Hvernig forseta vil ég ekki Björn Ólafur Hallgrímsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Nú styttist óðfluga í að þjóðin velji sér forseta lýðveldisins til að taka við af hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, sem lengi hefur sinnt embættisskyldum sínum með miklum sóma. Staða forsetans verður vandfyllt og sömuleiðis er kjósendum val á nýjum forseta mjög vandasamt, einkum ef margir bjóða sig fram. Að undanförnu hafa nokkrir lýst því yfir að þeir gefi kost á sér og enn aðrir hafa sagst vera að íhuga framboð. Hópur frambjóðenda fer ört stækkandi og allt stefnir því í erfitt val. Til að einfalda mér valið gríp ég fyrst til útilokunarreglunnar góðu og spyr mig, hverjum ég geti ekki hugsað mér að veita brautargengi að Bessastöðum. Við þessa flokkun horfi ég til baka og virði fyrir mér fyrri verk frambjóðendanna og eftir atvikum maka þeirra. Niðurstaða mín er að útiloka frá Bessastöðum þá, sem falla undir eftirgreinda flokkun:1) Svonefnda „hrunverja“, þ.e. þá sem voru í ríkisstjórn 2008 eða henni nánir.2) Það fólk, sem bjó að innherjaupplýsingum úr „hrunstjórninni“ og ríkisstofnunum en virðist sjálft hafa fénýtt sér þær eða lekið þeim til vina og vandamanna til hagnýtingar við að koma sér í skjól eða hagnast á hruninu – allt á kostnað samborgaranna.3) Þá yfirmenn úr hinum föllnu fjármálafyrirtækjum, sem stýrðu vondri för og hagnýttu innherjaupplýsingar og veikleika viðskiptavinanna, sjálfum sér og vinnuveitendum sínum til auðgunar.4) Svonefnt „kúlulánafólk“, sem komst undan fjármálasóðaskap sínum.5) Skemmtikrafta, því þeirra vettvangur er annars staðar. Enn fremur er rétt að spyrja sjálfan sig, hvort viðkomandi sé örugglega traustsins verður. Digurbarkalegt blaður og fagurgali er frambjóðanda ekki til framdráttar í mínum huga, heldur þjóðkunnir og skarpir vitsmunir, heiðarleiki svo og skýr vitund og áform um að hafa hagsmuni þjóðarinnar í algjöru fyrirrúmi. Forsetakjör er engin fegurðarsamkeppni svo vísað sé til nýlegra ummæla stjórnmálafræðings nokkurs. Við þessar sjálfsögðu útilokanir mínar hygg ég að fækki nokkuð í hópi líklegra frambjóðenda. Þá verður valið milli þeirra, sem eftir standa mun auðveldara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Nú styttist óðfluga í að þjóðin velji sér forseta lýðveldisins til að taka við af hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, sem lengi hefur sinnt embættisskyldum sínum með miklum sóma. Staða forsetans verður vandfyllt og sömuleiðis er kjósendum val á nýjum forseta mjög vandasamt, einkum ef margir bjóða sig fram. Að undanförnu hafa nokkrir lýst því yfir að þeir gefi kost á sér og enn aðrir hafa sagst vera að íhuga framboð. Hópur frambjóðenda fer ört stækkandi og allt stefnir því í erfitt val. Til að einfalda mér valið gríp ég fyrst til útilokunarreglunnar góðu og spyr mig, hverjum ég geti ekki hugsað mér að veita brautargengi að Bessastöðum. Við þessa flokkun horfi ég til baka og virði fyrir mér fyrri verk frambjóðendanna og eftir atvikum maka þeirra. Niðurstaða mín er að útiloka frá Bessastöðum þá, sem falla undir eftirgreinda flokkun:1) Svonefnda „hrunverja“, þ.e. þá sem voru í ríkisstjórn 2008 eða henni nánir.2) Það fólk, sem bjó að innherjaupplýsingum úr „hrunstjórninni“ og ríkisstofnunum en virðist sjálft hafa fénýtt sér þær eða lekið þeim til vina og vandamanna til hagnýtingar við að koma sér í skjól eða hagnast á hruninu – allt á kostnað samborgaranna.3) Þá yfirmenn úr hinum föllnu fjármálafyrirtækjum, sem stýrðu vondri för og hagnýttu innherjaupplýsingar og veikleika viðskiptavinanna, sjálfum sér og vinnuveitendum sínum til auðgunar.4) Svonefnt „kúlulánafólk“, sem komst undan fjármálasóðaskap sínum.5) Skemmtikrafta, því þeirra vettvangur er annars staðar. Enn fremur er rétt að spyrja sjálfan sig, hvort viðkomandi sé örugglega traustsins verður. Digurbarkalegt blaður og fagurgali er frambjóðanda ekki til framdráttar í mínum huga, heldur þjóðkunnir og skarpir vitsmunir, heiðarleiki svo og skýr vitund og áform um að hafa hagsmuni þjóðarinnar í algjöru fyrirrúmi. Forsetakjör er engin fegurðarsamkeppni svo vísað sé til nýlegra ummæla stjórnmálafræðings nokkurs. Við þessar sjálfsögðu útilokanir mínar hygg ég að fækki nokkuð í hópi líklegra frambjóðenda. Þá verður valið milli þeirra, sem eftir standa mun auðveldara.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun