Alvarleg staða blasir við leikskólum í Reykjavík vegna niðurskurðar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. mars 2016 21:03 Leikskólastjórnendur segja nær ómögulegt að spara jafn mikið á þessu ári og borgin vill. Búið sé að skera allt niður sem hægt er í starfi skólanna. Til enn frekari sparnaðar sjá þeir fram á að þurfa að senda börnin heim þá daga sem er undirmannað. Tæpir tveir mánuðir eru síðan borgarstjórn samþykkti að skera niður fjármagn til skóla- og frístundasviðs næstu tvö árin. Strax á þessu ári er gerð krafa um að 670 milljóna króna hagræðingu verði náð fram. Þessi ákvörðun borgarstjórnar leggst illa í leikskólastjórnendur sem hafa síðustu vikurnar legið yfir rekstri skóla sinna og reynt að finna leiðir til að spara. „Þegar ég er að vinna í fjármálauppgjörinu einu sinni í mánuði þá hellist yfir mig: Nú hætti ég,“ segir Jónína Lárusdóttir, leikskólastjóri í Klömbrum. Krafan um hagræðingu á þessu ári kemur sérstaklega illa við leikskólana þar sem nýjar reglur gera ráð fyrir að reksturinn geti verið í mínus í byrjun árs þar sem halli færist á milli ára. Jónína segir sinn rekstur hafa verið í tæpum tveimur milljónum í mínus í byrjun árs. Svo sé gerð krafa um að hún spari hátt í milljón. Hún hefur þrjátíu ára reynslu sem leikskólastjóri og segir nær ómögulegt að spara jafn mikið og borgin vill. Það sem ég sé að ég mun gera að ég mun senda börnin heim þegar það eru veikindi. Hún segir kostnaðarsamt fyrir leikskólana að kalla út fólk vegna veikinda eða frídaga. Í dag voru fjórir starfsmenn til að mynda veikir og nokkrir í fríi. „Ef við sendum þau heim erum við ekki að skerða þjónustu við börnin. Það lendir á foreldrum kannski sem þurfa að taka sér frí úr vinnu.“ Leikskólastjórnendur í Reykjavík sjá almennt ekki hvernig þeir geti sparað jafn mikið og borgin vill. Þeir eru flestir uggandi yfir ákvörðun borgarinnar. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar sagði í samtali við fréttastofu að hann hefur skilning á áhyggjum leikskólastjórnenda. Verið væri að kanna hvaða leiðir verði farnar til að ná fram sparnaði. Til að mynda sé hægt aðstoða leikskólana við að gera hagkvæmari innkaup og hægt sé að fara í útboð við kaup á hreinsisvörum, pappír og matvörum. Jónína segir að fyrst að það þurfi að spara sé æskilegast að stytta opnunartíma eða sumarfrí. Slíkt komi ekki niður á þjónustu við börnin en stjórnendur borgarinnar vilji ekki fara slíkar leiðir. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Leikskólastjórnendur segja nær ómögulegt að spara jafn mikið á þessu ári og borgin vill. Búið sé að skera allt niður sem hægt er í starfi skólanna. Til enn frekari sparnaðar sjá þeir fram á að þurfa að senda börnin heim þá daga sem er undirmannað. Tæpir tveir mánuðir eru síðan borgarstjórn samþykkti að skera niður fjármagn til skóla- og frístundasviðs næstu tvö árin. Strax á þessu ári er gerð krafa um að 670 milljóna króna hagræðingu verði náð fram. Þessi ákvörðun borgarstjórnar leggst illa í leikskólastjórnendur sem hafa síðustu vikurnar legið yfir rekstri skóla sinna og reynt að finna leiðir til að spara. „Þegar ég er að vinna í fjármálauppgjörinu einu sinni í mánuði þá hellist yfir mig: Nú hætti ég,“ segir Jónína Lárusdóttir, leikskólastjóri í Klömbrum. Krafan um hagræðingu á þessu ári kemur sérstaklega illa við leikskólana þar sem nýjar reglur gera ráð fyrir að reksturinn geti verið í mínus í byrjun árs þar sem halli færist á milli ára. Jónína segir sinn rekstur hafa verið í tæpum tveimur milljónum í mínus í byrjun árs. Svo sé gerð krafa um að hún spari hátt í milljón. Hún hefur þrjátíu ára reynslu sem leikskólastjóri og segir nær ómögulegt að spara jafn mikið og borgin vill. Það sem ég sé að ég mun gera að ég mun senda börnin heim þegar það eru veikindi. Hún segir kostnaðarsamt fyrir leikskólana að kalla út fólk vegna veikinda eða frídaga. Í dag voru fjórir starfsmenn til að mynda veikir og nokkrir í fríi. „Ef við sendum þau heim erum við ekki að skerða þjónustu við börnin. Það lendir á foreldrum kannski sem þurfa að taka sér frí úr vinnu.“ Leikskólastjórnendur í Reykjavík sjá almennt ekki hvernig þeir geti sparað jafn mikið og borgin vill. Þeir eru flestir uggandi yfir ákvörðun borgarinnar. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar sagði í samtali við fréttastofu að hann hefur skilning á áhyggjum leikskólastjórnenda. Verið væri að kanna hvaða leiðir verði farnar til að ná fram sparnaði. Til að mynda sé hægt aðstoða leikskólana við að gera hagkvæmari innkaup og hægt sé að fara í útboð við kaup á hreinsisvörum, pappír og matvörum. Jónína segir að fyrst að það þurfi að spara sé æskilegast að stytta opnunartíma eða sumarfrí. Slíkt komi ekki niður á þjónustu við börnin en stjórnendur borgarinnar vilji ekki fara slíkar leiðir.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira