Innlent

Snorri í Betel vill tæpar 12 milljónir í bætur frá Akureyrarbæ

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Snorri Óskarsson og lögmaður hans, Einar Gautur Steingrímsson.
Snorri Óskarsson og lögmaður hans, Einar Gautur Steingrímsson. vísir/auðunn níelsson
Snorri Óskarsson, sem jafnan er kenndur við Betel, hefur krafist bóta frá Akureyrarbæ vegna ólögmætrar uppsagnar en honum var vikið úr starfi kennara við Brekkuskóla árið 2012 vegna ummæla um samkynhneigð sem hann viðhafði á sínu persónulega bloggi.

Bótakrafa Snorra er upp á tæpar 12 milljónir og er í þremur liðum. Í fyrsta lagi er um að ræða höfuðstól bótanna samkvæmt útreikningi dómkvadds matsmanns upp á 7.693.773 krónur og í öðru lagi vexti af þeirri upphæð frá 1. maí 2015 til dagsins í dag upp á 275.672 krónur. Í þriðja lagi eru svo gerð krafa um miskabætur upp á fjórar milljónir króna.

Í bréfi sem lögmaður Snorra, Einar Gautur Steingrímsson, sendir fyrir hans hönd til Akureyrarbæjar og Vísir hefur undir höndum kemur fram að hann vilji freista þess að ná samkomulagi um útreikning kröfunnar við bæinn.

Hæstiréttur staðfesti í seinasta mánuði sýknudóm héraðsdóms yfir Snorra en Akureyrarbær höfðaði málið á hendur honum og fór fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins, þess efnis að uppsögn Snorra frá Brekkuskóla hafi verið ólögmæt, yrði felldur úr gildi. Á það var hins vegar ekki fallist fyrir dómstólum og var uppsögnin því ekki í samræmi við lög.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×