Erlent

Níu slökkviliðsmenn særðust í gassprengingu í Seattle

Atli Ísleifsson skrifar
Fleiri tugir slökkviliðsmanna tóku þátt í slökkvistarfinu.
Fleiri tugir slökkviliðsmanna tóku þátt í slökkvistarfinu. Mynd/Slökkvilið seattle
Níu slökkviliðsmenn særðust þegar gassprenging varð í Greenwood hverfinu í Seattle fyrr í dag.

Í frétt CNN segir að bygging hafi gjöreyðilagst og nokkrar til viðbótar skemmst í sprengingunni. Slökkviliðsmennirnir særðust þegar þeir voru komnir á vettvang til að kanna gasleka sem tilkynnt hafði verið um. Enginn þeirra er talinn hafa særst alvarlega.

Fleiri tugir slökkviliðsmanna tóku þátt í slökkvistarfinu.

Þrjár verslanir - Neptune Coffee, Mr. Gyros og matvöruverslunin Quik Stop eyðilögðust í sprengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×