Foreldrar ósáttir við lokun kristilegs hverfisleikskóla á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Fólk úr öðrum hverfum Akureyrar sækir í Hlíðaból vegna kristilegs starfs leikskólans. vísir/Pjetur Foreldrar barna á leikskólanum Hlíðabóli á Akureyri eru ósáttir við þá ákvörðun bæjaryfirvalda að loka leikskólanum sumarið 2017. Vilja þeir halda í hverfisleikskólann sinn. Leikskólinn er rekinn af Hvítasunnusöfnuðinum á Akureyri. Foreldrar efndu til fundar með yfirmönnum skóladeildar í kirkju Hvítasunnusafnaðarins, sem er í sömu byggingu og leikskólinn, síðastliðinn fimmtudag og var nokkur hiti í fólki. Skorað var á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína um að loka eina leikskólanum í bænum sem lætur börnin fara með bænir og er með kristilegt starf innan skólans. Nefndi eitt foreldri á fundinum að nú væri verið að taka af þeim eina kristilega skólann og senda börnin í aðra skóla þar sem væri kennt jóga sem væri hindúismi og andstætt kristinni trú.Logi Einarsson, formaður skólanefndar Akureyrar„Leikskólinn er okkur mjög kær og erum við ánægð með þær áherslur sem eru áberandi á Hlíðabóli, svo sem tjáningu, skapandi starf ásamt kærleika og umburðarlyndi fyrir náunganum,“ segir í bréfi foreldra til Akureyrarkaupstaðar vegna lokunarinnar. Alls eru 47 börn í leikskólanum og samkvæmt Akureyrarkaupstað myndu sparast um 70 milljónir króna við að loka þessum leikskóla. Nú gæfist mikilvægur tími til að finna þeim börnum sem væru á Hlíðabóli stað á öðrum leikskólum. Á vef Hlíðabóls segir að kristilegt starf sé rauður þráður í starfi leikskólans. „Við þökkum Guði fyrir matinn, áður en við borðum, og biðjum hann um að varðveita og blessa foreldra okkar og aðra ástvini. Við syngjum sunnudagaskólasöngva í bland við aðra söngva og skoðum sögur úr Biblíunni ásamt öðrum sögum sem okkur finnst skemmtilegar. Einu sinni í viku förum við inn í kirkju þar sem við syngjum saman, heyrum um Jesú og aðrar trúarhetjur,“ segir í fræðslu um skólann. Hvítasunnukirkjan hefur rekið leikskóla síðan 1988. Safnaðarhirðir kirkjunnar er Snorri Óskarsson, sem var sagt upp með ólögmætum hætti hjá Akureyrarbæ 2012.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Foreldrar barna á leikskólanum Hlíðabóli á Akureyri eru ósáttir við þá ákvörðun bæjaryfirvalda að loka leikskólanum sumarið 2017. Vilja þeir halda í hverfisleikskólann sinn. Leikskólinn er rekinn af Hvítasunnusöfnuðinum á Akureyri. Foreldrar efndu til fundar með yfirmönnum skóladeildar í kirkju Hvítasunnusafnaðarins, sem er í sömu byggingu og leikskólinn, síðastliðinn fimmtudag og var nokkur hiti í fólki. Skorað var á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína um að loka eina leikskólanum í bænum sem lætur börnin fara með bænir og er með kristilegt starf innan skólans. Nefndi eitt foreldri á fundinum að nú væri verið að taka af þeim eina kristilega skólann og senda börnin í aðra skóla þar sem væri kennt jóga sem væri hindúismi og andstætt kristinni trú.Logi Einarsson, formaður skólanefndar Akureyrar„Leikskólinn er okkur mjög kær og erum við ánægð með þær áherslur sem eru áberandi á Hlíðabóli, svo sem tjáningu, skapandi starf ásamt kærleika og umburðarlyndi fyrir náunganum,“ segir í bréfi foreldra til Akureyrarkaupstaðar vegna lokunarinnar. Alls eru 47 börn í leikskólanum og samkvæmt Akureyrarkaupstað myndu sparast um 70 milljónir króna við að loka þessum leikskóla. Nú gæfist mikilvægur tími til að finna þeim börnum sem væru á Hlíðabóli stað á öðrum leikskólum. Á vef Hlíðabóls segir að kristilegt starf sé rauður þráður í starfi leikskólans. „Við þökkum Guði fyrir matinn, áður en við borðum, og biðjum hann um að varðveita og blessa foreldra okkar og aðra ástvini. Við syngjum sunnudagaskólasöngva í bland við aðra söngva og skoðum sögur úr Biblíunni ásamt öðrum sögum sem okkur finnst skemmtilegar. Einu sinni í viku förum við inn í kirkju þar sem við syngjum saman, heyrum um Jesú og aðrar trúarhetjur,“ segir í fræðslu um skólann. Hvítasunnukirkjan hefur rekið leikskóla síðan 1988. Safnaðarhirðir kirkjunnar er Snorri Óskarsson, sem var sagt upp með ólögmætum hætti hjá Akureyrarbæ 2012.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira