Ríkisstjórnin taki saman föggur sínar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. mars 2016 07:00 Þrír ráðherrar í ríkisstjórninni tengjast aflandsfélögum. Fréttablaðið/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra eru á lista yfir einstaklinga sem tengjast skattaskjólum eða aflandsfélögum erlendis. „Það er auðvitað alvarlegt mál ef stór hluti úr forystusveit stjórnmálaflokka er að taka þátt í öðrum veruleika en fólkið í landinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir að þetta sýni mikilvægi þess að kanna mál til fulls en vill ekkert fullyrða um hvort lögð verði fram vantrauststillaga.Árni Páll segir að kryfja þurfi málin til mergjar.„Mál geta verið ólík. Þau geta snúið að meðferð opinbers valds og þau geta líka snúið að einkahagsmunum en þau geta líka snúið að trúnaðarbroti gagnvart kjósendum, hvort staðreyndirnar séu annars eðlis en látið var í veðri vaka eða hvort staðreyndum var haldið leyndum,“ segir Árni. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, hefur áður lagt til að stofnuð verði um málið rannsóknarnefnd. Árni Páll útilokar ekki að reynt yrði á slíkt. „Það er eitt sjónarmið ef önnur úrræði sem við höfum duga ekki,“ segir hann. Svandís segir að staðan sem komin sé upp sé óboðleg. Stjórnarandstaðan hittist klukkan tvö í dag til að stilla saman strengi, en ekki séu öll kurl komin til grafar. Spurð hvort þetta auki líkurnar á að vantraust verði lagt fram segir hún að þetta auki líkurnar á að ríkisstjórnin átti sig á því að hún þurfi að taka saman föggur sínar. „Það væri eðlilegast. Ríkisstjórninni er ekki sætt lengur, við þurfum kosningar.“Svandís vill að boðað verði til kosninga.Bjarni Benediktsson keypti fyrir tíu árum fyrir 40 milljónir króna í eignarhaldsfélagi sem hélt utan um kaup á fasteign í Dúbaí. „Ég gerði grein fyrir kaupum á félaginu og niðurlagningu þess gagnvart íslenskum skattyfirvöldum,“ skrifar Bjarni í stöðuuppfærslu á Facebook í gærkvöldi en segist ekki hafa vitað að umrætt félag væri skráð á aflandssvæði á Seychelleseyjum. „Það hafði þó engin áhrif í skattalegu samhengi.“ Árið 2009 var félagið sett í afskráningarferli og Bjarni segist ekki hafa tekið þátt í hlutabréfaviðskiptum síðan hann tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Árið 2006 stofnaði Landsbankinn í Lúxemborg félag utan um hugsanleg viðskipti Tómasar Sigurðssonar, eiginmanns Ólafar Nordal, erlendis. Bankinn var skráður eigandi, Tómas og Ólöf með umboð fyrir félagið. „Það mun vera skýring á því að nöfn okkar eru á umræddum lista,“ segir Ólöf í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Tómas hafi þó aldrei tekið við eignarhaldsfélaginu og félagið aldrei farið í fjárfestingar. Ólöf baðst undan viðtali vegna veikinda og ekki náðist í Bjarna sem er í fríi erlendis. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra eru á lista yfir einstaklinga sem tengjast skattaskjólum eða aflandsfélögum erlendis. „Það er auðvitað alvarlegt mál ef stór hluti úr forystusveit stjórnmálaflokka er að taka þátt í öðrum veruleika en fólkið í landinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir að þetta sýni mikilvægi þess að kanna mál til fulls en vill ekkert fullyrða um hvort lögð verði fram vantrauststillaga.Árni Páll segir að kryfja þurfi málin til mergjar.„Mál geta verið ólík. Þau geta snúið að meðferð opinbers valds og þau geta líka snúið að einkahagsmunum en þau geta líka snúið að trúnaðarbroti gagnvart kjósendum, hvort staðreyndirnar séu annars eðlis en látið var í veðri vaka eða hvort staðreyndum var haldið leyndum,“ segir Árni. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, hefur áður lagt til að stofnuð verði um málið rannsóknarnefnd. Árni Páll útilokar ekki að reynt yrði á slíkt. „Það er eitt sjónarmið ef önnur úrræði sem við höfum duga ekki,“ segir hann. Svandís segir að staðan sem komin sé upp sé óboðleg. Stjórnarandstaðan hittist klukkan tvö í dag til að stilla saman strengi, en ekki séu öll kurl komin til grafar. Spurð hvort þetta auki líkurnar á að vantraust verði lagt fram segir hún að þetta auki líkurnar á að ríkisstjórnin átti sig á því að hún þurfi að taka saman föggur sínar. „Það væri eðlilegast. Ríkisstjórninni er ekki sætt lengur, við þurfum kosningar.“Svandís vill að boðað verði til kosninga.Bjarni Benediktsson keypti fyrir tíu árum fyrir 40 milljónir króna í eignarhaldsfélagi sem hélt utan um kaup á fasteign í Dúbaí. „Ég gerði grein fyrir kaupum á félaginu og niðurlagningu þess gagnvart íslenskum skattyfirvöldum,“ skrifar Bjarni í stöðuuppfærslu á Facebook í gærkvöldi en segist ekki hafa vitað að umrætt félag væri skráð á aflandssvæði á Seychelleseyjum. „Það hafði þó engin áhrif í skattalegu samhengi.“ Árið 2009 var félagið sett í afskráningarferli og Bjarni segist ekki hafa tekið þátt í hlutabréfaviðskiptum síðan hann tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Árið 2006 stofnaði Landsbankinn í Lúxemborg félag utan um hugsanleg viðskipti Tómasar Sigurðssonar, eiginmanns Ólafar Nordal, erlendis. Bankinn var skráður eigandi, Tómas og Ólöf með umboð fyrir félagið. „Það mun vera skýring á því að nöfn okkar eru á umræddum lista,“ segir Ólöf í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Tómas hafi þó aldrei tekið við eignarhaldsfélaginu og félagið aldrei farið í fjárfestingar. Ólöf baðst undan viðtali vegna veikinda og ekki náðist í Bjarna sem er í fríi erlendis.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira