Innlent

Enn haldið sofandi í öndunarvél

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Manninum var hleypt inn í anddyri húss við stúdentagarða þar sem hann beið þar til sjúkrabíll kom.
Manninum var hleypt inn í anddyri húss við stúdentagarða þar sem hann beið þar til sjúkrabíll kom. vísir
Manni sem stunginn var í bakið með hníf aðfaranótt sunnudags við Sæmundargötu í Reykjavík er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans.

Maðurinn sem játað hefur verknaðinn sat í gæsluvarðhaldi frá því á sunnudag og þar til í gær. Lögreglan fór fram á áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum á grundvelli almannahagsmuna en Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á það. Var sá úrskurður kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.

Málavextir eru þeir að aðfaranótt sunnudags var lögregla kölluð að stúdentagörðum við Sæmundargötu. Þá hafði annar mannanna stungið hinn í bakið með hníf. Nokkur vitni voru að árásinni en enginn annar er grunaður um þátttöku í henni. Öll lykilvitni hafa verið yfirheyrð og þá er hnífurinn sem beitt var í vörslu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×