Villidýrið sleppur út í kvöld Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. mars 2016 10:00 "Sem tónlistarkennari og organisti í kirkju gefast ekki mörg tækifæri til að pönka,“ segir Valmar. mynd/Daníel Starrason Milli þess sem Valmar Väljaots organisti í Glerárkirkju þenur kirkjuorgelið spilar hann með þjóðlagapopppönksveitinni Hvanndalsbræðrum. Þar segist hann frá útrás fyrir villidýrið í sér en reynir að haga sér í messu. Hljómsveitin spilar í Tjarnarbíói í kvöld. „Ég kom hingað árið 1994 frá Tallinn í Eistlandi til að kenna á fiðlu í tónlistarskólanum á Húsavík í eitt ár. Það var framlengt um ár í viðbót og aftur þegar ég fékk ég starf sem organisti. Svo eignaðist ég íslenskt Visa-kort og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Valmar Väljaots sposkur, en hann starfar sem organisti í Glerárkirkju á Akureyri og spilar í þjóðlagapopppönksveitinni Hvanndalsbræðrum þess á milli. Það má kalla Valmar þúsundþjalasmið þegar kemur að tónlist og tónlistarstefnum og hann leikur á mörg hljóðfæri. Hann segir lítið mál að sameina sálmaundirleik og pönk, hann hafi alltaf vasast í ólíkri tónlist. „Mér fannst Hvanndalsbræður vera fyrirbæri sem ég hefði ekki prófað áður en ég hef verið í bandinu frá 2007. Hvanndalsbræður þróuðust úr dægurlagapönksveitinni Húfu sem pönkaði íslensk lög. Mér fannst ég verða að prófa þetta. Sem tónlistarkennari og organisti í kirkju gefast ekki mörg tækifæri til að pönka og með þeim kemur villidýrið fram,“ segir Valmar hlæjandi.Tónlistarleg tugþraut „Ég hef gegnum árin alltaf blandað alls konar tónlist saman, ég lærði klassíska tónlist og er fiðluleikari en spila á píanó, harmóníku, hljómborð og strengjahljóðfæri eins og gítar og mandólín. Ég hef spilað keltneska tónlist, dixieland, fusion og ýmiss konar stefnur. Ég er í eins konar tónlistarlegri tugþraut. Þegar ég var í sovéska hernum spilaði ég meira að segja á básúnu,“ segir Valmar en hann ólst upp í Tallinn á þeim tíma þegar Eistland var undir stjórn Sovétríkjanna. „Það var herskylda í Eistlandi og ég þurfti að gegna herskyldu í tvö ár. Í hernum var lúðrasveit og mér tókst að sannfæra þá um að ég gæti leikið á básúnu. Ég hafði aldrei verið í lúðrasveit, og básúnuleikur ekki mín köllun.“Valmar Väljaots með nikkuna ásamt félögum sínum í Hvanndalsbræðrum. Hljómsveitin spilar í Tjarnarbíói í kvöld.mynd/Daníel StarrasonÍsland orðið „heim“ Eftir tuttugu og tvö ár á Íslandi segist Valmar kalla Ísland „heim“. Fjölskyldan fer reglulega í heimsókn til gamla landsins en vill helst eyða sumrunum á Íslandi. „Ég fer út til að knúsa tengdamömmu. Sjálfur á ég ekki margt að sækja til Eistlands en foreldrar mínir eru báðir dánir. Nú í ár mun ég reyndar fara tvisvar í kórferðir til þangað. Á sumrin vil ég helst vera heima á Íslandi. Þó ég breytist kannski aldrei alveg í Íslending, út af móðurmálinu, þá á ég heima hér, þetta er orðinn svo langur tími og allir mínir bestu vinir mínir eru hér á Íslandi.“ Valmar mun stíga á svið með Hvanndalsbræðrum í kvöld í Tjarnarbíói og segir hljómsveitina hafa æft stíft undanfarið. „Við æfum alltaf einu sinni í viku, eins og alvöru bílskúrsbandi sæmir. Ég hef reyndar skrópað nokkrum sinnum, æfingarnar hafa stangast á við bridsmót. En hinir hafa æft vel, ég er bara rjóminn ofan á kökuna. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði flott,“ segir Valmar.Tónleikarnir hefjast klukkan 21 í kvöld. Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Milli þess sem Valmar Väljaots organisti í Glerárkirkju þenur kirkjuorgelið spilar hann með þjóðlagapopppönksveitinni Hvanndalsbræðrum. Þar segist hann frá útrás fyrir villidýrið í sér en reynir að haga sér í messu. Hljómsveitin spilar í Tjarnarbíói í kvöld. „Ég kom hingað árið 1994 frá Tallinn í Eistlandi til að kenna á fiðlu í tónlistarskólanum á Húsavík í eitt ár. Það var framlengt um ár í viðbót og aftur þegar ég fékk ég starf sem organisti. Svo eignaðist ég íslenskt Visa-kort og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Valmar Väljaots sposkur, en hann starfar sem organisti í Glerárkirkju á Akureyri og spilar í þjóðlagapopppönksveitinni Hvanndalsbræðrum þess á milli. Það má kalla Valmar þúsundþjalasmið þegar kemur að tónlist og tónlistarstefnum og hann leikur á mörg hljóðfæri. Hann segir lítið mál að sameina sálmaundirleik og pönk, hann hafi alltaf vasast í ólíkri tónlist. „Mér fannst Hvanndalsbræður vera fyrirbæri sem ég hefði ekki prófað áður en ég hef verið í bandinu frá 2007. Hvanndalsbræður þróuðust úr dægurlagapönksveitinni Húfu sem pönkaði íslensk lög. Mér fannst ég verða að prófa þetta. Sem tónlistarkennari og organisti í kirkju gefast ekki mörg tækifæri til að pönka og með þeim kemur villidýrið fram,“ segir Valmar hlæjandi.Tónlistarleg tugþraut „Ég hef gegnum árin alltaf blandað alls konar tónlist saman, ég lærði klassíska tónlist og er fiðluleikari en spila á píanó, harmóníku, hljómborð og strengjahljóðfæri eins og gítar og mandólín. Ég hef spilað keltneska tónlist, dixieland, fusion og ýmiss konar stefnur. Ég er í eins konar tónlistarlegri tugþraut. Þegar ég var í sovéska hernum spilaði ég meira að segja á básúnu,“ segir Valmar en hann ólst upp í Tallinn á þeim tíma þegar Eistland var undir stjórn Sovétríkjanna. „Það var herskylda í Eistlandi og ég þurfti að gegna herskyldu í tvö ár. Í hernum var lúðrasveit og mér tókst að sannfæra þá um að ég gæti leikið á básúnu. Ég hafði aldrei verið í lúðrasveit, og básúnuleikur ekki mín köllun.“Valmar Väljaots með nikkuna ásamt félögum sínum í Hvanndalsbræðrum. Hljómsveitin spilar í Tjarnarbíói í kvöld.mynd/Daníel StarrasonÍsland orðið „heim“ Eftir tuttugu og tvö ár á Íslandi segist Valmar kalla Ísland „heim“. Fjölskyldan fer reglulega í heimsókn til gamla landsins en vill helst eyða sumrunum á Íslandi. „Ég fer út til að knúsa tengdamömmu. Sjálfur á ég ekki margt að sækja til Eistlands en foreldrar mínir eru báðir dánir. Nú í ár mun ég reyndar fara tvisvar í kórferðir til þangað. Á sumrin vil ég helst vera heima á Íslandi. Þó ég breytist kannski aldrei alveg í Íslending, út af móðurmálinu, þá á ég heima hér, þetta er orðinn svo langur tími og allir mínir bestu vinir mínir eru hér á Íslandi.“ Valmar mun stíga á svið með Hvanndalsbræðrum í kvöld í Tjarnarbíói og segir hljómsveitina hafa æft stíft undanfarið. „Við æfum alltaf einu sinni í viku, eins og alvöru bílskúrsbandi sæmir. Ég hef reyndar skrópað nokkrum sinnum, æfingarnar hafa stangast á við bridsmót. En hinir hafa æft vel, ég er bara rjóminn ofan á kökuna. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði flott,“ segir Valmar.Tónleikarnir hefjast klukkan 21 í kvöld.
Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira