Verðandi foreldrar efins um bólusetningar Ingvar Haraldsson skrifar 30. mars 2016 07:00 María Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur segir athyglisvert að hluti svarenda hafi óttast að bólusetningar gætu leitt til einhverfu og floga. Sjötta hvert verðandi foreldri sem tók þátt í nýrri könnun var nokkuð eða mjög ósammála þeirri fullyrðingu að bólusetningar væru öruggar. Þá var álíka stór hópur eða 15,3 prósent ósammála því að bólusetningar væru nauðsynlegar til að vernda heilsu barna. Könnunin var hluti af meistararitgerð Maríu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðings í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Könnunin náði til 470 einstaklinga og var lögð fyrir hópa verðandi foreldra á Facebook. Þrátt fyrir efasemdir hluta þátttakenda um gagnsemi bólusetninga ætluðu 95,3 prósent þeirra engu að síður að láta bólusetja börn sín að fullu. Þá höfðu 3,5 prósent ekki leitt hugann að bólusetningum eða tekið ákvörðun um bólusetningar, 0,4 prósent hugðust ætla að láta bólusetja börn sín að hluta og 0,6 prósent ekki að láta bólusetja börn sín. María segir það hafa komið á óvart hve hlutfall foreldra sem töldu bólusetningar ekki öruggar eða nauðsynlegar hafi verið hátt. „Sérstaklega í ljósi þess að langstærstur meirihlutinn var búinn að taka ákvörðun um að láta bólusetja barnið sitt,“ segir María. „Það fær mann til að velta því fyrir sér af hverju fólk lætur bólusetja yfirleitt. Hvort það sé af því allir geri það,“ bætir hún við. Þá bendir María á að þriðjungur þátttakenda hafi sagst þekkja sjúkdómana lítið sem bólusett er gegn og tveir af hverjum þremur viti lítið um bóluefnin sjálf. María sagði það athyglisvert að 1,9 prósent þátttakenda hafi óttast að bólusetningar gætu leitt til dauðsfalla, 2,3 prósent til floga og 3,2 prósent til einhverfu. Haraldur Briem, settur sótvarnalæknir, segir bólusetningar vera álitnar öruggar. „Svona í stóru myndinni flokkast þær sem öruggar. Ávinningurinn er svo miklu miklu meiri af því heldur en ef þú gerðir það ekki að það er ekki stætt á öðru,“ segir hann. „Það þarf að ná ákveðnu hlutfalli barna sem eru bólusett til að ná hjarðónæmi. Við vitum að það er alltaf ákveðið hlutfall einstaklinga sem alls ekki vill þetta og er á móti þessu og svo eru kannski einhverjir með undirliggjandi sjúkdóma en þá verja allir hinir sem eru bólusettir þessa einstaklinga,“ segir hann. Þá bendir Haraldur á nýlega könnun sem hann og fleiri íslenskir heilbrigðisstarfsmenn unnu þar sem fram kom viðhorf Íslendinga til bólusetninga. Þar kom fram að tíu prósent almennings óttuðust að bólusetningar gætu haft alvarlega afleiðingar á heilsu þeirra sem væru bólusettir. Þátttakendur í könnun Maríu voru 470 og voru 90,5 prósent kvenkyns og 9,5 prósent karlkyns. Þá voru 58,6 prósent þátttakenda á þrítugsaldri og 38,3 prósent á fertugsaldri. Alls bjuggu 78,3 prósent þátttakenda á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Sjötta hvert verðandi foreldri sem tók þátt í nýrri könnun var nokkuð eða mjög ósammála þeirri fullyrðingu að bólusetningar væru öruggar. Þá var álíka stór hópur eða 15,3 prósent ósammála því að bólusetningar væru nauðsynlegar til að vernda heilsu barna. Könnunin var hluti af meistararitgerð Maríu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðings í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Könnunin náði til 470 einstaklinga og var lögð fyrir hópa verðandi foreldra á Facebook. Þrátt fyrir efasemdir hluta þátttakenda um gagnsemi bólusetninga ætluðu 95,3 prósent þeirra engu að síður að láta bólusetja börn sín að fullu. Þá höfðu 3,5 prósent ekki leitt hugann að bólusetningum eða tekið ákvörðun um bólusetningar, 0,4 prósent hugðust ætla að láta bólusetja börn sín að hluta og 0,6 prósent ekki að láta bólusetja börn sín. María segir það hafa komið á óvart hve hlutfall foreldra sem töldu bólusetningar ekki öruggar eða nauðsynlegar hafi verið hátt. „Sérstaklega í ljósi þess að langstærstur meirihlutinn var búinn að taka ákvörðun um að láta bólusetja barnið sitt,“ segir María. „Það fær mann til að velta því fyrir sér af hverju fólk lætur bólusetja yfirleitt. Hvort það sé af því allir geri það,“ bætir hún við. Þá bendir María á að þriðjungur þátttakenda hafi sagst þekkja sjúkdómana lítið sem bólusett er gegn og tveir af hverjum þremur viti lítið um bóluefnin sjálf. María sagði það athyglisvert að 1,9 prósent þátttakenda hafi óttast að bólusetningar gætu leitt til dauðsfalla, 2,3 prósent til floga og 3,2 prósent til einhverfu. Haraldur Briem, settur sótvarnalæknir, segir bólusetningar vera álitnar öruggar. „Svona í stóru myndinni flokkast þær sem öruggar. Ávinningurinn er svo miklu miklu meiri af því heldur en ef þú gerðir það ekki að það er ekki stætt á öðru,“ segir hann. „Það þarf að ná ákveðnu hlutfalli barna sem eru bólusett til að ná hjarðónæmi. Við vitum að það er alltaf ákveðið hlutfall einstaklinga sem alls ekki vill þetta og er á móti þessu og svo eru kannski einhverjir með undirliggjandi sjúkdóma en þá verja allir hinir sem eru bólusettir þessa einstaklinga,“ segir hann. Þá bendir Haraldur á nýlega könnun sem hann og fleiri íslenskir heilbrigðisstarfsmenn unnu þar sem fram kom viðhorf Íslendinga til bólusetninga. Þar kom fram að tíu prósent almennings óttuðust að bólusetningar gætu haft alvarlega afleiðingar á heilsu þeirra sem væru bólusettir. Þátttakendur í könnun Maríu voru 470 og voru 90,5 prósent kvenkyns og 9,5 prósent karlkyns. Þá voru 58,6 prósent þátttakenda á þrítugsaldri og 38,3 prósent á fertugsaldri. Alls bjuggu 78,3 prósent þátttakenda á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira