Lífið

Opna vefmiðil sem þær vilja að verði óþarfur sem allra fyrst

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fólkið á bakvið síðuna.
Fólkið á bakvið síðuna. vísir
Nýr vefmiðill hefur verið opnaður sem stefnir að því að verða óþarfur sem allra fyrst, eða um leið og jafnrétti hefur verið náð á öllum vígstöðvum. Hennar er nýr, hvetjandi og jákvæður afþreyingar- og þekkingarvefmiðill fyrir konur og var hann opnaður á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars. Opnunarhátíð var haldin af því tilefni í Stúdentakjallaranum og á sama tíma opnaði vefurinn á Hennar.is.

Margrét Berg Sverrisdóttir, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands og stjórnarmeðlimur Ungra Athafnakvenna, var með erindi um mikilvægi kvenfyrirmynda og að lokamarkmið jafnréttisbaráttunnar sé að slíkir sérmiðlar eða sérfélagsskapur kvenna verði sem allra fyrst óþarfur.

Vefmiðillinn Hennar var upprunalega hugarfóstur Hörpu Þrastardóttur, framkvæmdarstýru og Önnu Sigríðar Hafliðadóttur, ritstýru Hennar. Vefurinn hefur þróast mikið á síðastliðnu ári og þá sérstaklega með tilkomu nýrra meðlima í teymið, þeirra Pavel Chen, Önnu Guðmundu Andrésdóttur og Þóreyju Huld Jónsdóttur.

Hennar-teymið ákvað að stökkva til og setja af stað þennan vefmiðil til að birta gagnlegt, hvetjandi og jákvætt efni fyrir og um konur. Hennar mun birta ágrip um kvenfyrirmyndir og gefa konum þau verkfæri og hvatningu sem þær þurfa til að stíga skrefið til fulls og láta drauma sína rætast.

Hér að ofan má sjá myndir frá opnunarpartý-inu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.