Sendi barnsmóður sinni ítrekað hótanir: „Þú skalt fá að þjást eins og ég dag og nótt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2016 21:57 Hæstiréttur. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að taka fyrir ákærulið í ákæru á hendur manni sem gefið er að sök að hafa framið líkamsárás á þáverandi barnsmóður og eiginkonu sinni og að hafa ítrekað sent henni hótanir Áður hafði Héraðsdómur vísað frá ákæruliðnum sem sneri að hótununum. Taldi héraðsdómur að ekki lægi fyrir hvaða brot ákærða var gefið að sök að hafa hótað að fremja. Sendi maðurinn barnsmóður og þáverandi eiginkonu sinni ítrekað hótanir á tímabilinu 10. maí til 14. júní á síðasta ári með tölvupóstskeytum sem sjá má hér að neðan.Sent 10. maí: Þú skilur mig eftir í rusli til fjandans með líf þitt allt, ég held þessu áfram dag og nótt þangað til þú gengur af göflunum.Sent 10. maí: þú skalt fá að þjást eins og ég dag og nótt.Sent 29. maí: Ég skal gera líf þitt að hreinu helvíti, hrekja þig út í sjálfsmorð, bannsett druslan þín og þegar þú lætur verða af því tek ég af þér stærðarinnar mynd svo þú getir notið þess þegar þú mætir í Víti að vera merkileg persóna.Sent 29. maí: Ég er á götunni, atvinnulaus, fæ ekki að hitta strákana mína, á ekki grænan eyri þökk sé þér og þú skalt fá það borgað þótt seinna verði eða bara strax 100 %.Sent 14. júní: Frábært, haltu þér þá fast, ég ætla að gera þér lífið enn leiðara.Verjandi mannsins taldi að ákært væri fyrir ótilgreindar hótanir og féllst héraðsdómur á það. Hæstiréttur felldi hinsvegar úrskurð héraðsdóms úr gildi og taldi Hæstiréttur að Verknaðarlýsing ákæruliðararins væri skýr. Þá væri þar tilgreint hvar og hvenær brot voru talin hafa verið framin og við hvaða refsiákvæði þau vörðuðu. Því hafi formskilyrðum ákæru verið fullnægt. Lagði Hæstiréttur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að taka fyrir ákæruliðinn sem um ræðir. Maðurinn er einnig ákærður fyrir líkamsáras. Er hann ákærður fyrir að hafa kýlt barnsmóður sína og þáverandi eiginkonu með krepptum hnefa í andlitið, gripið um handleggi hennar og snúið niður í gólf og haldið henni þar ásamt því að þrýsta framhandlegg að hálsi hennar, allt með þeim afleiðingum að A hlaut yfirborðsáverka á andlit, mar á brjóstkassa og öðrum ótilgreindum hlutum framarms og yfirborðsáverka á fótlegg.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Sjá meira
Hæstiréttur hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að taka fyrir ákærulið í ákæru á hendur manni sem gefið er að sök að hafa framið líkamsárás á þáverandi barnsmóður og eiginkonu sinni og að hafa ítrekað sent henni hótanir Áður hafði Héraðsdómur vísað frá ákæruliðnum sem sneri að hótununum. Taldi héraðsdómur að ekki lægi fyrir hvaða brot ákærða var gefið að sök að hafa hótað að fremja. Sendi maðurinn barnsmóður og þáverandi eiginkonu sinni ítrekað hótanir á tímabilinu 10. maí til 14. júní á síðasta ári með tölvupóstskeytum sem sjá má hér að neðan.Sent 10. maí: Þú skilur mig eftir í rusli til fjandans með líf þitt allt, ég held þessu áfram dag og nótt þangað til þú gengur af göflunum.Sent 10. maí: þú skalt fá að þjást eins og ég dag og nótt.Sent 29. maí: Ég skal gera líf þitt að hreinu helvíti, hrekja þig út í sjálfsmorð, bannsett druslan þín og þegar þú lætur verða af því tek ég af þér stærðarinnar mynd svo þú getir notið þess þegar þú mætir í Víti að vera merkileg persóna.Sent 29. maí: Ég er á götunni, atvinnulaus, fæ ekki að hitta strákana mína, á ekki grænan eyri þökk sé þér og þú skalt fá það borgað þótt seinna verði eða bara strax 100 %.Sent 14. júní: Frábært, haltu þér þá fast, ég ætla að gera þér lífið enn leiðara.Verjandi mannsins taldi að ákært væri fyrir ótilgreindar hótanir og féllst héraðsdómur á það. Hæstiréttur felldi hinsvegar úrskurð héraðsdóms úr gildi og taldi Hæstiréttur að Verknaðarlýsing ákæruliðararins væri skýr. Þá væri þar tilgreint hvar og hvenær brot voru talin hafa verið framin og við hvaða refsiákvæði þau vörðuðu. Því hafi formskilyrðum ákæru verið fullnægt. Lagði Hæstiréttur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að taka fyrir ákæruliðinn sem um ræðir. Maðurinn er einnig ákærður fyrir líkamsáras. Er hann ákærður fyrir að hafa kýlt barnsmóður sína og þáverandi eiginkonu með krepptum hnefa í andlitið, gripið um handleggi hennar og snúið niður í gólf og haldið henni þar ásamt því að þrýsta framhandlegg að hálsi hennar, allt með þeim afleiðingum að A hlaut yfirborðsáverka á andlit, mar á brjóstkassa og öðrum ótilgreindum hlutum framarms og yfirborðsáverka á fótlegg.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Sjá meira