Einkarekstur ekki rétta leiðin Elín Björg Jónsdóttir skrifar 2. mars 2016 07:00 Þó ástæða sé til að fagna því að heilbrigðisráðherra hyggist fjölga heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu um þrjár varar BSRB við áformum um að stöðvarnar verði einkareknar. Bandalagið hvetur til þess að áformin verði endurskoðuð og að nýju stöðvarnar þrjár verði reknar á samfélagslegum grunni. Heilsugæslan hefur verið eins konar olnbogabarn í heilbrigðiskerfinu árum saman. Þar hefur verið skorið óhóflega niður í fjárveitingum og reynst erfitt að fá lækna og annað starfsfólk til starfa. Ein af afleiðingum þess er sú að endurnýjun í stétt heilsugæslulækna hefur verið allt of lítil. Engin opinber umræða hefur farið fram um áform ráðherra. Kannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna vill að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem komi að rekstri heilbrigðiskerfisins. Breytingar sem þessar ætti ekki að gera í andstöðu við almenning í landinu, notendur þjónustunnar. Breytt rekstrarform á heilsugæslustöðvum mun eitt og sér ekki leiða til þess að aðgengi að heilsugæslunni verði betra. Ef ætlunin með þessum áformum er að fá heimilislækna til starfa er alls óvíst að sú tilraun takist. BSRB hvetur til þess að önnur leið verði farin til að bæta mönnun á heilsugæslustöðvum um allt land. Bandalagið hefur mótað stefnu um fjölskylduvænt samfélag, sem hefur það að markmiði að hjálpa fólki að samræma fjölskyldulíf og vinnu. Má í því samhengi nefna styttingu vinnuvikunnar og bætt samspil atvinnulífs og skóla. Það er augljóst að efla þarf heilsugæsluna um allt land verulega. Til þess þarf fyrst og fremst að bæta umtalsverðum fjármunum í málaflokkinn. BSRB hvetur heilbrigðisráðherra til að endurskoða áform um tilraunastarfsemi með heilsugæsluna. Við hvetjum ráðherra til að leggja þess í stað aukna fjármuni og vinnu í að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og aðlaðandi vinnustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Þó ástæða sé til að fagna því að heilbrigðisráðherra hyggist fjölga heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu um þrjár varar BSRB við áformum um að stöðvarnar verði einkareknar. Bandalagið hvetur til þess að áformin verði endurskoðuð og að nýju stöðvarnar þrjár verði reknar á samfélagslegum grunni. Heilsugæslan hefur verið eins konar olnbogabarn í heilbrigðiskerfinu árum saman. Þar hefur verið skorið óhóflega niður í fjárveitingum og reynst erfitt að fá lækna og annað starfsfólk til starfa. Ein af afleiðingum þess er sú að endurnýjun í stétt heilsugæslulækna hefur verið allt of lítil. Engin opinber umræða hefur farið fram um áform ráðherra. Kannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna vill að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem komi að rekstri heilbrigðiskerfisins. Breytingar sem þessar ætti ekki að gera í andstöðu við almenning í landinu, notendur þjónustunnar. Breytt rekstrarform á heilsugæslustöðvum mun eitt og sér ekki leiða til þess að aðgengi að heilsugæslunni verði betra. Ef ætlunin með þessum áformum er að fá heimilislækna til starfa er alls óvíst að sú tilraun takist. BSRB hvetur til þess að önnur leið verði farin til að bæta mönnun á heilsugæslustöðvum um allt land. Bandalagið hefur mótað stefnu um fjölskylduvænt samfélag, sem hefur það að markmiði að hjálpa fólki að samræma fjölskyldulíf og vinnu. Má í því samhengi nefna styttingu vinnuvikunnar og bætt samspil atvinnulífs og skóla. Það er augljóst að efla þarf heilsugæsluna um allt land verulega. Til þess þarf fyrst og fremst að bæta umtalsverðum fjármunum í málaflokkinn. BSRB hvetur heilbrigðisráðherra til að endurskoða áform um tilraunastarfsemi með heilsugæsluna. Við hvetjum ráðherra til að leggja þess í stað aukna fjármuni og vinnu í að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og aðlaðandi vinnustað.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun