Umfjöllun: Noregur - Ísland 29-25 | Tap í fyrsta leiknum undir stjórn Geirs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2016 17:30 Aron Rafn varði vel í íslenska markinu. Vísir/epa Ísland tapaði fyrir Noregi, 29-25, í fyrsta leik sínum undir stjórn Geirs Sveinssonar. Liðið náði aðeins einni æfingu fyrir leikinn og því varla hægt að búast við róttækum breytingum á leik íslenska liðsins sem byrjaði leikinn ágætlega og komst í 1-3. Sóknarleikurinn gekk ágætlega en varnarleikurinn var slakur og markvarslan í samræmi við það. Norðmenn skoruðu að vild fyrir utan og í þau fáu skipti sem sú leið var lokuð fundu þeir línuna sem skilaði nær alltaf marki. Íslenska sóknin var líka striðari með hverri mínútunni og ekki bætti úr skák að liðið fékk engin mörk úr hraðaupphlaupum. Norðmenn náðu mest átta marka forystu, 18-10, en Íslendingar skoruðu skoruðu síðustu mörk fyrri hálfleik og því munaði sex mörkum, 18-12, á liðunum þegar þau gengu til búningsherbergja. Aron Rafn Eðvarðsson var smá tíma að finna taktinn eftir að hann kom í markið en hann tók góða bolta á lokamínútum fyrri hálfleiks og átti svo frábæran seinni hálfleik. Aron Rafn varði alls 16 skot (46%) og var langbesti leikmaður íslenska liðsins. Norðmenn skoruðu tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik en þá kom góður 4-0 kafli hjá Íslandi sem minnkaði muninn í fjögur mörk, 20-16. Snorri Steinn Guðjónsson, sem bar fyrirliðabandið í dag, skoraði tvö þessara marka en hann var markahæstur í íslenska liðinu í dag með fjögur mörk, líkt og Ólafur Guðmundsson. Norðmenn rönkuðu þó fljótlega við sér og náðu afgerandi forskoti á nýjan leik. Magnus Gullerud kom Noregi í 27-20 þegar níu mínútur voru eftir en íslenska liðið átti ágætan endasprett og náði að laga stöðuna. Á endanum munaði fjórum mörkum á liðunum, 29-25, og ljóst að Geirs bíður verðugt verkefni að laga leik íslenska liðsins. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Noregi, 29-25, í fyrsta leik sínum undir stjórn Geirs Sveinssonar. Liðið náði aðeins einni æfingu fyrir leikinn og því varla hægt að búast við róttækum breytingum á leik íslenska liðsins sem byrjaði leikinn ágætlega og komst í 1-3. Sóknarleikurinn gekk ágætlega en varnarleikurinn var slakur og markvarslan í samræmi við það. Norðmenn skoruðu að vild fyrir utan og í þau fáu skipti sem sú leið var lokuð fundu þeir línuna sem skilaði nær alltaf marki. Íslenska sóknin var líka striðari með hverri mínútunni og ekki bætti úr skák að liðið fékk engin mörk úr hraðaupphlaupum. Norðmenn náðu mest átta marka forystu, 18-10, en Íslendingar skoruðu skoruðu síðustu mörk fyrri hálfleik og því munaði sex mörkum, 18-12, á liðunum þegar þau gengu til búningsherbergja. Aron Rafn Eðvarðsson var smá tíma að finna taktinn eftir að hann kom í markið en hann tók góða bolta á lokamínútum fyrri hálfleiks og átti svo frábæran seinni hálfleik. Aron Rafn varði alls 16 skot (46%) og var langbesti leikmaður íslenska liðsins. Norðmenn skoruðu tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik en þá kom góður 4-0 kafli hjá Íslandi sem minnkaði muninn í fjögur mörk, 20-16. Snorri Steinn Guðjónsson, sem bar fyrirliðabandið í dag, skoraði tvö þessara marka en hann var markahæstur í íslenska liðinu í dag með fjögur mörk, líkt og Ólafur Guðmundsson. Norðmenn rönkuðu þó fljótlega við sér og náðu afgerandi forskoti á nýjan leik. Magnus Gullerud kom Noregi í 27-20 þegar níu mínútur voru eftir en íslenska liðið átti ágætan endasprett og náði að laga stöðuna. Á endanum munaði fjórum mörkum á liðunum, 29-25, og ljóst að Geirs bíður verðugt verkefni að laga leik íslenska liðsins.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira