Skólp veldur offjölgun baktería í Mývatni Svavar Hávarðsson skrifar 15. mars 2016 07:00 Magn blábakteríanna varð gríðarlegt á tímabilum í sumar og var eins og siglt væri í grænni málningu. mynd/Árni Einarsson Óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga í fyrrasumar sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ), segir að blábakteríublómar séu náttúrulegir í Mývatni vegna þess hve mikið er af næringarefnum í lindarvatninu sem rennur í það, og er kallað leirlos af Mývetningum. Hins vegar hafi vart áður sést ástand eins og við vatnið síðastliðin sumur þar sem bakteríurnar hreinlega yfirtóku lífríkið suma daga. Árni segir engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Eins getur verið að ennþá gæti áhrifa frá Kísilverksmiðjunni við Mývatn sem lokað var 2004, vegna rofs á setlögum sem losa næringarefni sem áður voru bundin. „Ég held að það sé alveg ljóst að þetta er af mannavöldum. Allt sem er að gerast í Mývatni núna ber klassísk einkenni ofauðgunar,“ segir Árni og bætir við að áhrifin á lífríkið séu alvarleg. „Við erum að horfa á miklar breytingar á lífríki Mývatns. Gróður er að hverfa og það getur varla þýtt annað en að það sé að völdum þessa,“ segir Árni en tekur fram að myndin sé flókin, og ofauðgun í vatninu hafi staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta er áður óþekkt ástand – ný þróun sem bendir til að bakteríublóminn séu miklu meiri en áður var. Áhrifanna suma daga gætir niður í Laxá og þá allt niður í Aðaldal, eins og veiðimenn vitna um.“ Árni segir að mörkin sem WHO setur varði það hvort vatnið geti verið varasamt fyrir heilsu fólks sem baðar sig í vatninu eða drekkur það. Hvorugt eigi þó við í Mývatni í dag, en sumar þessara blábaktería geta verið eitraðar og til stendur að rannsaka það sérstaklega. „Það eru komnir nýir stofnar með hlýnandi loftslagi og það geta komið inn nýir stofnar fyrirvaralaust ef það eru skilyrði fyrir svona blóma á annað borð, þá getur hvaða tegund sem er gert vart við sig. Þetta verður kortlagt,“ segir Árni. Árni segir að í raun sé aðeins um eitt að ræða til að stemma stigu við þessari þróun, en mengunin er að öllum líkindum í grunnvatninu. Það er að tryggja að sem allra minnst af næringarefnum frá mannabyggð (nitur eða köfnunarefni og fosfór) berist í grunnvatnið og þannig í Mývatn. Þegar þetta ástand er sett í samhengi við að hinn frægi kúluskítur heyrir að kalla sögunni til, þá segir Árni um bein orsakatengsl að ræða. Kúluskítur finnst í einu stöðuvatni í Japan fyrir utan Mývatn og þar var brugðið á það ráð, til að leysa sama vanda og blasir nú við í Mývatni, að veita öllu skólpvatni frá mannabyggð frá vatnakerfinu – sem gjörbreytti ástandinu þar til hins betra. „Það er eiginlega ekkert annað til ráða til að takast á við þetta,“ segir Árni Þá hefur um nokkurt skeið verið bent á gríðarlega fjölgun ferðamanna við Mývatn, sem enn eykur á álag á lífríkið í Mývatni og mikilvægi mótvægisaðgerða, segja viðmælendur Fréttablaðsins.Ógnir við MývatnKúluskítur sem er friðlýst tegund virðist vera horfinn úr Mývatni.Bleikja er á undanhaldi á svæðinu – stofninn er svo gott sem horfinn.Næringarefnaauðgun sem má m.a. rekja til fráveitu sem vinna þarf úrbætur á.Mikill ferðamannastraumur setur aukaálag á vistkerfi svæðisins bæði hvað varðar fráveitur og ágang á náttúruverndarsvæði. Heimild: Umhverfisstofnun Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga í fyrrasumar sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ), segir að blábakteríublómar séu náttúrulegir í Mývatni vegna þess hve mikið er af næringarefnum í lindarvatninu sem rennur í það, og er kallað leirlos af Mývetningum. Hins vegar hafi vart áður sést ástand eins og við vatnið síðastliðin sumur þar sem bakteríurnar hreinlega yfirtóku lífríkið suma daga. Árni segir engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Eins getur verið að ennþá gæti áhrifa frá Kísilverksmiðjunni við Mývatn sem lokað var 2004, vegna rofs á setlögum sem losa næringarefni sem áður voru bundin. „Ég held að það sé alveg ljóst að þetta er af mannavöldum. Allt sem er að gerast í Mývatni núna ber klassísk einkenni ofauðgunar,“ segir Árni og bætir við að áhrifin á lífríkið séu alvarleg. „Við erum að horfa á miklar breytingar á lífríki Mývatns. Gróður er að hverfa og það getur varla þýtt annað en að það sé að völdum þessa,“ segir Árni en tekur fram að myndin sé flókin, og ofauðgun í vatninu hafi staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta er áður óþekkt ástand – ný þróun sem bendir til að bakteríublóminn séu miklu meiri en áður var. Áhrifanna suma daga gætir niður í Laxá og þá allt niður í Aðaldal, eins og veiðimenn vitna um.“ Árni segir að mörkin sem WHO setur varði það hvort vatnið geti verið varasamt fyrir heilsu fólks sem baðar sig í vatninu eða drekkur það. Hvorugt eigi þó við í Mývatni í dag, en sumar þessara blábaktería geta verið eitraðar og til stendur að rannsaka það sérstaklega. „Það eru komnir nýir stofnar með hlýnandi loftslagi og það geta komið inn nýir stofnar fyrirvaralaust ef það eru skilyrði fyrir svona blóma á annað borð, þá getur hvaða tegund sem er gert vart við sig. Þetta verður kortlagt,“ segir Árni. Árni segir að í raun sé aðeins um eitt að ræða til að stemma stigu við þessari þróun, en mengunin er að öllum líkindum í grunnvatninu. Það er að tryggja að sem allra minnst af næringarefnum frá mannabyggð (nitur eða köfnunarefni og fosfór) berist í grunnvatnið og þannig í Mývatn. Þegar þetta ástand er sett í samhengi við að hinn frægi kúluskítur heyrir að kalla sögunni til, þá segir Árni um bein orsakatengsl að ræða. Kúluskítur finnst í einu stöðuvatni í Japan fyrir utan Mývatn og þar var brugðið á það ráð, til að leysa sama vanda og blasir nú við í Mývatni, að veita öllu skólpvatni frá mannabyggð frá vatnakerfinu – sem gjörbreytti ástandinu þar til hins betra. „Það er eiginlega ekkert annað til ráða til að takast á við þetta,“ segir Árni Þá hefur um nokkurt skeið verið bent á gríðarlega fjölgun ferðamanna við Mývatn, sem enn eykur á álag á lífríkið í Mývatni og mikilvægi mótvægisaðgerða, segja viðmælendur Fréttablaðsins.Ógnir við MývatnKúluskítur sem er friðlýst tegund virðist vera horfinn úr Mývatni.Bleikja er á undanhaldi á svæðinu – stofninn er svo gott sem horfinn.Næringarefnaauðgun sem má m.a. rekja til fráveitu sem vinna þarf úrbætur á.Mikill ferðamannastraumur setur aukaálag á vistkerfi svæðisins bæði hvað varðar fráveitur og ágang á náttúruverndarsvæði. Heimild: Umhverfisstofnun
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira