Geir Sveinsson hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp í handbolta en hann var kynntur sem landsliðsþjálfari í dag.
Af sterkustu leikmönnum Íslands eru þeir Alexander Petersson, Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson ekki í hópnum en Geir útskýrði fjarveru þeirra í dag.
„Aron er að spila á föstudaginn og sunnudaginn og missir því af leikjunum. Það er þar að auki gott tækifæri fyrir Ólaf Guðmundsson, sem er að spila vel í Svíþjóð, að fá mínútur með landsliðinu.“
„Það þarf svo ekki að ræða getu Guðjóns Vals. Hann er okkar besti leikmaður og fyrirlið. En fyrir aftan hann eru Stefán Rafn og Bjarki már að slást um stöðuna. Þetta er kjörkomið tækifæri fyrir þá báða.“
Guðjón Valur mun þó koma til Íslands eftir æfingaleikina í Noregi og æfa með liðinu á Íslandi til vikuloka. Alexander Petersson fær hins vegar frí.
„Ástandið á honum er þannig að hann þarf hvíldina. Hann spilar sáralítið með sínu félagsliði og ef við viljum að hann nýtist okkur í framtíðinni er skynsamlegt að gefa honum fríið. Þetta er þar að auki tækifæri fyrir Rúnar Kárason.“
Hér fyrir neðan má sjá landsliðshópinn fyrir leikina gegn Noregi.
Leikirnir eru:
Sunnudagur 3.apríl Ísland – Noregur kl.15.30
Þriðjudagur 5.apríl Ísland – Noregur kl.16.30
Hópurinn er eftirfarandi:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Alaborg
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club
Aðrir leikmenn:
Arnór Atlason, St. Raphael
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Guðmundur Hólmar Helgason, Valur
Guðmundur Árni Ólafsson, Mors Thy Handball
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf
Snorri Steinn Guðjónsson, Nimes
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Tandri Konráðsson, Ricoh HK
Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS
Blaðamannafundur HSÍ var í beinni útsendingu á Vísi en upptöku má honum má sjá í heild sinni hér að neðan.