Umræðan undanfarna daga um hvar eigi að byggja þjóðarsjúkrahús er stórundarleg og úr takti við raunveruleikann. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Landspítalalóðinni, þar megum við engan tíma missa; gefa heldur hressilega í ef eitthvað er.
Mál númer eitt, tvö og þrjú er að koma allri þjónustu við bráðveika og bráðarannsóknarþjónustu undir eitt þak, og bæta bráðavanda LSH við Hringbraut á sem fæstum árum. Ég hef sjálf þurft að leita á LSH nýlega vegna veikinda í fjölskyldunni og get vottað að þar er aðstaðan út í hött, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Húsakynni spítala á Indlandi sem ég heimsótti í vetur eru betur úr garði gerð en margt sem boðið er upp á á LSH. Þetta ástand er ekki samboðið okkur sem þjóð.
Byggja fullkomið hátæknisjúkrahús
En ábyrgð okkar stjórnmálamanna er meiri og nær lengra. Miðað við efnahagslega stöðu okkar þjóðfélags sem hefur líklega aldrei verið betri, áherslur almennings (sbr. undirskriftalista Kára um Endurreisn heilbrigðiskerfisins) og hækkandi aldurssamsetningu þá er mjög nauðsynleg að við Íslendingar förum að huga að því að byggja annað fullkomið hátæknisjúkrahús. Eins og dæmin sanna mun undirbúningur þess máls taka ár ef ekki áratug.
Auðvitað byggjum við og endurreisum eins og hægt er á Landspítalalóðinni og reynum að gera það á sem allra skemmstum tíma, þar erum við að kljást við bráðavanda, en leggjum á sama tíma grunninn að framtíðinni í heilbrigðismálum á Íslandi.
Þetta er algerlega tímabært og ekkert nema skynsemi fólgin í því að byggja duglega undir helstu velferðarstoð þessa þjóðfélags. Snúa af brautinni þar sem við erum annars flokks og koma okkur aftur í fremstu röð.

Ekki samboðið okkur sem þjóð
Skoðun

Fáum peningana aftur heim, skattaða í drasl!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Þegar áróðursaðferðir einræðisherra og öfgamanna gilda
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Fiskveiðiauðlindin okkar
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Leggjum niður hugvísindi!
Geir Sigurðsson skrifar

Leikskóli eða gæsla, hvað vilja foreldrar?
Valborg Hlín Guðlaugsdóttir skrifar

Það skiptir máli hver stjórnar
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Aðhald í þágu almennings
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Fáum peningana aftur heim
Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Þú ert það sem þú upplifir: Opið bréf til lubbamenna og lúðulaka í Múlaþingi
Birgir Dýrfjörð skrifar

Versnandi staða fámennari ríkja ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ónýtt húsnæðiskerfi og heimilisleysi
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Hvers vegna á að loka pósthúsinu í Mjódd?
Þórhildur Ólöf Helgadóttir skrifar

Að taka ekki næsta skref
Eyrún B. Valsdóttir skrifar

Gefum íslensku séns!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Látum þau bara borga brúsann
Þórarinn Eyfjörð skrifar