Innlent

Starfsmenn Mast fengu ekki að skoða sláturhús

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Matvælastofnun hefur stöðvað markaðssetningu afurða frá Sláturhúsinu Seglbúðum ehf. í Skaftárhreppi. Ástæða þess er að eftirlitsmönnum MAST var meinaður aðgangur að húsnæði sláturhússins. Stofnunin mun ekki heimila dreifingu afurða frá sláturhúsinu fyrr en nauðsynlegt eftirlit hefur farið fram.

Í tilkynningu frá MAST segir að tilgangur eftirlitsins hafi meðal annars verið að fylgja eftir kröfum um úrbætur frá fyrri eftirlitsheimsókn.

„Ef ekki er unnt að framkvæma eftirlit getur stofnunin ekki sannreynt að framleiðslan uppfylli ákvæði laga um hollustuhætti í matvælaframleiðslu.“ Því hefur dreifing matvæla stöðvuð á grundvelli 30. grein laga um Matvæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×