Tilfinningalegt ofbeldi að hindra umgengni föður og barns Una Sighvatsdóttir skrifar 20. mars 2016 20:00 Stöð2 greindi frá því á dögunum að feður séu þolendur í um 85% svo kallaðra tálmunarmála. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagðist þá vilja sjá slík mál skilgreind sem ofbeldi í endurskoðuðum barnalögum og undir það tók í kjölfarið þingmaður Sjálfstæðisflokks, Brynjar Níelsson. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að til séu málefnalegar ástæður fyrir tímabundinni tálmun, en í fæstum tilvikum sé um það að ræða. „Oft er þetta hreint valdatafl sem bitnar á börnunum og það getum við að sjálfsögðu ekki látið líðast. Þá er stutt í að það verði að líta á þetta sem ofbeldi, tilfinningalegt ofbeldi, gagnvart börnum sem þau geta borið mjög mikinn skaða af.“ „En ég vil ítreka að það gildir ekki um öll mál. Þetta er mjög flókin flóra mála sem spannar heilt litróf svo það er erfitt að setja það allt undir sama hatt, þó því sé ekki að leyna að þessi staða veldur verulegum áhyggjum eins og hún er núna.“Afleitt þegar mál dragast á langinn Barnaverndarkerfið hefur almennt ekki aðkomu að umgengnismálum þótt dæmi séu um að barnavernd grípi inn í erfiðustu málin. Sýslumannsembættin hafa það hlutverk að leiða slík mál til lykta og er reynt til hins ítrasta að gera það með sáttameðferð. Komi til tálmunar eru úrræðin hinsvegar af skornum skammti. Dagsektum er sjaldan beitt og þess eru dæmi að mæður meini börnum að umgangast föður sinn árum saman. „Þess vegna held ég að okkar regluverk þurfi að vera með þeim hætti að unnt sé að grípa inn í slík mál með skjótvirkum hætti. Og það höfum við því miður ekki,“ segir Bragi. „Þrátt fyrir góðar úrbætur á lögum síðustu ár þá þarf að stíga stærri skref í þá veru að hraða verulega allri málsmeðferð í þessum málum, því það er afleitt þegar þessi mál dragast á langinn eins og dæmi eru um.“ Tengdar fréttir Feður 85% þolenda í tálmunarmálum Í miklum meirihluta tálmunarmála eru það feður sem fá ekki að umgangast börnin sín. Þingmaður vill að tálmanir verði skilgreindar í lögum sem ofbeldi gegn börnum. 5. mars 2016 21:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Stöð2 greindi frá því á dögunum að feður séu þolendur í um 85% svo kallaðra tálmunarmála. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagðist þá vilja sjá slík mál skilgreind sem ofbeldi í endurskoðuðum barnalögum og undir það tók í kjölfarið þingmaður Sjálfstæðisflokks, Brynjar Níelsson. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að til séu málefnalegar ástæður fyrir tímabundinni tálmun, en í fæstum tilvikum sé um það að ræða. „Oft er þetta hreint valdatafl sem bitnar á börnunum og það getum við að sjálfsögðu ekki látið líðast. Þá er stutt í að það verði að líta á þetta sem ofbeldi, tilfinningalegt ofbeldi, gagnvart börnum sem þau geta borið mjög mikinn skaða af.“ „En ég vil ítreka að það gildir ekki um öll mál. Þetta er mjög flókin flóra mála sem spannar heilt litróf svo það er erfitt að setja það allt undir sama hatt, þó því sé ekki að leyna að þessi staða veldur verulegum áhyggjum eins og hún er núna.“Afleitt þegar mál dragast á langinn Barnaverndarkerfið hefur almennt ekki aðkomu að umgengnismálum þótt dæmi séu um að barnavernd grípi inn í erfiðustu málin. Sýslumannsembættin hafa það hlutverk að leiða slík mál til lykta og er reynt til hins ítrasta að gera það með sáttameðferð. Komi til tálmunar eru úrræðin hinsvegar af skornum skammti. Dagsektum er sjaldan beitt og þess eru dæmi að mæður meini börnum að umgangast föður sinn árum saman. „Þess vegna held ég að okkar regluverk þurfi að vera með þeim hætti að unnt sé að grípa inn í slík mál með skjótvirkum hætti. Og það höfum við því miður ekki,“ segir Bragi. „Þrátt fyrir góðar úrbætur á lögum síðustu ár þá þarf að stíga stærri skref í þá veru að hraða verulega allri málsmeðferð í þessum málum, því það er afleitt þegar þessi mál dragast á langinn eins og dæmi eru um.“
Tengdar fréttir Feður 85% þolenda í tálmunarmálum Í miklum meirihluta tálmunarmála eru það feður sem fá ekki að umgangast börnin sín. Þingmaður vill að tálmanir verði skilgreindar í lögum sem ofbeldi gegn börnum. 5. mars 2016 21:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Feður 85% þolenda í tálmunarmálum Í miklum meirihluta tálmunarmála eru það feður sem fá ekki að umgangast börnin sín. Þingmaður vill að tálmanir verði skilgreindar í lögum sem ofbeldi gegn börnum. 5. mars 2016 21:00