Rússneskir vopnaframleiðendur græða á tá og fingri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2016 23:38 Vladimir Pútín hefur lagt áherslu á að auka sölu á rússnesku vopnum. Mynd/AFP Opinber markmið yfirvalda í Rússlandi með þáttöku rússneska hersins í átökunum í Sýrlandi voru þau að berjast gegn hryðjuverkum og styðja við bakið á stjórn Bashar-al Assad Sýrlandsforseta. Hliðarafurð þáttökunnar er þó sú að rússneskir vopnaframleiðendur græða á tá og fingri. Vladimir Pútin Rússlandsforseti heimsótti í dag nýja ríkisrekna vopnaverksmiðju og talaði þar fjálglega um hversu mikið rússneskir vopnaframleiðendur hefðu grætt á átökunum í Sýrlandi. Sagði hann að útflutningur rússneskra vopna hafi verið virði 14,5 milljarða bandaríkjadollara, mun betra en búist var við. Þá sagði hann að tekið hefði verið á móti pöntunum frá erlendum aðilum fyrir 56 milljarða dollara. Rússar hófu þáttöku sína í átökunum í Sýrlandi 30. september á síðasta ári en hafa dregið herlið sitt til baka eftir um fimm mánuði. Sagði Pútín að markmiðum með þáttöku rússneska hersins í átökunum í Sýrlandi hefði verið náð. Su-35 þota frá Rússlandi, ein helsta útflutningsvaran.Vísir/GettyKína, Víetnam og Pakistan helstu viðskiptavinir Sérfræðingar telja að talan sem Pútín nefndi varðandi útflutning rússneskra vopna sé öllu lægri eða 7.6 milljarðar. Þrátt fyrir það er ljóst að rússneska ríkið hagnast mikið á vopnaframleiðslu. Fyrirtækin sem framleiða vopn eru oftar en ekki í ríkiseigu og er talið að kostnaður ríkisins vegna þeirra nemi um 500-900 milljónum dollara. Alsír, Kína, Egyptaland, Íran, Víetnam og Pakistan eru helstu kaupendur vopna frá Rússlandi og stefnt er að því að komast betur inn á markaði í Afríku, S-Ameríku og Mið-austurlöndum. Rússneskar herþotur á borð við Su-35 og Su-32 eru vinsæl auk hinna glænýju Mi-28n þyrlna sem notaðar voru með góðum árangri í Sýrlandi. Frá því að Pútin sneri aftur í forsetaembætti árið 2011 hefur hann lofað að auka útflutning á rússneskum vopnum og að koma Rússlandi aftur á hæsta stall sem vopnaframleiðandi í heiminu. Svo virðist sem að það sé að takast en viðskipti Rússa með rússnesk vopn hafa aukist um 28 prósent samkvæmt tölum frá SIPRI, Alþjóðlegu friðarrannsóknarstofnunni í Stokkhólmi. Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Segja herinn undirbúa árásir þrátt fyrir vopnahlé Uppreisnarmenn segja að vopnahléið í Sýrlandi muni ekki standa láti herinn og bandamenn þeirra ekki af hátterni sínu. 4. mars 2016 15:48 Friðarsamkomulag upp á von og óvon Stefnt er að vopnahléi í Sýrlandi eftir eina viku og kosningum eftir 18 mánuði. Uppreisnarmenn hafa litla trú á samkomulaginu og Assad forseti segist staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Enn á eftir að fá samþykki frá b 13. febrúar 2016 07:00 Sýrlenski herinn sækir frá Palmyra Her ríkisstjórnar Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, auk flughers Rússa, sækir nú að vígamönnum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki frá borginni Palmyra sem Sýrlandsher hertók á sunnudag. Áður höfðu sveitir Íslamska ríkisins farið með völdin í borginni mánuðum saman og brotið þar niður fornminjar og hof. 29. mars 2016 06:00 Pútin skipar hernum að yfirgefa Sýrland Segir markmið hernaðaríhlutunarinnar hafa náðst. 14. mars 2016 17:58 Ætlar að ná öllu Sýrlandi á sitt vald á ný Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. 12. febrúar 2016 22:59 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Opinber markmið yfirvalda í Rússlandi með þáttöku rússneska hersins í átökunum í Sýrlandi voru þau að berjast gegn hryðjuverkum og styðja við bakið á stjórn Bashar-al Assad Sýrlandsforseta. Hliðarafurð þáttökunnar er þó sú að rússneskir vopnaframleiðendur græða á tá og fingri. Vladimir Pútin Rússlandsforseti heimsótti í dag nýja ríkisrekna vopnaverksmiðju og talaði þar fjálglega um hversu mikið rússneskir vopnaframleiðendur hefðu grætt á átökunum í Sýrlandi. Sagði hann að útflutningur rússneskra vopna hafi verið virði 14,5 milljarða bandaríkjadollara, mun betra en búist var við. Þá sagði hann að tekið hefði verið á móti pöntunum frá erlendum aðilum fyrir 56 milljarða dollara. Rússar hófu þáttöku sína í átökunum í Sýrlandi 30. september á síðasta ári en hafa dregið herlið sitt til baka eftir um fimm mánuði. Sagði Pútín að markmiðum með þáttöku rússneska hersins í átökunum í Sýrlandi hefði verið náð. Su-35 þota frá Rússlandi, ein helsta útflutningsvaran.Vísir/GettyKína, Víetnam og Pakistan helstu viðskiptavinir Sérfræðingar telja að talan sem Pútín nefndi varðandi útflutning rússneskra vopna sé öllu lægri eða 7.6 milljarðar. Þrátt fyrir það er ljóst að rússneska ríkið hagnast mikið á vopnaframleiðslu. Fyrirtækin sem framleiða vopn eru oftar en ekki í ríkiseigu og er talið að kostnaður ríkisins vegna þeirra nemi um 500-900 milljónum dollara. Alsír, Kína, Egyptaland, Íran, Víetnam og Pakistan eru helstu kaupendur vopna frá Rússlandi og stefnt er að því að komast betur inn á markaði í Afríku, S-Ameríku og Mið-austurlöndum. Rússneskar herþotur á borð við Su-35 og Su-32 eru vinsæl auk hinna glænýju Mi-28n þyrlna sem notaðar voru með góðum árangri í Sýrlandi. Frá því að Pútin sneri aftur í forsetaembætti árið 2011 hefur hann lofað að auka útflutning á rússneskum vopnum og að koma Rússlandi aftur á hæsta stall sem vopnaframleiðandi í heiminu. Svo virðist sem að það sé að takast en viðskipti Rússa með rússnesk vopn hafa aukist um 28 prósent samkvæmt tölum frá SIPRI, Alþjóðlegu friðarrannsóknarstofnunni í Stokkhólmi.
Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Segja herinn undirbúa árásir þrátt fyrir vopnahlé Uppreisnarmenn segja að vopnahléið í Sýrlandi muni ekki standa láti herinn og bandamenn þeirra ekki af hátterni sínu. 4. mars 2016 15:48 Friðarsamkomulag upp á von og óvon Stefnt er að vopnahléi í Sýrlandi eftir eina viku og kosningum eftir 18 mánuði. Uppreisnarmenn hafa litla trú á samkomulaginu og Assad forseti segist staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Enn á eftir að fá samþykki frá b 13. febrúar 2016 07:00 Sýrlenski herinn sækir frá Palmyra Her ríkisstjórnar Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, auk flughers Rússa, sækir nú að vígamönnum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki frá borginni Palmyra sem Sýrlandsher hertók á sunnudag. Áður höfðu sveitir Íslamska ríkisins farið með völdin í borginni mánuðum saman og brotið þar niður fornminjar og hof. 29. mars 2016 06:00 Pútin skipar hernum að yfirgefa Sýrland Segir markmið hernaðaríhlutunarinnar hafa náðst. 14. mars 2016 17:58 Ætlar að ná öllu Sýrlandi á sitt vald á ný Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. 12. febrúar 2016 22:59 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09
Segja herinn undirbúa árásir þrátt fyrir vopnahlé Uppreisnarmenn segja að vopnahléið í Sýrlandi muni ekki standa láti herinn og bandamenn þeirra ekki af hátterni sínu. 4. mars 2016 15:48
Friðarsamkomulag upp á von og óvon Stefnt er að vopnahléi í Sýrlandi eftir eina viku og kosningum eftir 18 mánuði. Uppreisnarmenn hafa litla trú á samkomulaginu og Assad forseti segist staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Enn á eftir að fá samþykki frá b 13. febrúar 2016 07:00
Sýrlenski herinn sækir frá Palmyra Her ríkisstjórnar Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, auk flughers Rússa, sækir nú að vígamönnum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki frá borginni Palmyra sem Sýrlandsher hertók á sunnudag. Áður höfðu sveitir Íslamska ríkisins farið með völdin í borginni mánuðum saman og brotið þar niður fornminjar og hof. 29. mars 2016 06:00
Pútin skipar hernum að yfirgefa Sýrland Segir markmið hernaðaríhlutunarinnar hafa náðst. 14. mars 2016 17:58
Ætlar að ná öllu Sýrlandi á sitt vald á ný Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. 12. febrúar 2016 22:59