Kaup á lyfjum á netinu gerð öruggari með nýrri reglugerð Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. mars 2016 11:00 Mjög erfitt getur verið að greina mun á umbúðum falsaðra lyfja og löglegra lyfja, að því er segir á vef Lyfjastofnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Frá og með 1. júlí verður auðveldara fyrir þá sem kaup lyf á netinu innan Evrópusambandsins að vita hverjir hafa leyfi til sölu á lyfjunum. Tekið verður í notkun sérstakt tákn sem verður á vefsíðum vottaðra seljenda og lyfjastofnana viðkomandi landa. „Það er verið að innleiða nýja reglugerð um fölsuð lyf sem gera á dreifingarkeðjuna á lyfjum öruggari. Það á eftir innleiða hana hér á landi þótt búið sé að taka hana inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Við erum búin að gera okkur klár til að birta lista á okkar heimasíðu yfir löglega seljendur lyfja á netinu þegar reglugerðin hefur verið innleidd hér,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Hún getur þess að reglugerðin hafi verið sett í kjölfar mikils átaks vegna sölu falsaðra lyfja. „Einn þátturinn í að tryggja öryggið er að aðilar séu vottaðir.“ Neytendur á Íslandi geta nú flutt inn 100 daga skammt af lyfseðilsskyldum lyfjum í gegnum apótek á Norðurlöndum eða frá seljendum á Evrópska efnahagssvæðinu,EES, að því er Rúna greinir frá. Hún kveðst ekki vita um umfang kaupa lyfja hingað frá útlöndum. „En við erum í samstarfi og samráði við Póstinn og tollayfirvöld og erum stundum kölluð til ef skera þarf úr um hvort um lyf sé að ræða eða 100 daga skammt.“ Kaupendur lyfja erlendis frá eru í sumum tilfellum útlendingar sem eru búsettir hér í stuttan tíma. „Þeir eru kannski hjá lækni erlendis. Þetta er orðið svo alþjóðlegt samfélag,“ tekur Rúna fram. Engin íslensk vefverslun eða vefsíða á samskiptamiðlum hefur leyfi Lyfjastofnunar til að selja lyf."Einn þátturinn í að tryggja öryggið er að aðilar séu vottaðir," segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.MYND/ARNALDUR HALLDÓRSSONÁ vefsíðu Lyfjastofnunar er bent á að áhætta fylgi því að kaupa lyf frá þeim sem ekki uppfylli gæðakröfur sem gerðar eru til framleiðenda lyfja. Að gefnu tilefni bendir Lyfjastofnun á að sala lyfja á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum auk söluvefja á netinu svo sem Bland.is, sé með öllu óheimil. Dæmi séu um að framleiðendur ólöglegra lyfja líki eftir löglegum lyfjaumbúðum. Algjörlega óvíst sé þess vegna hvaða efni eru í slíkri vöru og í hvaða magni efnin eru. Mjög erfitt geti verið að greina mun á umbúðum falsaðra lyfja og löglegra lyfja. Ísland hefur frá 2010 tekið þátt í árlegum aðgerðum Interpol, Europol og Alþjóðatollasamvinnuráðsins sem stefnt er gegn fölsuðum og ólöglegum lyfjum. Þúsundum vefsíðna um allan heim, þar sem stunduð er ólögleg lyfsala, hefur verið lokað. Þungir dómar hafa fallið í lyfjafölsunarmálum, t.d. Bretlandi, að því er segir á vef Lyfjastofnunar. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Frá og með 1. júlí verður auðveldara fyrir þá sem kaup lyf á netinu innan Evrópusambandsins að vita hverjir hafa leyfi til sölu á lyfjunum. Tekið verður í notkun sérstakt tákn sem verður á vefsíðum vottaðra seljenda og lyfjastofnana viðkomandi landa. „Það er verið að innleiða nýja reglugerð um fölsuð lyf sem gera á dreifingarkeðjuna á lyfjum öruggari. Það á eftir innleiða hana hér á landi þótt búið sé að taka hana inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Við erum búin að gera okkur klár til að birta lista á okkar heimasíðu yfir löglega seljendur lyfja á netinu þegar reglugerðin hefur verið innleidd hér,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Hún getur þess að reglugerðin hafi verið sett í kjölfar mikils átaks vegna sölu falsaðra lyfja. „Einn þátturinn í að tryggja öryggið er að aðilar séu vottaðir.“ Neytendur á Íslandi geta nú flutt inn 100 daga skammt af lyfseðilsskyldum lyfjum í gegnum apótek á Norðurlöndum eða frá seljendum á Evrópska efnahagssvæðinu,EES, að því er Rúna greinir frá. Hún kveðst ekki vita um umfang kaupa lyfja hingað frá útlöndum. „En við erum í samstarfi og samráði við Póstinn og tollayfirvöld og erum stundum kölluð til ef skera þarf úr um hvort um lyf sé að ræða eða 100 daga skammt.“ Kaupendur lyfja erlendis frá eru í sumum tilfellum útlendingar sem eru búsettir hér í stuttan tíma. „Þeir eru kannski hjá lækni erlendis. Þetta er orðið svo alþjóðlegt samfélag,“ tekur Rúna fram. Engin íslensk vefverslun eða vefsíða á samskiptamiðlum hefur leyfi Lyfjastofnunar til að selja lyf."Einn þátturinn í að tryggja öryggið er að aðilar séu vottaðir," segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.MYND/ARNALDUR HALLDÓRSSONÁ vefsíðu Lyfjastofnunar er bent á að áhætta fylgi því að kaupa lyf frá þeim sem ekki uppfylli gæðakröfur sem gerðar eru til framleiðenda lyfja. Að gefnu tilefni bendir Lyfjastofnun á að sala lyfja á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum auk söluvefja á netinu svo sem Bland.is, sé með öllu óheimil. Dæmi séu um að framleiðendur ólöglegra lyfja líki eftir löglegum lyfjaumbúðum. Algjörlega óvíst sé þess vegna hvaða efni eru í slíkri vöru og í hvaða magni efnin eru. Mjög erfitt geti verið að greina mun á umbúðum falsaðra lyfja og löglegra lyfja. Ísland hefur frá 2010 tekið þátt í árlegum aðgerðum Interpol, Europol og Alþjóðatollasamvinnuráðsins sem stefnt er gegn fölsuðum og ólöglegum lyfjum. Þúsundum vefsíðna um allan heim, þar sem stunduð er ólögleg lyfsala, hefur verið lokað. Þungir dómar hafa fallið í lyfjafölsunarmálum, t.d. Bretlandi, að því er segir á vef Lyfjastofnunar.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira