Kínverjar banna samkynhneigð í sjónvarpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2016 11:22 Bannið þykir reiðarslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra í Kína. Vísir/AFP Ekki má sýna samkynhneigð eða aðra „afbrigðilega“ hegðun í leiknu efni í kínversku sjónvarpi samkvæmt nýrri reglugerð þar í landi. Vinsæll sjónvarpsþáttur var tekinn úr sýningu vegna þess að í honum kom fyrir samkynhneigt par. Ritskoðendur þar í landi hafa gefið út nýja reglugerð þar sem efni í sjónvarpi sem „ýkir hinar myrku hliðar samfélagsins“ er bannað. Þar með eru taldir þættir sem sýna samkynhneigð, framhjáhald eða einnar nætur gaman. Í síðustu viku komu yfirvöld í Kína í veg fyrir að vinsæll leikinn sjónvarpsþáttur þar sem meðal annars er fylgst með sambandi samkynhneigðs pars yrði sýndur. Milljónir horfa á þáttinn í hverri viku og var ákvörðun kínverskra yfirvalda ekki vel tekið.Hér má sjá brot úr þættinum sem um ræðir.Yfirvöld segja að þátturinn hafi brotið hina nýju reglugerð en í henni segir að ekkert leikið sjónvarpsefni megi innihalda „afbrigðilegt kynferðislegt athæfi.“ Bannið gildir einnig um reykingar og drykkju sem nú er komið á bannlista yfir það sem ekki má sýna í kínversku sjónvarpi. Munu yfirvöld fylgjast náið með því að reglugerðinni verði fylgt eftir. Frá því að Xi Jingping tók við völdum sem forseti Kína hefur færst aukin harka í ritskoðunartilburði yfirvalda. Árið 2014 var þáttur úr hinni vinsælu þáttaröð The Empress of China tekin úr umferð vegna þess hversu mikið sást í brjóstaskoru leikara þáttanna. Bannið þykir vera reiðarslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigða í Kína sem barist hafa fyrir viðurkenningu um áratugaskeið. Lög sem gerðu samkynhneigð ólöglega í Kína voru gerð ógild árið 1997 og árið 2001 var samkynhneigð tekin af lista yfir geðsjúkdóma. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Ekki má sýna samkynhneigð eða aðra „afbrigðilega“ hegðun í leiknu efni í kínversku sjónvarpi samkvæmt nýrri reglugerð þar í landi. Vinsæll sjónvarpsþáttur var tekinn úr sýningu vegna þess að í honum kom fyrir samkynhneigt par. Ritskoðendur þar í landi hafa gefið út nýja reglugerð þar sem efni í sjónvarpi sem „ýkir hinar myrku hliðar samfélagsins“ er bannað. Þar með eru taldir þættir sem sýna samkynhneigð, framhjáhald eða einnar nætur gaman. Í síðustu viku komu yfirvöld í Kína í veg fyrir að vinsæll leikinn sjónvarpsþáttur þar sem meðal annars er fylgst með sambandi samkynhneigðs pars yrði sýndur. Milljónir horfa á þáttinn í hverri viku og var ákvörðun kínverskra yfirvalda ekki vel tekið.Hér má sjá brot úr þættinum sem um ræðir.Yfirvöld segja að þátturinn hafi brotið hina nýju reglugerð en í henni segir að ekkert leikið sjónvarpsefni megi innihalda „afbrigðilegt kynferðislegt athæfi.“ Bannið gildir einnig um reykingar og drykkju sem nú er komið á bannlista yfir það sem ekki má sýna í kínversku sjónvarpi. Munu yfirvöld fylgjast náið með því að reglugerðinni verði fylgt eftir. Frá því að Xi Jingping tók við völdum sem forseti Kína hefur færst aukin harka í ritskoðunartilburði yfirvalda. Árið 2014 var þáttur úr hinni vinsælu þáttaröð The Empress of China tekin úr umferð vegna þess hversu mikið sást í brjóstaskoru leikara þáttanna. Bannið þykir vera reiðarslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigða í Kína sem barist hafa fyrir viðurkenningu um áratugaskeið. Lög sem gerðu samkynhneigð ólöglega í Kína voru gerð ógild árið 1997 og árið 2001 var samkynhneigð tekin af lista yfir geðsjúkdóma.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira