Kaup á lyfjum á netinu gerð öruggari með nýrri reglugerð Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. mars 2016 11:00 Mjög erfitt getur verið að greina mun á umbúðum falsaðra lyfja og löglegra lyfja, að því er segir á vef Lyfjastofnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Frá og með 1. júlí verður auðveldara fyrir þá sem kaup lyf á netinu innan Evrópusambandsins að vita hverjir hafa leyfi til sölu á lyfjunum. Tekið verður í notkun sérstakt tákn sem verður á vefsíðum vottaðra seljenda og lyfjastofnana viðkomandi landa. „Það er verið að innleiða nýja reglugerð um fölsuð lyf sem gera á dreifingarkeðjuna á lyfjum öruggari. Það á eftir innleiða hana hér á landi þótt búið sé að taka hana inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Við erum búin að gera okkur klár til að birta lista á okkar heimasíðu yfir löglega seljendur lyfja á netinu þegar reglugerðin hefur verið innleidd hér,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Hún getur þess að reglugerðin hafi verið sett í kjölfar mikils átaks vegna sölu falsaðra lyfja. „Einn þátturinn í að tryggja öryggið er að aðilar séu vottaðir.“ Neytendur á Íslandi geta nú flutt inn 100 daga skammt af lyfseðilsskyldum lyfjum í gegnum apótek á Norðurlöndum eða frá seljendum á Evrópska efnahagssvæðinu,EES, að því er Rúna greinir frá. Hún kveðst ekki vita um umfang kaupa lyfja hingað frá útlöndum. „En við erum í samstarfi og samráði við Póstinn og tollayfirvöld og erum stundum kölluð til ef skera þarf úr um hvort um lyf sé að ræða eða 100 daga skammt.“ Kaupendur lyfja erlendis frá eru í sumum tilfellum útlendingar sem eru búsettir hér í stuttan tíma. „Þeir eru kannski hjá lækni erlendis. Þetta er orðið svo alþjóðlegt samfélag,“ tekur Rúna fram. Engin íslensk vefverslun eða vefsíða á samskiptamiðlum hefur leyfi Lyfjastofnunar til að selja lyf."Einn þátturinn í að tryggja öryggið er að aðilar séu vottaðir," segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.MYND/ARNALDUR HALLDÓRSSONÁ vefsíðu Lyfjastofnunar er bent á að áhætta fylgi því að kaupa lyf frá þeim sem ekki uppfylli gæðakröfur sem gerðar eru til framleiðenda lyfja. Að gefnu tilefni bendir Lyfjastofnun á að sala lyfja á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum auk söluvefja á netinu svo sem Bland.is, sé með öllu óheimil. Dæmi séu um að framleiðendur ólöglegra lyfja líki eftir löglegum lyfjaumbúðum. Algjörlega óvíst sé þess vegna hvaða efni eru í slíkri vöru og í hvaða magni efnin eru. Mjög erfitt geti verið að greina mun á umbúðum falsaðra lyfja og löglegra lyfja. Ísland hefur frá 2010 tekið þátt í árlegum aðgerðum Interpol, Europol og Alþjóðatollasamvinnuráðsins sem stefnt er gegn fölsuðum og ólöglegum lyfjum. Þúsundum vefsíðna um allan heim, þar sem stunduð er ólögleg lyfsala, hefur verið lokað. Þungir dómar hafa fallið í lyfjafölsunarmálum, t.d. Bretlandi, að því er segir á vef Lyfjastofnunar. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Frá og með 1. júlí verður auðveldara fyrir þá sem kaup lyf á netinu innan Evrópusambandsins að vita hverjir hafa leyfi til sölu á lyfjunum. Tekið verður í notkun sérstakt tákn sem verður á vefsíðum vottaðra seljenda og lyfjastofnana viðkomandi landa. „Það er verið að innleiða nýja reglugerð um fölsuð lyf sem gera á dreifingarkeðjuna á lyfjum öruggari. Það á eftir innleiða hana hér á landi þótt búið sé að taka hana inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Við erum búin að gera okkur klár til að birta lista á okkar heimasíðu yfir löglega seljendur lyfja á netinu þegar reglugerðin hefur verið innleidd hér,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Hún getur þess að reglugerðin hafi verið sett í kjölfar mikils átaks vegna sölu falsaðra lyfja. „Einn þátturinn í að tryggja öryggið er að aðilar séu vottaðir.“ Neytendur á Íslandi geta nú flutt inn 100 daga skammt af lyfseðilsskyldum lyfjum í gegnum apótek á Norðurlöndum eða frá seljendum á Evrópska efnahagssvæðinu,EES, að því er Rúna greinir frá. Hún kveðst ekki vita um umfang kaupa lyfja hingað frá útlöndum. „En við erum í samstarfi og samráði við Póstinn og tollayfirvöld og erum stundum kölluð til ef skera þarf úr um hvort um lyf sé að ræða eða 100 daga skammt.“ Kaupendur lyfja erlendis frá eru í sumum tilfellum útlendingar sem eru búsettir hér í stuttan tíma. „Þeir eru kannski hjá lækni erlendis. Þetta er orðið svo alþjóðlegt samfélag,“ tekur Rúna fram. Engin íslensk vefverslun eða vefsíða á samskiptamiðlum hefur leyfi Lyfjastofnunar til að selja lyf."Einn þátturinn í að tryggja öryggið er að aðilar séu vottaðir," segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.MYND/ARNALDUR HALLDÓRSSONÁ vefsíðu Lyfjastofnunar er bent á að áhætta fylgi því að kaupa lyf frá þeim sem ekki uppfylli gæðakröfur sem gerðar eru til framleiðenda lyfja. Að gefnu tilefni bendir Lyfjastofnun á að sala lyfja á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum auk söluvefja á netinu svo sem Bland.is, sé með öllu óheimil. Dæmi séu um að framleiðendur ólöglegra lyfja líki eftir löglegum lyfjaumbúðum. Algjörlega óvíst sé þess vegna hvaða efni eru í slíkri vöru og í hvaða magni efnin eru. Mjög erfitt geti verið að greina mun á umbúðum falsaðra lyfja og löglegra lyfja. Ísland hefur frá 2010 tekið þátt í árlegum aðgerðum Interpol, Europol og Alþjóðatollasamvinnuráðsins sem stefnt er gegn fölsuðum og ólöglegum lyfjum. Þúsundum vefsíðna um allan heim, þar sem stunduð er ólögleg lyfsala, hefur verið lokað. Þungir dómar hafa fallið í lyfjafölsunarmálum, t.d. Bretlandi, að því er segir á vef Lyfjastofnunar.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira