Elín Jóna: Skrítið að mæta Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2016 14:00 Elín Jóna hefur átt afbragðs tímabil í Hafnarfirðinum. vísir/stefán Markvörðurinn efnilegi, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, verður í sérstakri stöðu í kvöld þegar Haukar mæta Gróttu í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta. Elín Jóna er uppalinn hjá Gróttu en var lánuð til Hauka fyrir tímabilið. Hún mætir því „sínu liði“, sem hún er samningsbundin, í kvöld. Elín Jóna viðurkennir að þetta sé ekki óskastaða. „Þetta leggst ágætlega í mig þótt það hafi ekki verið það skemmtilegasta að sjá Hauka og Gróttu dragast saman. En maður verður bara að gíra sig upp í leikinn og mæta 100% klár í hann,“ sagði Elín Jóna í samtali við Vísi í hádeginu. „Þetta verður smá stressandi en samt bara skemmtilegt. Auðvitað er skrítið að mæta Gróttu, ég er búinn að vera í félaginu í meira en 10 ár,“ bætti markvörðurinn við. Elín Jóna, sem er 19 ára gömul, hefur fundið sig vel með Haukum og átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Alfreð Örn Finnson, þjálfari Vals, gekk svo langt að segja að Elín Jóna hafi verið lykilinn að velgengni Haukanna þegar hann var beðinn um að spá í undanúrslitaleikina í Fréttablaðinu í dag.Elín Jóna mætir Gróttu öðru sinni í kvöld.vísir/stefánHaukar og Grótta hafa mæst einu sinni í vetur, þann 7. nóvember í Olís-deildinni. Þeim leik lyktaði með 21-21 jafntefli og Elín segist hafa fundið sig ágætlega í þeim leik. „Þetta gekk nokkuð vel þótt manni finnist maður alltaf eiga eitthvað inni,“ sagði Elín Jóna sem getur orðið bikarmeistari annað árið í röð. Hún kom inn á undir lokin þegar Grótta rústaði Val, 29-14, í úrslitaleiknum í fyrra og gerði sér lítið fyrir og varði sex af þeim sjö skotum sem hún fékk á sig. Elín Jóna hefur fulla trú á að Haukar geti lagt Íslands- og bikarmeistara Gróttu að velli og komist í úrslitaleikinn á laugardaginn. „Auðvitað, annars værum við ekki í þessu. Við gætum alveg eins verið heima og horft á leikinn í sjónvarpinu. Við höfum 100% trú á að við getum unnið þær,“ sagði Elín Jóna ákveðin að lokum.Leikur Gróttu og Hauka hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
Markvörðurinn efnilegi, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, verður í sérstakri stöðu í kvöld þegar Haukar mæta Gróttu í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta. Elín Jóna er uppalinn hjá Gróttu en var lánuð til Hauka fyrir tímabilið. Hún mætir því „sínu liði“, sem hún er samningsbundin, í kvöld. Elín Jóna viðurkennir að þetta sé ekki óskastaða. „Þetta leggst ágætlega í mig þótt það hafi ekki verið það skemmtilegasta að sjá Hauka og Gróttu dragast saman. En maður verður bara að gíra sig upp í leikinn og mæta 100% klár í hann,“ sagði Elín Jóna í samtali við Vísi í hádeginu. „Þetta verður smá stressandi en samt bara skemmtilegt. Auðvitað er skrítið að mæta Gróttu, ég er búinn að vera í félaginu í meira en 10 ár,“ bætti markvörðurinn við. Elín Jóna, sem er 19 ára gömul, hefur fundið sig vel með Haukum og átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Alfreð Örn Finnson, þjálfari Vals, gekk svo langt að segja að Elín Jóna hafi verið lykilinn að velgengni Haukanna þegar hann var beðinn um að spá í undanúrslitaleikina í Fréttablaðinu í dag.Elín Jóna mætir Gróttu öðru sinni í kvöld.vísir/stefánHaukar og Grótta hafa mæst einu sinni í vetur, þann 7. nóvember í Olís-deildinni. Þeim leik lyktaði með 21-21 jafntefli og Elín segist hafa fundið sig ágætlega í þeim leik. „Þetta gekk nokkuð vel þótt manni finnist maður alltaf eiga eitthvað inni,“ sagði Elín Jóna sem getur orðið bikarmeistari annað árið í röð. Hún kom inn á undir lokin þegar Grótta rústaði Val, 29-14, í úrslitaleiknum í fyrra og gerði sér lítið fyrir og varði sex af þeim sjö skotum sem hún fékk á sig. Elín Jóna hefur fulla trú á að Haukar geti lagt Íslands- og bikarmeistara Gróttu að velli og komist í úrslitaleikinn á laugardaginn. „Auðvitað, annars værum við ekki í þessu. Við gætum alveg eins verið heima og horft á leikinn í sjónvarpinu. Við höfum 100% trú á að við getum unnið þær,“ sagði Elín Jóna ákveðin að lokum.Leikur Gróttu og Hauka hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira