Málverkum stolið úr nýju galleríi við Skúlagötu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. mars 2016 21:07 Hið nýja gallerí er staðsett þar sem Dominos var áður með verslun í Skúlagötu. Mynd/Samsett „Það hafa einhverjir látið hendur standa frammi úr ermum og verið duglegir um páskana,“ segir listamaðurinn Marteinn Bjarnar Þórðarsson. Sex málverkum var stolið úr nýju sýningarrými hans um páskana. Hann er ótryggður fyrir tjóninu en ætlar sér að stilla upp nýrri sýningu við fyrsta tækifæri. Marteinn og sex aðrir listamenn hafa verið með vinnustofu á efstu hæð Skúlagötu 26. Tóku þau nýlega við húsnæðinu þar sem Domino's var áður með verslun en pizzastaðurinn hefur flutt sig um set yfir götuna. Var ætlunin að setja upp gallerý þar, Gallery Atelier, og var Marteinn búinn að stilla málverkum sínum upp til sýnis í glugga rýmisins. „Ég var sá eini sem var búinn að stilla upp málverkum þarna inni. Ég setti upp útstillingu í gluggann og henni var hreinlega stolið eins og hún leggur sig,“ segir Marteinn í samtali við Vísi. Alls er um sex málverk að ræða, sem sjá má í myndasafninu hér fyrir neðan, og svo virðist sem að hinir bíræfnu þjófar hafi látið greipar sópa á aðfaranótt mánudags. Marteinn segir að tjónið sé fyrst og fremst tilfinningalegt fremur en fjárhagslegt.Mynd/Marteinn Bjarnar Þórðarsson„Ég var búinn að stilla upp myndum í ákveðnu þema sem er forsögulegt sjávarfang. Þetta eru mjög auðþekkjanlegar myndir og frekar leiðinlegt tjón vegna þess að nú er þetta þema bara horfið,“ segir Marteinn. Svo virðist sem að þjófarnir hafi spennt upp dyrnar á rennihurð til þess að koma inn. Marteinn segist hafa nú þegar rætt við lögreglu sem hafi tekið skýrslu og sé kominn í málið. Hann var ótryggður en ætlar sér að setja upp nýja sýningu fljótlega. „Ég er alveg óhræddur við það en ætli maður tryggi myndirnar fyrst. Ég er með annað þema sem ég ætla að stilla upp í glugganum. Það þarf reyndar fyrst að ganga úr skugga um það að ekki hægt að brjótast inn um þessa rennihurð,“ segir Marteinn sem biður þá sem upplýsingar geti haft um myndirnar og afdrif þeirra að hafa samband við lögreglu.Hin stolnu málverk má sjá í myndasafninu hér fyrir neðan.Mynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonEin af þeim myndum sem um ræðir.Mynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar Þórðarsson Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
„Það hafa einhverjir látið hendur standa frammi úr ermum og verið duglegir um páskana,“ segir listamaðurinn Marteinn Bjarnar Þórðarsson. Sex málverkum var stolið úr nýju sýningarrými hans um páskana. Hann er ótryggður fyrir tjóninu en ætlar sér að stilla upp nýrri sýningu við fyrsta tækifæri. Marteinn og sex aðrir listamenn hafa verið með vinnustofu á efstu hæð Skúlagötu 26. Tóku þau nýlega við húsnæðinu þar sem Domino's var áður með verslun en pizzastaðurinn hefur flutt sig um set yfir götuna. Var ætlunin að setja upp gallerý þar, Gallery Atelier, og var Marteinn búinn að stilla málverkum sínum upp til sýnis í glugga rýmisins. „Ég var sá eini sem var búinn að stilla upp málverkum þarna inni. Ég setti upp útstillingu í gluggann og henni var hreinlega stolið eins og hún leggur sig,“ segir Marteinn í samtali við Vísi. Alls er um sex málverk að ræða, sem sjá má í myndasafninu hér fyrir neðan, og svo virðist sem að hinir bíræfnu þjófar hafi látið greipar sópa á aðfaranótt mánudags. Marteinn segir að tjónið sé fyrst og fremst tilfinningalegt fremur en fjárhagslegt.Mynd/Marteinn Bjarnar Þórðarsson„Ég var búinn að stilla upp myndum í ákveðnu þema sem er forsögulegt sjávarfang. Þetta eru mjög auðþekkjanlegar myndir og frekar leiðinlegt tjón vegna þess að nú er þetta þema bara horfið,“ segir Marteinn. Svo virðist sem að þjófarnir hafi spennt upp dyrnar á rennihurð til þess að koma inn. Marteinn segist hafa nú þegar rætt við lögreglu sem hafi tekið skýrslu og sé kominn í málið. Hann var ótryggður en ætlar sér að setja upp nýja sýningu fljótlega. „Ég er alveg óhræddur við það en ætli maður tryggi myndirnar fyrst. Ég er með annað þema sem ég ætla að stilla upp í glugganum. Það þarf reyndar fyrst að ganga úr skugga um það að ekki hægt að brjótast inn um þessa rennihurð,“ segir Marteinn sem biður þá sem upplýsingar geti haft um myndirnar og afdrif þeirra að hafa samband við lögreglu.Hin stolnu málverk má sjá í myndasafninu hér fyrir neðan.Mynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonEin af þeim myndum sem um ræðir.Mynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar Þórðarsson
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira