RÚV – í núinu og til framtíðar Kristinn Dagur Gissurarson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Í kjölfar skýrslu starfshóps, sem menntamálaráðherra skipaði um rekstur og starfsemi RÚV frá því það var ohf.-vætt árið 2007, hafa spunnist miklar og oft á tíðum óvægnar umræður í þjóðfélaginu. Sitt sýnist hverjum, eðlilega, en því miður hafa menn farið í skotgrafirnar og borið brigslyrði upp á höfunda skýrslunnar, stjórnendur og stjórn RÚV og jafnvel starfsmenn. Það er miður. Skýrslan kom út 29. október og er afar forvitnileg lesning. Hægt er að deila um framsetningu, orðfæri, samhengi, skipan starfshópsins og svo framvegis. En skýrslan stendur eftir sem opinbert plagg og ber að skoðast sem slíkt. Því er rétt að fara aðeins yfir sögu RÚV frá árinu 2007 og hvað framtíðin gæti borið í skauti sínu.Ohf.-væðing RÚV Ákveðið var við stofnun RÚV ohf. að eigið fé þess yrði 15%. Þó var vitað á þeim tíma að það væri of lágt eða alla vega um það deilt. Útvarpsgjaldið sem sett var á hefur aldrei gengið óskert til félagsins. Þessi tilhögun leiddi til margs konar vandamála í rekstri RÚV og þurfti fjárveitingavaldið að leggja stofnuninni til aukafjárveitingar nokkrum sinnum auk þess að afskrifa skuldir. En þessar upphæðir náðu þó ekki þeirri upphæð sem RÚV hefði fengið ef Alþingi hefði ekki klipið af útvarpsgjaldinu. Rétt er að hafa þessa staðreynd í huga þegar skeggrætt er um rekstrarvanda RÚV.Tími mikillar skuldasöfnunar Segja má með sanni að í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms á árunum 2009/13 hafi vandi RÚV orðið því sem næst óstjórnlegur. Ekki nóg með að ríkisstjórn þeirra með fulltingi Alþingis hafi stórlega skert framlög til RÚV heldur fóru þáverandi stjórn og útvarpsstjóri offari í lántökum til að halda rekstri félagsins í óbreyttri mynd. Það ferli endaði svo með stórum hvelli, síðla árs 2013 þegar þáverandi útvarpsstjóri, Páll Magnússon, sagði af sér í kjölfar mikillar ólgu vegna fjöldauppsagna og hagræðingaraðgerða. Hvað olli því að félagið flaut sofandi að feigðarósi á þessum tíma er umhugsunarefni en ábyrgðin var á hendi þáverandi stjórnar og útvarpsstjóra. Þeirra er að svara fyrir þann tíma í rekstrarsögu RÚV ohf.Núið og LSR lánið Þó margt orki tvímælis þá gert er, er alveg ljóst að góður viðsnúningur hefur orðið á rekstri RÚV ohf. frá því að nýr útvarpsstjóri og ný stjórn tóku við keflinu. Miklar skuldir íþyngdu félaginu og þörf var á aðgerðum. Farið var í miklar aðhaldsaðgerðir innandyra og hluti hússins eða nálægt 3.000 fermetrar leigðir út. Samið var um frestun afborgana og vaxta af LSR-láninu í eitt og hálft ár. Þessi aðgerð tryggði jákvætt sjóðstreymi á tímabilinu sem er félaginu lífsnauðsynlegt. Það er auðvitað álitamál hvort réttlætanlegt sé að ríkið yfirtaki þessa skuldbindingu sem nú stendur í um 3,2 milljörðum. Stofnunin fékk lóð og húseign á móti skuldum á sínum tíma, árið 2007. Verði tekjur af sölu lóðar notaðar til lækkunar skulda mun eigið fé félagsins fara úr tæpum 6% í um 16% sem er meira en það var við stofnun RÚV ohf.Framtíðin Miklar breytingar hafa orðið á fáum árum í fjölmiðlun og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er því bráðnauðsynlegt að stjórn og útvarpsstjóri taki höndum saman og móti sína framtíðarsýn á hlutverki og starfsemi RÚV ohf. Allt þarf að vera undir í þeirri vinnu, þar á meðal skýrsla starfshóps undir forystu Eyþórs Arnalds um rekstur og starfsemi RÚV ohf. frá 2007 til dagsins í dag. Alþingi ræður miklu, og í raun öllu, um starfsemi RÚV ohf. á næstu misserum. Verði lögum ekki breytt er varða útvarpsgjaldið þarf að fara í gagngera uppstokkun á rekstrinum, nú þegar. Það er ekki skynsamlegt. Tryggja þarf reksturinn, í það minnsta, fyrir árið 2016 og nota fyrrihluta þess árs í vandaða greiningu á stöðu og hlutverki RÚV til framtíðar. Þá fyrst er hægt að taka vel ígrundaðar ákvarðanir.Er og verður RÚV er í þágu okkar allra. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð staðið vörð um þessa menningarstofnun sem hefur fylgt okkur lengi og meginþorri þjóðarinnar vill hafa við hlið sér. Mikill mannauður og ómetanleg menningarverðmæti eru fólgin í RÚV. Þekking, reynsla og hæfileikar starfsmanna RÚV er gnægtabrunnur sem þjóðin nýtur góðs af. Undirritaður mun sem stoltur framsóknarmaður og stjórnarmaður í RÚV beita sér, hér eftir sem hingað til, fyrir öflugum og hlutlægum fjölmiðli í almannaeigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Í kjölfar skýrslu starfshóps, sem menntamálaráðherra skipaði um rekstur og starfsemi RÚV frá því það var ohf.-vætt árið 2007, hafa spunnist miklar og oft á tíðum óvægnar umræður í þjóðfélaginu. Sitt sýnist hverjum, eðlilega, en því miður hafa menn farið í skotgrafirnar og borið brigslyrði upp á höfunda skýrslunnar, stjórnendur og stjórn RÚV og jafnvel starfsmenn. Það er miður. Skýrslan kom út 29. október og er afar forvitnileg lesning. Hægt er að deila um framsetningu, orðfæri, samhengi, skipan starfshópsins og svo framvegis. En skýrslan stendur eftir sem opinbert plagg og ber að skoðast sem slíkt. Því er rétt að fara aðeins yfir sögu RÚV frá árinu 2007 og hvað framtíðin gæti borið í skauti sínu.Ohf.-væðing RÚV Ákveðið var við stofnun RÚV ohf. að eigið fé þess yrði 15%. Þó var vitað á þeim tíma að það væri of lágt eða alla vega um það deilt. Útvarpsgjaldið sem sett var á hefur aldrei gengið óskert til félagsins. Þessi tilhögun leiddi til margs konar vandamála í rekstri RÚV og þurfti fjárveitingavaldið að leggja stofnuninni til aukafjárveitingar nokkrum sinnum auk þess að afskrifa skuldir. En þessar upphæðir náðu þó ekki þeirri upphæð sem RÚV hefði fengið ef Alþingi hefði ekki klipið af útvarpsgjaldinu. Rétt er að hafa þessa staðreynd í huga þegar skeggrætt er um rekstrarvanda RÚV.Tími mikillar skuldasöfnunar Segja má með sanni að í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms á árunum 2009/13 hafi vandi RÚV orðið því sem næst óstjórnlegur. Ekki nóg með að ríkisstjórn þeirra með fulltingi Alþingis hafi stórlega skert framlög til RÚV heldur fóru þáverandi stjórn og útvarpsstjóri offari í lántökum til að halda rekstri félagsins í óbreyttri mynd. Það ferli endaði svo með stórum hvelli, síðla árs 2013 þegar þáverandi útvarpsstjóri, Páll Magnússon, sagði af sér í kjölfar mikillar ólgu vegna fjöldauppsagna og hagræðingaraðgerða. Hvað olli því að félagið flaut sofandi að feigðarósi á þessum tíma er umhugsunarefni en ábyrgðin var á hendi þáverandi stjórnar og útvarpsstjóra. Þeirra er að svara fyrir þann tíma í rekstrarsögu RÚV ohf.Núið og LSR lánið Þó margt orki tvímælis þá gert er, er alveg ljóst að góður viðsnúningur hefur orðið á rekstri RÚV ohf. frá því að nýr útvarpsstjóri og ný stjórn tóku við keflinu. Miklar skuldir íþyngdu félaginu og þörf var á aðgerðum. Farið var í miklar aðhaldsaðgerðir innandyra og hluti hússins eða nálægt 3.000 fermetrar leigðir út. Samið var um frestun afborgana og vaxta af LSR-láninu í eitt og hálft ár. Þessi aðgerð tryggði jákvætt sjóðstreymi á tímabilinu sem er félaginu lífsnauðsynlegt. Það er auðvitað álitamál hvort réttlætanlegt sé að ríkið yfirtaki þessa skuldbindingu sem nú stendur í um 3,2 milljörðum. Stofnunin fékk lóð og húseign á móti skuldum á sínum tíma, árið 2007. Verði tekjur af sölu lóðar notaðar til lækkunar skulda mun eigið fé félagsins fara úr tæpum 6% í um 16% sem er meira en það var við stofnun RÚV ohf.Framtíðin Miklar breytingar hafa orðið á fáum árum í fjölmiðlun og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er því bráðnauðsynlegt að stjórn og útvarpsstjóri taki höndum saman og móti sína framtíðarsýn á hlutverki og starfsemi RÚV ohf. Allt þarf að vera undir í þeirri vinnu, þar á meðal skýrsla starfshóps undir forystu Eyþórs Arnalds um rekstur og starfsemi RÚV ohf. frá 2007 til dagsins í dag. Alþingi ræður miklu, og í raun öllu, um starfsemi RÚV ohf. á næstu misserum. Verði lögum ekki breytt er varða útvarpsgjaldið þarf að fara í gagngera uppstokkun á rekstrinum, nú þegar. Það er ekki skynsamlegt. Tryggja þarf reksturinn, í það minnsta, fyrir árið 2016 og nota fyrrihluta þess árs í vandaða greiningu á stöðu og hlutverki RÚV til framtíðar. Þá fyrst er hægt að taka vel ígrundaðar ákvarðanir.Er og verður RÚV er í þágu okkar allra. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð staðið vörð um þessa menningarstofnun sem hefur fylgt okkur lengi og meginþorri þjóðarinnar vill hafa við hlið sér. Mikill mannauður og ómetanleg menningarverðmæti eru fólgin í RÚV. Þekking, reynsla og hæfileikar starfsmanna RÚV er gnægtabrunnur sem þjóðin nýtur góðs af. Undirritaður mun sem stoltur framsóknarmaður og stjórnarmaður í RÚV beita sér, hér eftir sem hingað til, fyrir öflugum og hlutlægum fjölmiðli í almannaeigu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar