Alvarleg staða blasir við leikskólum í Reykjavík vegna niðurskurðar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. mars 2016 21:03 Leikskólastjórnendur segja nær ómögulegt að spara jafn mikið á þessu ári og borgin vill. Búið sé að skera allt niður sem hægt er í starfi skólanna. Til enn frekari sparnaðar sjá þeir fram á að þurfa að senda börnin heim þá daga sem er undirmannað. Tæpir tveir mánuðir eru síðan borgarstjórn samþykkti að skera niður fjármagn til skóla- og frístundasviðs næstu tvö árin. Strax á þessu ári er gerð krafa um að 670 milljóna króna hagræðingu verði náð fram. Þessi ákvörðun borgarstjórnar leggst illa í leikskólastjórnendur sem hafa síðustu vikurnar legið yfir rekstri skóla sinna og reynt að finna leiðir til að spara. „Þegar ég er að vinna í fjármálauppgjörinu einu sinni í mánuði þá hellist yfir mig: Nú hætti ég,“ segir Jónína Lárusdóttir, leikskólastjóri í Klömbrum. Krafan um hagræðingu á þessu ári kemur sérstaklega illa við leikskólana þar sem nýjar reglur gera ráð fyrir að reksturinn geti verið í mínus í byrjun árs þar sem halli færist á milli ára. Jónína segir sinn rekstur hafa verið í tæpum tveimur milljónum í mínus í byrjun árs. Svo sé gerð krafa um að hún spari hátt í milljón. Hún hefur þrjátíu ára reynslu sem leikskólastjóri og segir nær ómögulegt að spara jafn mikið og borgin vill. Það sem ég sé að ég mun gera að ég mun senda börnin heim þegar það eru veikindi. Hún segir kostnaðarsamt fyrir leikskólana að kalla út fólk vegna veikinda eða frídaga. Í dag voru fjórir starfsmenn til að mynda veikir og nokkrir í fríi. „Ef við sendum þau heim erum við ekki að skerða þjónustu við börnin. Það lendir á foreldrum kannski sem þurfa að taka sér frí úr vinnu.“ Leikskólastjórnendur í Reykjavík sjá almennt ekki hvernig þeir geti sparað jafn mikið og borgin vill. Þeir eru flestir uggandi yfir ákvörðun borgarinnar. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar sagði í samtali við fréttastofu að hann hefur skilning á áhyggjum leikskólastjórnenda. Verið væri að kanna hvaða leiðir verði farnar til að ná fram sparnaði. Til að mynda sé hægt aðstoða leikskólana við að gera hagkvæmari innkaup og hægt sé að fara í útboð við kaup á hreinsisvörum, pappír og matvörum. Jónína segir að fyrst að það þurfi að spara sé æskilegast að stytta opnunartíma eða sumarfrí. Slíkt komi ekki niður á þjónustu við börnin en stjórnendur borgarinnar vilji ekki fara slíkar leiðir. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Leikskólastjórnendur segja nær ómögulegt að spara jafn mikið á þessu ári og borgin vill. Búið sé að skera allt niður sem hægt er í starfi skólanna. Til enn frekari sparnaðar sjá þeir fram á að þurfa að senda börnin heim þá daga sem er undirmannað. Tæpir tveir mánuðir eru síðan borgarstjórn samþykkti að skera niður fjármagn til skóla- og frístundasviðs næstu tvö árin. Strax á þessu ári er gerð krafa um að 670 milljóna króna hagræðingu verði náð fram. Þessi ákvörðun borgarstjórnar leggst illa í leikskólastjórnendur sem hafa síðustu vikurnar legið yfir rekstri skóla sinna og reynt að finna leiðir til að spara. „Þegar ég er að vinna í fjármálauppgjörinu einu sinni í mánuði þá hellist yfir mig: Nú hætti ég,“ segir Jónína Lárusdóttir, leikskólastjóri í Klömbrum. Krafan um hagræðingu á þessu ári kemur sérstaklega illa við leikskólana þar sem nýjar reglur gera ráð fyrir að reksturinn geti verið í mínus í byrjun árs þar sem halli færist á milli ára. Jónína segir sinn rekstur hafa verið í tæpum tveimur milljónum í mínus í byrjun árs. Svo sé gerð krafa um að hún spari hátt í milljón. Hún hefur þrjátíu ára reynslu sem leikskólastjóri og segir nær ómögulegt að spara jafn mikið og borgin vill. Það sem ég sé að ég mun gera að ég mun senda börnin heim þegar það eru veikindi. Hún segir kostnaðarsamt fyrir leikskólana að kalla út fólk vegna veikinda eða frídaga. Í dag voru fjórir starfsmenn til að mynda veikir og nokkrir í fríi. „Ef við sendum þau heim erum við ekki að skerða þjónustu við börnin. Það lendir á foreldrum kannski sem þurfa að taka sér frí úr vinnu.“ Leikskólastjórnendur í Reykjavík sjá almennt ekki hvernig þeir geti sparað jafn mikið og borgin vill. Þeir eru flestir uggandi yfir ákvörðun borgarinnar. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar sagði í samtali við fréttastofu að hann hefur skilning á áhyggjum leikskólastjórnenda. Verið væri að kanna hvaða leiðir verði farnar til að ná fram sparnaði. Til að mynda sé hægt aðstoða leikskólana við að gera hagkvæmari innkaup og hægt sé að fara í útboð við kaup á hreinsisvörum, pappír og matvörum. Jónína segir að fyrst að það þurfi að spara sé æskilegast að stytta opnunartíma eða sumarfrí. Slíkt komi ekki niður á þjónustu við börnin en stjórnendur borgarinnar vilji ekki fara slíkar leiðir.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira