Umræðan undanfarna daga um hvar eigi að byggja þjóðarsjúkrahús er stórundarleg og úr takti við raunveruleikann. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Landspítalalóðinni, þar megum við engan tíma missa; gefa heldur hressilega í ef eitthvað er.
Mál númer eitt, tvö og þrjú er að koma allri þjónustu við bráðveika og bráðarannsóknarþjónustu undir eitt þak, og bæta bráðavanda LSH við Hringbraut á sem fæstum árum. Ég hef sjálf þurft að leita á LSH nýlega vegna veikinda í fjölskyldunni og get vottað að þar er aðstaðan út í hött, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Húsakynni spítala á Indlandi sem ég heimsótti í vetur eru betur úr garði gerð en margt sem boðið er upp á á LSH. Þetta ástand er ekki samboðið okkur sem þjóð.
Byggja fullkomið hátæknisjúkrahús
En ábyrgð okkar stjórnmálamanna er meiri og nær lengra. Miðað við efnahagslega stöðu okkar þjóðfélags sem hefur líklega aldrei verið betri, áherslur almennings (sbr. undirskriftalista Kára um Endurreisn heilbrigðiskerfisins) og hækkandi aldurssamsetningu þá er mjög nauðsynleg að við Íslendingar förum að huga að því að byggja annað fullkomið hátæknisjúkrahús. Eins og dæmin sanna mun undirbúningur þess máls taka ár ef ekki áratug.
Auðvitað byggjum við og endurreisum eins og hægt er á Landspítalalóðinni og reynum að gera það á sem allra skemmstum tíma, þar erum við að kljást við bráðavanda, en leggjum á sama tíma grunninn að framtíðinni í heilbrigðismálum á Íslandi.
Þetta er algerlega tímabært og ekkert nema skynsemi fólgin í því að byggja duglega undir helstu velferðarstoð þessa þjóðfélags. Snúa af brautinni þar sem við erum annars flokks og koma okkur aftur í fremstu röð.

Ekki samboðið okkur sem þjóð
Skoðun

Þjónandi forysta
Eva Björk Harðardóttir skrifar

Tilefnislaus atlaga að kjörum eldra fólks
Ólafur Ísleifsson skrifar

Á Íslandi heitir báknið Sjálfstæðisflokkur
Gunnar Smári Egilsson skrifar

Hraðalækkanir: Fyrir hvern?
Egill Þór Jónsson,Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra – farvegur nýrra tækifæra
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar

Eru geðlæknar í stofurekstri í útrýmingarhættu?
Karl Reynir Einarsson skrifar

Framsókn kveikir kertin í svefnherberginu
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Hyllir undir skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Um hvað snúast stjórnmál
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Tvær myndir stéttabaráttunnar
Drífa Snædal skrifar

Er ég orðinn faðir dóttur minnar?
Matthías Freyr Matthíasson skrifar

Einn af þeim heppnu... ári síðar
Kristján Gunnarsson skrifar

Hver vill tryggja unga drengi og eldri konur? Gönuhlaup getur leitt okkur í glötun
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Stefna ójafnaðar
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Barnalán - móðurást í breytilegu vaxtaumhverfi
Arna Pálsdóttir skrifar