Foreldrar ósáttir við lokun kristilegs hverfisleikskóla á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Fólk úr öðrum hverfum Akureyrar sækir í Hlíðaból vegna kristilegs starfs leikskólans. vísir/Pjetur Foreldrar barna á leikskólanum Hlíðabóli á Akureyri eru ósáttir við þá ákvörðun bæjaryfirvalda að loka leikskólanum sumarið 2017. Vilja þeir halda í hverfisleikskólann sinn. Leikskólinn er rekinn af Hvítasunnusöfnuðinum á Akureyri. Foreldrar efndu til fundar með yfirmönnum skóladeildar í kirkju Hvítasunnusafnaðarins, sem er í sömu byggingu og leikskólinn, síðastliðinn fimmtudag og var nokkur hiti í fólki. Skorað var á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína um að loka eina leikskólanum í bænum sem lætur börnin fara með bænir og er með kristilegt starf innan skólans. Nefndi eitt foreldri á fundinum að nú væri verið að taka af þeim eina kristilega skólann og senda börnin í aðra skóla þar sem væri kennt jóga sem væri hindúismi og andstætt kristinni trú.Logi Einarsson, formaður skólanefndar Akureyrar„Leikskólinn er okkur mjög kær og erum við ánægð með þær áherslur sem eru áberandi á Hlíðabóli, svo sem tjáningu, skapandi starf ásamt kærleika og umburðarlyndi fyrir náunganum,“ segir í bréfi foreldra til Akureyrarkaupstaðar vegna lokunarinnar. Alls eru 47 börn í leikskólanum og samkvæmt Akureyrarkaupstað myndu sparast um 70 milljónir króna við að loka þessum leikskóla. Nú gæfist mikilvægur tími til að finna þeim börnum sem væru á Hlíðabóli stað á öðrum leikskólum. Á vef Hlíðabóls segir að kristilegt starf sé rauður þráður í starfi leikskólans. „Við þökkum Guði fyrir matinn, áður en við borðum, og biðjum hann um að varðveita og blessa foreldra okkar og aðra ástvini. Við syngjum sunnudagaskólasöngva í bland við aðra söngva og skoðum sögur úr Biblíunni ásamt öðrum sögum sem okkur finnst skemmtilegar. Einu sinni í viku förum við inn í kirkju þar sem við syngjum saman, heyrum um Jesú og aðrar trúarhetjur,“ segir í fræðslu um skólann. Hvítasunnukirkjan hefur rekið leikskóla síðan 1988. Safnaðarhirðir kirkjunnar er Snorri Óskarsson, sem var sagt upp með ólögmætum hætti hjá Akureyrarbæ 2012.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Foreldrar barna á leikskólanum Hlíðabóli á Akureyri eru ósáttir við þá ákvörðun bæjaryfirvalda að loka leikskólanum sumarið 2017. Vilja þeir halda í hverfisleikskólann sinn. Leikskólinn er rekinn af Hvítasunnusöfnuðinum á Akureyri. Foreldrar efndu til fundar með yfirmönnum skóladeildar í kirkju Hvítasunnusafnaðarins, sem er í sömu byggingu og leikskólinn, síðastliðinn fimmtudag og var nokkur hiti í fólki. Skorað var á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína um að loka eina leikskólanum í bænum sem lætur börnin fara með bænir og er með kristilegt starf innan skólans. Nefndi eitt foreldri á fundinum að nú væri verið að taka af þeim eina kristilega skólann og senda börnin í aðra skóla þar sem væri kennt jóga sem væri hindúismi og andstætt kristinni trú.Logi Einarsson, formaður skólanefndar Akureyrar„Leikskólinn er okkur mjög kær og erum við ánægð með þær áherslur sem eru áberandi á Hlíðabóli, svo sem tjáningu, skapandi starf ásamt kærleika og umburðarlyndi fyrir náunganum,“ segir í bréfi foreldra til Akureyrarkaupstaðar vegna lokunarinnar. Alls eru 47 börn í leikskólanum og samkvæmt Akureyrarkaupstað myndu sparast um 70 milljónir króna við að loka þessum leikskóla. Nú gæfist mikilvægur tími til að finna þeim börnum sem væru á Hlíðabóli stað á öðrum leikskólum. Á vef Hlíðabóls segir að kristilegt starf sé rauður þráður í starfi leikskólans. „Við þökkum Guði fyrir matinn, áður en við borðum, og biðjum hann um að varðveita og blessa foreldra okkar og aðra ástvini. Við syngjum sunnudagaskólasöngva í bland við aðra söngva og skoðum sögur úr Biblíunni ásamt öðrum sögum sem okkur finnst skemmtilegar. Einu sinni í viku förum við inn í kirkju þar sem við syngjum saman, heyrum um Jesú og aðrar trúarhetjur,“ segir í fræðslu um skólann. Hvítasunnukirkjan hefur rekið leikskóla síðan 1988. Safnaðarhirðir kirkjunnar er Snorri Óskarsson, sem var sagt upp með ólögmætum hætti hjá Akureyrarbæ 2012.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira