Borgin treystir á rigninguna Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. mars 2016 19:28 Borgin mun ekki þvo (smúla) húsagötur í ár vegna sparnaðar. „Við búum við þær aðstæður að hér er mjög blautt og hér rignir mikið. Ég held að þessi þvottur skipti kannski ekki sköpum,“ segir Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar þarf að spara 172 milljónir króna vegna aðhalds í rekstri borgarinnar. Sem liður í þessum sparnaði verða götur borgarinnar ekki smúlaðar líkt og undanfarin ár en þær verða sópaðar. Sveitarfélög annast grunnþjónustu á sínu svæði samkvæmt lögum. Flest verkefni sveitarfélaga eru lögbundin, svo sem rekstur leikskóla og grunnskóla, staðbundin félagsþjónusta, brunamál, skipulagsmál og samgöngumál. Hluti af lögbundinni þjónustu sveitarfélaga eru þrif gatna enda er hreint loft og hreinar og greiðfærar götur stór hluti af lífsgæðum íbúa. Á þessu ári verður þvotti (smúlun með vatni) á húsagötum Reykjavíkurborgar hætt. Um er að ræða götur sem hús standa við, eins og nafnið gefur til kynna en ekki breiðgötur. Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur var gert að spara 172 milljónir á þessu ári og þetta er liður í þeim sparnaði. Er þetta ekki skerðing á lögbundinni þjónustu við borgarbúa að þvo ekki göturnar? „Ég myndi ekki líta á þetta þannig. Auðvitað sópum við allar götur og það segir hvergi að við þurfum að þvo þær með vatni. Rigningin hefur yfirleitt hjálpað okkur hér í Reykjavík að halda þeim hreinum. Eins og segi þá munum við meta þetta. Það getur verið að borgin muni koma það illa undan vetri að við ákveðum að þvo göturnar og skera þá niður eitthvað annað í staðinn,“ segir Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Bent hefur verið á að svifryksmengun aukist ef götur eru ekki þvegnar. Hvað segir þú við þá borgarbúa sem hafa áhyggjur af þessu? „Ég skil alveg þessar áhyggjur en við búum við þær aðstæður að hér er mjög blautt og hér rignir mikið. Ég held að þessi þvottur skipti kannski ekki sköpum. En auðvitað hlustum við á raddir borgarbúa og metum þetta. Þetta eru þrjár og hálf milljón króna sem sparast með þessu og það er ekki, ef ég má sletta, make or break fyrir okkur. Við bara metum þetta núna,“ segir Ólöf.Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.365/ÞÞKjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að núverandi meirihluti í borginni vilji helst bara eyða peningum í verkefni sem séu skemmtileg. „Of miklir peningar fara í gæluverkefni sem eru ekki hluti af grunnþjónustu. Nú þegar kreppir að þá kemur það niður á grunnþjónustu, því miður. Auðvitað ætti forgangsröðunin að vera öðruvísi. Við ættum að hugsa um grunnþjónustuna fyrst og síðan að sjá hvort eitthvað er afgangs í gæluverkefnin,“ segir Kjartan. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Borgin mun ekki þvo (smúla) húsagötur í ár vegna sparnaðar. „Við búum við þær aðstæður að hér er mjög blautt og hér rignir mikið. Ég held að þessi þvottur skipti kannski ekki sköpum,“ segir Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar þarf að spara 172 milljónir króna vegna aðhalds í rekstri borgarinnar. Sem liður í þessum sparnaði verða götur borgarinnar ekki smúlaðar líkt og undanfarin ár en þær verða sópaðar. Sveitarfélög annast grunnþjónustu á sínu svæði samkvæmt lögum. Flest verkefni sveitarfélaga eru lögbundin, svo sem rekstur leikskóla og grunnskóla, staðbundin félagsþjónusta, brunamál, skipulagsmál og samgöngumál. Hluti af lögbundinni þjónustu sveitarfélaga eru þrif gatna enda er hreint loft og hreinar og greiðfærar götur stór hluti af lífsgæðum íbúa. Á þessu ári verður þvotti (smúlun með vatni) á húsagötum Reykjavíkurborgar hætt. Um er að ræða götur sem hús standa við, eins og nafnið gefur til kynna en ekki breiðgötur. Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur var gert að spara 172 milljónir á þessu ári og þetta er liður í þeim sparnaði. Er þetta ekki skerðing á lögbundinni þjónustu við borgarbúa að þvo ekki göturnar? „Ég myndi ekki líta á þetta þannig. Auðvitað sópum við allar götur og það segir hvergi að við þurfum að þvo þær með vatni. Rigningin hefur yfirleitt hjálpað okkur hér í Reykjavík að halda þeim hreinum. Eins og segi þá munum við meta þetta. Það getur verið að borgin muni koma það illa undan vetri að við ákveðum að þvo göturnar og skera þá niður eitthvað annað í staðinn,“ segir Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Bent hefur verið á að svifryksmengun aukist ef götur eru ekki þvegnar. Hvað segir þú við þá borgarbúa sem hafa áhyggjur af þessu? „Ég skil alveg þessar áhyggjur en við búum við þær aðstæður að hér er mjög blautt og hér rignir mikið. Ég held að þessi þvottur skipti kannski ekki sköpum. En auðvitað hlustum við á raddir borgarbúa og metum þetta. Þetta eru þrjár og hálf milljón króna sem sparast með þessu og það er ekki, ef ég má sletta, make or break fyrir okkur. Við bara metum þetta núna,“ segir Ólöf.Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.365/ÞÞKjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að núverandi meirihluti í borginni vilji helst bara eyða peningum í verkefni sem séu skemmtileg. „Of miklir peningar fara í gæluverkefni sem eru ekki hluti af grunnþjónustu. Nú þegar kreppir að þá kemur það niður á grunnþjónustu, því miður. Auðvitað ætti forgangsröðunin að vera öðruvísi. Við ættum að hugsa um grunnþjónustuna fyrst og síðan að sjá hvort eitthvað er afgangs í gæluverkefnin,“ segir Kjartan.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira