Hægt að senda inn umsagnir um lög um fóstureyðingar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. apríl 2016 07:00 Enn er víða deilt um lögleiðingu fóstureyðinga. Hér mætast stríðar fylkingar fyrir framan hæstarétt í Bandaríkjunum. Nordicphotos/AFP Á vef velferðarráðuneytisins er að finna tilkynningu frá nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Óskað er eftir umsögnum og tillögum að breytingum á gildandi löggjöf frá þeim sem láta sig efni laganna varða og telja þörf fyrir breytingar. Yfirleitt er óskað samráðs hjá ákveðnum hagsmunaaðilum eftir að breytingartillaga hefur verið gerð. Hér er því um nýmæli að ræða. „Við viljum hafa öll sjónarmið í huga þegar við hefjum vinnuna. Þetta eru viðkvæm mál sem margir hafa sterkar skoðanir á í sitthvora áttina. Við viljum bara fá sem flest sjónarmið,“ segir Þórunn Steinsdóttir, starfsmaður ráðuneytisins í nefndinni. Nefndin var skipuð í byrjun mars og er verkefni hennar m.a. að endurskoða lög um fóstureyðingar sem eru frá 1975. Lögin hafa verið gagnrýnd fyrir að leyfa ekki frjálsar fóstureyðingar þar sem konur þurfa að ganga i gegnum sérstakt umsóknarferli þar sem tveir utanaðkomandi aðilar leggja mat á aðstæður og ástæður kvennanna. Í vikunni var til að mynda fundur um lögin þar sem Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, var með erindi. „Mat Kvenréttindafélagsins er að konum sé í raun ekki treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og líf og því styður félagið ákvörðun heilbrigðisráðherra um að endurskoða lögin,“ segir Fríða Rós. Þórunn segir að einnig verði endurskoðaðar greinar um ófrjósemisaðgerðir og kynfræðslu. „Við létum ákveðna aðila vita af umsagnarbeiðninni; t.a.m. heilbrigðisstéttir, félagsráðgjafa og siðfræðistofnun. Við tókum aftur á móti ákvörðun um að láta ekki trúfélög sérstaklega vita en þeim er frjálst að senda inn umsögn eins og öllum öðrum.“ Nefndin skilar skýrslu til ráðherra 1. nóvember. Þar verða tillögur að breytingum og úr því unnið frumvarp til breytinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Á vef velferðarráðuneytisins er að finna tilkynningu frá nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Óskað er eftir umsögnum og tillögum að breytingum á gildandi löggjöf frá þeim sem láta sig efni laganna varða og telja þörf fyrir breytingar. Yfirleitt er óskað samráðs hjá ákveðnum hagsmunaaðilum eftir að breytingartillaga hefur verið gerð. Hér er því um nýmæli að ræða. „Við viljum hafa öll sjónarmið í huga þegar við hefjum vinnuna. Þetta eru viðkvæm mál sem margir hafa sterkar skoðanir á í sitthvora áttina. Við viljum bara fá sem flest sjónarmið,“ segir Þórunn Steinsdóttir, starfsmaður ráðuneytisins í nefndinni. Nefndin var skipuð í byrjun mars og er verkefni hennar m.a. að endurskoða lög um fóstureyðingar sem eru frá 1975. Lögin hafa verið gagnrýnd fyrir að leyfa ekki frjálsar fóstureyðingar þar sem konur þurfa að ganga i gegnum sérstakt umsóknarferli þar sem tveir utanaðkomandi aðilar leggja mat á aðstæður og ástæður kvennanna. Í vikunni var til að mynda fundur um lögin þar sem Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, var með erindi. „Mat Kvenréttindafélagsins er að konum sé í raun ekki treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og líf og því styður félagið ákvörðun heilbrigðisráðherra um að endurskoða lögin,“ segir Fríða Rós. Þórunn segir að einnig verði endurskoðaðar greinar um ófrjósemisaðgerðir og kynfræðslu. „Við létum ákveðna aðila vita af umsagnarbeiðninni; t.a.m. heilbrigðisstéttir, félagsráðgjafa og siðfræðistofnun. Við tókum aftur á móti ákvörðun um að láta ekki trúfélög sérstaklega vita en þeim er frjálst að senda inn umsögn eins og öllum öðrum.“ Nefndin skilar skýrslu til ráðherra 1. nóvember. Þar verða tillögur að breytingum og úr því unnið frumvarp til breytinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira