Stjórnarmaður RÚV segir atriði Reykjavíkurdætra klámsýningu Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2016 13:08 Kristinn Dagur telur framgöngu Gísla Marteins afar vafasama og atriði Reykjavíkurdætra ekki við hæfi í fjölskylduþætti. Kristinn Dagur Gissurarson, stjórnarmaður RÚV og fulltrúi Framsóknarflokksins þar, var afdráttarlaus í tali í síðdegisþætti á Útvarp Sögu í gær. Hann segist vilja kalla eftir viðbrögðum frá Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra vegna umdeilds atriðis Reykjavíkurdætra í þætti Gísla Marteins Baldurssonar síðastliðið laugardagskvöld. Kristinn Dagur kallar atriðið „hálfgerða klámsýningu“ sem eigi ekkert erindi í fjölskylduþátt RUV. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri, ræddi við Kristinn Dag auk Péturs Gunnlaugssonar og var honum hjartanlega sammála. „Ég held að fólk sé að vonast til að sjá það að það geti treyst því þegar það er að horfa á fjölskylduþætti að það þurfi ekki að binda fyrir augu barnanna. Ekki í ríkissjónvarpinu.“ Kristinn Dagur gagnrýnir framgöngu Gísla Marteins almennt, að einkennilegt sé að hann sem sjónvarpsmaður sé úti í bæ að lýsa eindregnum pólitískum skoðunum sínum. Þegar hann var inntur eftir því hvort það væri hlutverk stjórnar RUV að hafa afskipti af dagskrárgerð og fréttaflutningi, hvort það væri í þeirra valdi að grípa í taumana og jafnvel koma Gísla Marteini frá, eða draga til ábyrgðar eins og það er orðað, sagði Kristinn að svo væri að vísu ekki en stjórnin gæti hins vegar rekið útvarpsstjórann. Vísir reyndi að ná tali af formanni stjórnar, Guðlaugi G. Sverrissyni, til að inna stjórnarformanninn eftir hans afstöðu en hann er fastur á einmitt stjórnarfundi RUV þar sem nú er verið að ræða ársreikning stofnunarinnar. Vísi tókst að ná stuttlega tali af Björgu Evu Erlendsdóttur og hún sagði að þetta mál hafi ekki verið tekið til umfjöllunar innan stjórnar. „Ekki enn, að minnsta kosti.“ Viðtal þeirrar Arnþrúðar og Péturs við Kristinn Dag er allrar athygli vert, fyrir áhugamenn um RUV og stöðu stofnunarinnar gagnvart stjórnmálamönnum.Uppfært 16:18 Vísir náði tali af stjórnarformanni RÚV, Guðlaugi G. Sverrissyni og sagði hann að málið hefði verið rætt á fundi stjórnar nú í dag að frumkvæði Kristins Dags. Guðlaugur sjálfur sagðist ekki hafa skoðun á málinu, hann er reyndar þeirrar skoðunar að stjórn eigi ekki að hlutast til um einstaka dagskrárliði en það væri ekkert að því að ræða það innan stjórnar heldur. Ágætt væri að menn lýstu skoðunum sínum þar. Ekkert var hins vegar ályktað um málið á fundinum. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Kristinn Dagur Gissurarson, stjórnarmaður RÚV og fulltrúi Framsóknarflokksins þar, var afdráttarlaus í tali í síðdegisþætti á Útvarp Sögu í gær. Hann segist vilja kalla eftir viðbrögðum frá Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra vegna umdeilds atriðis Reykjavíkurdætra í þætti Gísla Marteins Baldurssonar síðastliðið laugardagskvöld. Kristinn Dagur kallar atriðið „hálfgerða klámsýningu“ sem eigi ekkert erindi í fjölskylduþátt RUV. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri, ræddi við Kristinn Dag auk Péturs Gunnlaugssonar og var honum hjartanlega sammála. „Ég held að fólk sé að vonast til að sjá það að það geti treyst því þegar það er að horfa á fjölskylduþætti að það þurfi ekki að binda fyrir augu barnanna. Ekki í ríkissjónvarpinu.“ Kristinn Dagur gagnrýnir framgöngu Gísla Marteins almennt, að einkennilegt sé að hann sem sjónvarpsmaður sé úti í bæ að lýsa eindregnum pólitískum skoðunum sínum. Þegar hann var inntur eftir því hvort það væri hlutverk stjórnar RUV að hafa afskipti af dagskrárgerð og fréttaflutningi, hvort það væri í þeirra valdi að grípa í taumana og jafnvel koma Gísla Marteini frá, eða draga til ábyrgðar eins og það er orðað, sagði Kristinn að svo væri að vísu ekki en stjórnin gæti hins vegar rekið útvarpsstjórann. Vísir reyndi að ná tali af formanni stjórnar, Guðlaugi G. Sverrissyni, til að inna stjórnarformanninn eftir hans afstöðu en hann er fastur á einmitt stjórnarfundi RUV þar sem nú er verið að ræða ársreikning stofnunarinnar. Vísi tókst að ná stuttlega tali af Björgu Evu Erlendsdóttur og hún sagði að þetta mál hafi ekki verið tekið til umfjöllunar innan stjórnar. „Ekki enn, að minnsta kosti.“ Viðtal þeirrar Arnþrúðar og Péturs við Kristinn Dag er allrar athygli vert, fyrir áhugamenn um RUV og stöðu stofnunarinnar gagnvart stjórnmálamönnum.Uppfært 16:18 Vísir náði tali af stjórnarformanni RÚV, Guðlaugi G. Sverrissyni og sagði hann að málið hefði verið rætt á fundi stjórnar nú í dag að frumkvæði Kristins Dags. Guðlaugur sjálfur sagðist ekki hafa skoðun á málinu, hann er reyndar þeirrar skoðunar að stjórn eigi ekki að hlutast til um einstaka dagskrárliði en það væri ekkert að því að ræða það innan stjórnar heldur. Ágætt væri að menn lýstu skoðunum sínum þar. Ekkert var hins vegar ályktað um málið á fundinum.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira