Fyrirtæki eiga að skila arði Frosti Ólafsson skrifar 16. mars 2016 09:00 Þrátt fyrir að efnahagsumræða sé oft á tíðum flókin er grundvallarstarfsemi hagkerfa harla einföld. Vinnuafl og fjármagn skapa vörur og þjónustu sem ganga kaupum og sölum á markaði. Fyrir vinnuframlag greiðast laun og fyrir fjárfestingar greiðist arður. Hluta virðisaukans sem verður til á almennum markaði er síðan ráðstafað til samneyslu í gegnum skattkerfið. Á þessum megingrunni byggja öll vestræn hagkerfi. Umræða síðustu vikna bendir til að ýmsir telji rétt að Íslendingar víki frá þessu fyrirkomulagi og hætti að veita eðlilegt endurgjald fyrir fjármagn. Þannig mættu nýlegar arðgreiðslur skráðra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði mikilli gagnrýni frá neytendum, stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og jafnvel fulltrúum þeirra samtaka sem standa að rekstri lífeyrissjóða landsins. Málefnaleg gagnrýni og sterkt neytendaaðhald eru heilbrigð einkenni markaða. Sú umræða sem fylgdi áðurnefndum arðgreiðslum fellur því miður ekki í þá flokka.Skipting kökunnarTil að unnt sé að skapa verðmæti þarf bæði fjármagn og vinnuafl. Á Íslandi hefur sparnaðar- og fjárfestingarstig verið lágt samanborið við Norðurlöndin þrátt fyrir að hlutfall skyldusparnaðar sé hæst hérlendis. Hvata til fjárfestinga virðist því skorta. Á sama tíma hafa launagreiðslur sem hlutfall af heildarvirðisauka verið háar í alþjóðlegum samanburði. Íslenska þjóðarkakan skiptist því fremur launþegum en fjárfestum í hag. Til lengri tíma getur lágt fjárfestingastig reynst dragbítur á framleiðni og því ástæða til að efla umhverfi til fjárfestinga frekar en að gera það fjandsamlegra.Eðli fjármagnsmarkaðaFjárfestar geta valið um ólíkar leiðir þegar kemur að ávöxtun fjármagns. Innstæður á bankareikningum og skuldabréf skila öruggri en hlutfallslega lágri ávöxtun. Fjárfesting í þessum eignum skilar sér til baka með greiðslu vaxta. Fjárfestingar í hlutabréfum fyrirtækja eru áhættusamari valkostur og skila sér til baka í gegnum arðgreiðslur. Þær eru jafnframt mikilvægustu fjárfestingarnar þegar kemur að verðmætasköpun. Fjármögnun samneyslu og greiðsla launa á sér ekki stað nema með arðbærum fyrirtækjum og án þeirra væri grundvöllur efnahagskerfisins numinn á brott. Þetta vita stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fulltrúar þeirra samtaka sem eiga aðkomu að rekstri lífeyrissjóða landsins. Það er eðlileg krafa að umræddir aðilar fjalli um arðgreiðslur með framangreindar staðreyndir í huga.Hverra hagsmuna er verið að gæta?Lífeyrissjóðirnir eru langstærstu fjárfestar landsins og ávöxtun þeirra skiptir sköpum fyrir afkomu Íslendinga. Þá eru hlutabréf í skráðum félögum meðal bestu fjárfestingakosta sjóðanna, enda vænt langtímaarðsemi tiltölulega há og upplýsingaskylda umræddra fyrirtækja mikil. Það skýtur því skökku við þegar lífeyrissjóðir og aðstandendur þeirra standa í vegi fyrir arðgreiðslum skráðra fyrirtækja í þeirra eigu. Með því er samhliða dregið úr væntri ávöxtun umræddra fyrirtækja og almennum hvata fyrirtækja til að skrá hlutabréf sín á skipulagðan verðbréfamarkað. Hvort tveggja skapar tjón fyrir hagkerfið og vegur að hagsmunum sjóðfélaga lífeyrissjóðanna.Upplýst umræða er öllum í hagTæknilegar afkomutilkynningar veita oft ófullnægjandi svör við spurningum neytenda og annarra hagsmunaðila. Gagnsæi og virk upplýsingamiðlun eru því mikilvægar forsendur trausts. Fyrirtæki landsins þurfa í auknum mæli að laga sig að kröfu um slíka hegðun, einkum stórfyrirtæki á neytendamarkaði. Á sama tíma er óásættanlegt að stjórnmálamenn, fjölmiðlar og aðstandendur lífeyrissjóða fjalli um arðgreiðslur með jafn óábyrgum hætti og raun ber vitni. Heilbrigð fyrirtæki eiga að skila ásættanlegum langtímaarði. Öðruvísi verður ekki staðið undir þeim lífskjörum sem Íslendingar vilja búa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að efnahagsumræða sé oft á tíðum flókin er grundvallarstarfsemi hagkerfa harla einföld. Vinnuafl og fjármagn skapa vörur og þjónustu sem ganga kaupum og sölum á markaði. Fyrir vinnuframlag greiðast laun og fyrir fjárfestingar greiðist arður. Hluta virðisaukans sem verður til á almennum markaði er síðan ráðstafað til samneyslu í gegnum skattkerfið. Á þessum megingrunni byggja öll vestræn hagkerfi. Umræða síðustu vikna bendir til að ýmsir telji rétt að Íslendingar víki frá þessu fyrirkomulagi og hætti að veita eðlilegt endurgjald fyrir fjármagn. Þannig mættu nýlegar arðgreiðslur skráðra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði mikilli gagnrýni frá neytendum, stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og jafnvel fulltrúum þeirra samtaka sem standa að rekstri lífeyrissjóða landsins. Málefnaleg gagnrýni og sterkt neytendaaðhald eru heilbrigð einkenni markaða. Sú umræða sem fylgdi áðurnefndum arðgreiðslum fellur því miður ekki í þá flokka.Skipting kökunnarTil að unnt sé að skapa verðmæti þarf bæði fjármagn og vinnuafl. Á Íslandi hefur sparnaðar- og fjárfestingarstig verið lágt samanborið við Norðurlöndin þrátt fyrir að hlutfall skyldusparnaðar sé hæst hérlendis. Hvata til fjárfestinga virðist því skorta. Á sama tíma hafa launagreiðslur sem hlutfall af heildarvirðisauka verið háar í alþjóðlegum samanburði. Íslenska þjóðarkakan skiptist því fremur launþegum en fjárfestum í hag. Til lengri tíma getur lágt fjárfestingastig reynst dragbítur á framleiðni og því ástæða til að efla umhverfi til fjárfestinga frekar en að gera það fjandsamlegra.Eðli fjármagnsmarkaðaFjárfestar geta valið um ólíkar leiðir þegar kemur að ávöxtun fjármagns. Innstæður á bankareikningum og skuldabréf skila öruggri en hlutfallslega lágri ávöxtun. Fjárfesting í þessum eignum skilar sér til baka með greiðslu vaxta. Fjárfestingar í hlutabréfum fyrirtækja eru áhættusamari valkostur og skila sér til baka í gegnum arðgreiðslur. Þær eru jafnframt mikilvægustu fjárfestingarnar þegar kemur að verðmætasköpun. Fjármögnun samneyslu og greiðsla launa á sér ekki stað nema með arðbærum fyrirtækjum og án þeirra væri grundvöllur efnahagskerfisins numinn á brott. Þetta vita stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fulltrúar þeirra samtaka sem eiga aðkomu að rekstri lífeyrissjóða landsins. Það er eðlileg krafa að umræddir aðilar fjalli um arðgreiðslur með framangreindar staðreyndir í huga.Hverra hagsmuna er verið að gæta?Lífeyrissjóðirnir eru langstærstu fjárfestar landsins og ávöxtun þeirra skiptir sköpum fyrir afkomu Íslendinga. Þá eru hlutabréf í skráðum félögum meðal bestu fjárfestingakosta sjóðanna, enda vænt langtímaarðsemi tiltölulega há og upplýsingaskylda umræddra fyrirtækja mikil. Það skýtur því skökku við þegar lífeyrissjóðir og aðstandendur þeirra standa í vegi fyrir arðgreiðslum skráðra fyrirtækja í þeirra eigu. Með því er samhliða dregið úr væntri ávöxtun umræddra fyrirtækja og almennum hvata fyrirtækja til að skrá hlutabréf sín á skipulagðan verðbréfamarkað. Hvort tveggja skapar tjón fyrir hagkerfið og vegur að hagsmunum sjóðfélaga lífeyrissjóðanna.Upplýst umræða er öllum í hagTæknilegar afkomutilkynningar veita oft ófullnægjandi svör við spurningum neytenda og annarra hagsmunaðila. Gagnsæi og virk upplýsingamiðlun eru því mikilvægar forsendur trausts. Fyrirtæki landsins þurfa í auknum mæli að laga sig að kröfu um slíka hegðun, einkum stórfyrirtæki á neytendamarkaði. Á sama tíma er óásættanlegt að stjórnmálamenn, fjölmiðlar og aðstandendur lífeyrissjóða fjalli um arðgreiðslur með jafn óábyrgum hætti og raun ber vitni. Heilbrigð fyrirtæki eiga að skila ásættanlegum langtímaarði. Öðruvísi verður ekki staðið undir þeim lífskjörum sem Íslendingar vilja búa við.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar