Borgin treystir á rigninguna Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. mars 2016 19:28 Borgin mun ekki þvo (smúla) húsagötur í ár vegna sparnaðar. „Við búum við þær aðstæður að hér er mjög blautt og hér rignir mikið. Ég held að þessi þvottur skipti kannski ekki sköpum,“ segir Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar þarf að spara 172 milljónir króna vegna aðhalds í rekstri borgarinnar. Sem liður í þessum sparnaði verða götur borgarinnar ekki smúlaðar líkt og undanfarin ár en þær verða sópaðar. Sveitarfélög annast grunnþjónustu á sínu svæði samkvæmt lögum. Flest verkefni sveitarfélaga eru lögbundin, svo sem rekstur leikskóla og grunnskóla, staðbundin félagsþjónusta, brunamál, skipulagsmál og samgöngumál. Hluti af lögbundinni þjónustu sveitarfélaga eru þrif gatna enda er hreint loft og hreinar og greiðfærar götur stór hluti af lífsgæðum íbúa. Á þessu ári verður þvotti (smúlun með vatni) á húsagötum Reykjavíkurborgar hætt. Um er að ræða götur sem hús standa við, eins og nafnið gefur til kynna en ekki breiðgötur. Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur var gert að spara 172 milljónir á þessu ári og þetta er liður í þeim sparnaði. Er þetta ekki skerðing á lögbundinni þjónustu við borgarbúa að þvo ekki göturnar? „Ég myndi ekki líta á þetta þannig. Auðvitað sópum við allar götur og það segir hvergi að við þurfum að þvo þær með vatni. Rigningin hefur yfirleitt hjálpað okkur hér í Reykjavík að halda þeim hreinum. Eins og segi þá munum við meta þetta. Það getur verið að borgin muni koma það illa undan vetri að við ákveðum að þvo göturnar og skera þá niður eitthvað annað í staðinn,“ segir Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Bent hefur verið á að svifryksmengun aukist ef götur eru ekki þvegnar. Hvað segir þú við þá borgarbúa sem hafa áhyggjur af þessu? „Ég skil alveg þessar áhyggjur en við búum við þær aðstæður að hér er mjög blautt og hér rignir mikið. Ég held að þessi þvottur skipti kannski ekki sköpum. En auðvitað hlustum við á raddir borgarbúa og metum þetta. Þetta eru þrjár og hálf milljón króna sem sparast með þessu og það er ekki, ef ég má sletta, make or break fyrir okkur. Við bara metum þetta núna,“ segir Ólöf.Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.365/ÞÞKjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að núverandi meirihluti í borginni vilji helst bara eyða peningum í verkefni sem séu skemmtileg. „Of miklir peningar fara í gæluverkefni sem eru ekki hluti af grunnþjónustu. Nú þegar kreppir að þá kemur það niður á grunnþjónustu, því miður. Auðvitað ætti forgangsröðunin að vera öðruvísi. Við ættum að hugsa um grunnþjónustuna fyrst og síðan að sjá hvort eitthvað er afgangs í gæluverkefnin,“ segir Kjartan. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Borgin mun ekki þvo (smúla) húsagötur í ár vegna sparnaðar. „Við búum við þær aðstæður að hér er mjög blautt og hér rignir mikið. Ég held að þessi þvottur skipti kannski ekki sköpum,“ segir Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar þarf að spara 172 milljónir króna vegna aðhalds í rekstri borgarinnar. Sem liður í þessum sparnaði verða götur borgarinnar ekki smúlaðar líkt og undanfarin ár en þær verða sópaðar. Sveitarfélög annast grunnþjónustu á sínu svæði samkvæmt lögum. Flest verkefni sveitarfélaga eru lögbundin, svo sem rekstur leikskóla og grunnskóla, staðbundin félagsþjónusta, brunamál, skipulagsmál og samgöngumál. Hluti af lögbundinni þjónustu sveitarfélaga eru þrif gatna enda er hreint loft og hreinar og greiðfærar götur stór hluti af lífsgæðum íbúa. Á þessu ári verður þvotti (smúlun með vatni) á húsagötum Reykjavíkurborgar hætt. Um er að ræða götur sem hús standa við, eins og nafnið gefur til kynna en ekki breiðgötur. Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur var gert að spara 172 milljónir á þessu ári og þetta er liður í þeim sparnaði. Er þetta ekki skerðing á lögbundinni þjónustu við borgarbúa að þvo ekki göturnar? „Ég myndi ekki líta á þetta þannig. Auðvitað sópum við allar götur og það segir hvergi að við þurfum að þvo þær með vatni. Rigningin hefur yfirleitt hjálpað okkur hér í Reykjavík að halda þeim hreinum. Eins og segi þá munum við meta þetta. Það getur verið að borgin muni koma það illa undan vetri að við ákveðum að þvo göturnar og skera þá niður eitthvað annað í staðinn,“ segir Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Bent hefur verið á að svifryksmengun aukist ef götur eru ekki þvegnar. Hvað segir þú við þá borgarbúa sem hafa áhyggjur af þessu? „Ég skil alveg þessar áhyggjur en við búum við þær aðstæður að hér er mjög blautt og hér rignir mikið. Ég held að þessi þvottur skipti kannski ekki sköpum. En auðvitað hlustum við á raddir borgarbúa og metum þetta. Þetta eru þrjár og hálf milljón króna sem sparast með þessu og það er ekki, ef ég má sletta, make or break fyrir okkur. Við bara metum þetta núna,“ segir Ólöf.Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.365/ÞÞKjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að núverandi meirihluti í borginni vilji helst bara eyða peningum í verkefni sem séu skemmtileg. „Of miklir peningar fara í gæluverkefni sem eru ekki hluti af grunnþjónustu. Nú þegar kreppir að þá kemur það niður á grunnþjónustu, því miður. Auðvitað ætti forgangsröðunin að vera öðruvísi. Við ættum að hugsa um grunnþjónustuna fyrst og síðan að sjá hvort eitthvað er afgangs í gæluverkefnin,“ segir Kjartan.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira