríkjunum. Nordicphotos/AFP Á vef velferðarráðuneytisins er að finna tilkynningu frá nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Óskað er eftir umsögnum og tillögum að breytingum á gildandi löggjöf frá þeim sem láta sig efni laganna varða og telja þörf fyrir breytingar. Yfirleitt er óskað samráðs hjá ákveðnum hagsmunaaðilum eftir að breytingartillaga hefur verið gerð. Hér er því um nýmæli að ræða. „Við viljum hafa öll sjónarmið í huga þegar við hefjum vinnuna. Þetta eru viðkvæm mál sem margir hafa sterkar skoðanir á í sitthvora áttina. Við viljum bara fá sem flest sjónarmið,“ segir Þórunn Steinsdóttir, starfsmaður ráðuneytisins í nefndinni. Nefndin var skipuð í byrjun mars og er verkefni hennar m.a. að endurskoða lög um fóstureyðingar sem eru frá 1975. Lögin hafa verið gagnrýnd fyrir að leyfa ekki frjálsar fóstureyðingar þar sem konur þurfa að ganga i gegnum sérstakt umsóknarferli þar sem tveir utanaðkomandi aðilar leggja mat á aðstæður og ástæður kvennanna. Í vikunni var til að mynda fundur um lögin þar sem Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, var með erindi. „Mat Kvenréttindafélagsins er að konum sé í raun ekki treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og líf og því styður félagið ákvörðun heilbrigðisráðherra um að endurskoða lögin,“ segir Fríða Rós. Þórunn segir að einnig verði endurskoðaðar greinar um ófrjósemisaðgerðir og kynfræðslu. „Við létum ákveðna aðila vita af umsagnarbeiðninni; t.a.m. heilbrigðisstéttir, félagsráðgjafa og siðfræðistofnun. Við tókum aftur á móti ákvörðun um að láta ekki trúfélög sérstaklega vita en þeim er frjálst að senda inn umsögn eins og öllum öðrum.“ Nefndin skilar skýrslu til ráðherra 1. nóvember. Þar verða tillögur að breytingum og úr því unnið frumvarp til breytinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Á vef velferðarráðuneytisins er að finna tilkynningu frá nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Óskað er eftir umsögnum og tillögum að breytingum á gildandi löggjöf frá þeim sem láta sig efni laganna varða og telja þörf fyrir breytingar. Yfirleitt er óskað samráðs hjá ákveðnum hagsmunaaðilum eftir að breytingartillaga hefur verið gerð. Hér er því um nýmæli að ræða. „Við viljum hafa öll sjónarmið í huga þegar við hefjum vinnuna. Þetta eru viðkvæm mál sem margir hafa sterkar skoðanir á í sitthvora áttina. Við viljum bara fá sem flest sjónarmið,“ segir Þórunn Steinsdóttir, starfsmaður ráðuneytisins í nefndinni. Nefndin var skipuð í byrjun mars og er verkefni hennar m.a. að endurskoða lög um fóstureyðingar sem eru frá 1975. Lögin hafa verið gagnrýnd fyrir að leyfa ekki frjálsar fóstureyðingar þar sem konur þurfa að ganga i gegnum sérstakt umsóknarferli þar sem tveir utanaðkomandi aðilar leggja mat á aðstæður og ástæður kvennanna. Í vikunni var til að mynda fundur um lögin þar sem Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, var með erindi. „Mat Kvenréttindafélagsins er að konum sé í raun ekki treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og líf og því styður félagið ákvörðun heilbrigðisráðherra um að endurskoða lögin,“ segir Fríða Rós. Þórunn segir að einnig verði endurskoðaðar greinar um ófrjósemisaðgerðir og kynfræðslu. „Við létum ákveðna aðila vita af umsagnarbeiðninni; t.a.m. heilbrigðisstéttir, félagsráðgjafa og siðfræðistofnun. Við tókum aftur á móti ákvörðun um að láta ekki trúfélög sérstaklega vita en þeim er frjálst að senda inn umsögn eins og öllum öðrum.“ Nefndin skilar skýrslu til ráðherra 1. nóvember. Þar verða tillögur að breytingum og úr því unnið frumvarp til breytinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira