Margdæmdur ofbeldismaður ákærður: Stappaði á höfði sofandi manns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2016 09:45 Önnur hinna meintu líkamsárása var í Bríetartúni í október árið 2014. Vísir/Valli Styrmir H. Snæfeld Kristinsson hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í fjölbýlishúsi við Bríetartún í október 2014. Honum er gefið að sök að hafa ítrekað slegið með krepptum hnefa og sparkað í og stappað á höfði annars manns sem lá sofandi á dýnu, með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund. Þá hlaut maðurinn margúl og hruflsár vinstra megin á enni, glóðurauga undir vinstra auga og sár á neðri vör og dreifð þreifieymsli yfir öllum andlitsbeinum og yfir mjúkpörtum beggja vegna aftan á hálsi. Aðalmeðferð í málinu fer fram í lok maí. Styrmi er einnig gefið að sök að hafa í nóvember sama ár í íbúð í öðru fjölbýlishúsi, ítrekað slegið með krepptum hnefa í höfuð konu og síðar sömu nótt, eftir að lögreglu bar að garði, slegið hana með krepptum hnefa í andlitið allt með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbrot, heilahristing og dreifð þreifieymsl, yfir gagnaugasvæði vinstra megin, yfir bein í kringum vinstra auga, yfir nefi, yfir hryggjatindum, beggja vegna á hálsi og yfir barka og tungubeini. Styrmir afplánar nú fjögurra ára dóm sem hann hlaut í júní í fyrra fyrir líkamsárás úti á Granda í ársbyrjun 2015. Stakk hann manninn með hníf í brjóstkassann. Sakaferill Styrmis er langur. Hann hefur alls tólf sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegninarlögum og umferðarlögum. Fimm sinnum hefur hann gengist undir sátt vegna brota gegn sömu lögum. Hann hefur fimm sinnum verið dæmdur í fangelsi fyrir líkamsárás, fyrst árið 1994. Tengdar fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás Árásin átti sér stað á Fiskislóð í janúar síðastliðnum. 5. júní 2015 16:38 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Styrmir H. Snæfeld Kristinsson hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í fjölbýlishúsi við Bríetartún í október 2014. Honum er gefið að sök að hafa ítrekað slegið með krepptum hnefa og sparkað í og stappað á höfði annars manns sem lá sofandi á dýnu, með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund. Þá hlaut maðurinn margúl og hruflsár vinstra megin á enni, glóðurauga undir vinstra auga og sár á neðri vör og dreifð þreifieymsli yfir öllum andlitsbeinum og yfir mjúkpörtum beggja vegna aftan á hálsi. Aðalmeðferð í málinu fer fram í lok maí. Styrmi er einnig gefið að sök að hafa í nóvember sama ár í íbúð í öðru fjölbýlishúsi, ítrekað slegið með krepptum hnefa í höfuð konu og síðar sömu nótt, eftir að lögreglu bar að garði, slegið hana með krepptum hnefa í andlitið allt með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbrot, heilahristing og dreifð þreifieymsl, yfir gagnaugasvæði vinstra megin, yfir bein í kringum vinstra auga, yfir nefi, yfir hryggjatindum, beggja vegna á hálsi og yfir barka og tungubeini. Styrmir afplánar nú fjögurra ára dóm sem hann hlaut í júní í fyrra fyrir líkamsárás úti á Granda í ársbyrjun 2015. Stakk hann manninn með hníf í brjóstkassann. Sakaferill Styrmis er langur. Hann hefur alls tólf sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegninarlögum og umferðarlögum. Fimm sinnum hefur hann gengist undir sátt vegna brota gegn sömu lögum. Hann hefur fimm sinnum verið dæmdur í fangelsi fyrir líkamsárás, fyrst árið 1994.
Tengdar fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás Árásin átti sér stað á Fiskislóð í janúar síðastliðnum. 5. júní 2015 16:38 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Fjögurra ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás Árásin átti sér stað á Fiskislóð í janúar síðastliðnum. 5. júní 2015 16:38