Svörin komu seint en nú liggja reglur fyrir Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. apríl 2016 06:00 Þungt hljóð hefur verið í leikskólakennurum í Reykjavík. vísir/Vilhelm Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar ætla að funda með leikskólastjórum í dag vegna fjárhagsstöðu skólanna. Þungt hljóð er í leikskólastjórum vegna hagræðingarkröfu af hálfu borgarinnar í rekstri leikskólanna. Í frétt Stöðvar 2 á þriðjudag kom fram að nýjar reglur gera ráð fyrir að halli á rekstri leikskólanna færist milli ára. Þetta eykur á vandann vegna hagræðingarkröfunnar. Jónína Lárusdóttir, leikskólastjóri á Klömbrum, sagði sinn rekstur hafa verið tæpar tvær milljónir í mínus í byrjun árs. Svo sé gert ráð fyrir að hún spari um milljón til viðbótar á þessu ári. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir það hafa skapað vanda að borgaryfirvöld hafi ekki gefið nein svör varðandi útfærslur á hagræðingu í leikskólarekstrinum. „Þegar menn hafa þröngan fjárhag og við erum í því að herða beltið um eitt gat enn, þá er eðlilegt að menn ói við því. Sérstaklega þegar ekki lá skýrt fyrir hvaða leikreglur lágu fyrir varðandi afgang á halla frá áramótum,“ segir Helgi.Helgi GrímssonHelgi segir að leikskólastjórar hafi haft miklar áhyggjur af því að hlutir sem þeir réðu ekki við, eins og fjöldi barna á leikskóla með þroskafrávik og kostnaður sem fellur til vegna langtímaveikinda starfsmanna, myndu falla á leikskólana. Fyrrgreindir þættir hafi nú verið skilgreindir sem óhagstæð ytri skilyrði og hver leikskóli eigi ekki að bera ábyrgð á slíku. Hið sama eigi við um verðlagsþróun. „Þetta eru leikreglur sem var verið að skerpa á og ákveða hvað ætti við. Við fengum bara svör of seint og það er það sem gerist þegar menn eru stressaðir og fá ekki svör að þeir ýfast upp.“ Helgi býst við að það verði hægt að draga úr áhyggjum leikskólakennara á fundinum í dag. „Já, að einhverju leyti. Það er hins vegar vitað að það er hagræðing.“ Skóla- og frístundasvið hafi því lagt áherslu á að þegar fjárveitingar til einstakra liða væru lækkaðar þá væri hægt að mæta því með mótvægiskostnaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar ætla að funda með leikskólastjórum í dag vegna fjárhagsstöðu skólanna. Þungt hljóð er í leikskólastjórum vegna hagræðingarkröfu af hálfu borgarinnar í rekstri leikskólanna. Í frétt Stöðvar 2 á þriðjudag kom fram að nýjar reglur gera ráð fyrir að halli á rekstri leikskólanna færist milli ára. Þetta eykur á vandann vegna hagræðingarkröfunnar. Jónína Lárusdóttir, leikskólastjóri á Klömbrum, sagði sinn rekstur hafa verið tæpar tvær milljónir í mínus í byrjun árs. Svo sé gert ráð fyrir að hún spari um milljón til viðbótar á þessu ári. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir það hafa skapað vanda að borgaryfirvöld hafi ekki gefið nein svör varðandi útfærslur á hagræðingu í leikskólarekstrinum. „Þegar menn hafa þröngan fjárhag og við erum í því að herða beltið um eitt gat enn, þá er eðlilegt að menn ói við því. Sérstaklega þegar ekki lá skýrt fyrir hvaða leikreglur lágu fyrir varðandi afgang á halla frá áramótum,“ segir Helgi.Helgi GrímssonHelgi segir að leikskólastjórar hafi haft miklar áhyggjur af því að hlutir sem þeir réðu ekki við, eins og fjöldi barna á leikskóla með þroskafrávik og kostnaður sem fellur til vegna langtímaveikinda starfsmanna, myndu falla á leikskólana. Fyrrgreindir þættir hafi nú verið skilgreindir sem óhagstæð ytri skilyrði og hver leikskóli eigi ekki að bera ábyrgð á slíku. Hið sama eigi við um verðlagsþróun. „Þetta eru leikreglur sem var verið að skerpa á og ákveða hvað ætti við. Við fengum bara svör of seint og það er það sem gerist þegar menn eru stressaðir og fá ekki svör að þeir ýfast upp.“ Helgi býst við að það verði hægt að draga úr áhyggjum leikskólakennara á fundinum í dag. „Já, að einhverju leyti. Það er hins vegar vitað að það er hagræðing.“ Skóla- og frístundasvið hafi því lagt áherslu á að þegar fjárveitingar til einstakra liða væru lækkaðar þá væri hægt að mæta því með mótvægiskostnaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira