Lögðu Bylgju í einelti og hlutu síðar dóma fyrir nauðgun og líkamsárásir Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2016 15:39 Bylgja er þekktur grínisti á Íslandi. Vísir/Birta Rán „Mér finnst leiðinlegt að tala um leiðinlega hluti á netinu en á sama tíma finnst mér það stundum nauðsynlegt,“ segir Bylgja Babýlons grínisti í mjög einlægum pistli um einelti á Facebook-síðu sinni. Bylgja telur efni pistilsins eiga erindi við fólk. „Ég hef áður skrifað pistla frá sjónarhorni fullorðins eineltisbarns og mér leiðist hvað eineltisumræðan kemur alltaf í hollum. Það gerist eitthvað hræðilegt, foreldrar stíga fram með reynslusögur eða barn sviptir sig lífi og við tölum um þessi mál í mánuð, þá segir einhver Framsóknarmaður eitthvað heimskulegt og við förum að tala um það í staðinn.“ Bylgja segir að þegar hún hafi verið í 8. til 10. bekk hafi einelti sem hún varð fyrir þróast úr stríðni yfir í þöggun. „Nema hjá litlum hópi stráka sem hóf barsmíðar. Ég mætti þessum strákum á götum úti og þeir hrintu og spörkuðu og ég var með áverka sem ég myndi hiklaust kæra til lögreglu ef einhver myndi veita mér í dag,“ segir Bylgja.Höfðinu lægri Hún segir að oft hafi verið talað við hana eins og hún væri vandamálið. „Ég sat einu sinni fund hjá skólastjóra ásamt tveimur bekkjarbræðrum mínum eftir að þeir réðust á mig á skólalóðinni. Það voru kölluð „slagsmál” okkar á milli, þó ég væri höfðinu lægri en þeir og rétt slefaði upp í 40 kílóin.“ Bylgja segir að ástæðan fyrir því að hún vilji tjá sig um þetta mál núna séu tvær. „Önnur er mynd sem gengur um Facebook þar sem foreldrar eru hvattir til þess að segja dætrum sínum ekki að strákar sem meiði þær eða stríði séu skotnir í þeim. Hin er sú að einn þessara manna sem beyttu mig ofbeldi á unglingsárunum er í dag þekktur sem „Hríseyjarnauðgarinn” en hann var að fá dóm fyrir hrottalega árás og nauðgun.“Eins og Vísir greindi frá á dögunum hlaut Eiríkur Fannar Traustason fjögurra og hálfs árs dóm fyrir að nauðga ferðakonu á táningsaldri í Hrísey síðastliðið sumar.Hvað er að barninu sem leggur í einelti? Hún segir að annar maður hafi fengið dóm fyrir nokkrum árum en hann dró kærustuna sína á hárinu út af heimili þeirra út í bílskúr, eftir að hafa gengið í skrokk á henni. „Þá er ekki allt upptalið en nokkrir hinna strákanna hafa fengið dóma fyrir líkamsárásir og allskyns brot. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hægt að lækna siðblindu en það er partur af mér sem pælir í því hvernig hefði farið ef þeir hefðu verið séðir sem vandamálið allt frá byrjun og fengið hjálp.“ Hún skorar á skólakerfin að hætta að spyrja „Hvað gerir þetta barn til að verða fyrir einelti, hvað er að því?” og færu að spyrja „Hvers vegna er þetta barn að leggja í einelti, hvað er að því?” Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Mér finnst leiðinlegt að tala um leiðinlega hluti á netinu en á sama tíma finnst mér það stundum nauðsynlegt,“ segir Bylgja Babýlons grínisti í mjög einlægum pistli um einelti á Facebook-síðu sinni. Bylgja telur efni pistilsins eiga erindi við fólk. „Ég hef áður skrifað pistla frá sjónarhorni fullorðins eineltisbarns og mér leiðist hvað eineltisumræðan kemur alltaf í hollum. Það gerist eitthvað hræðilegt, foreldrar stíga fram með reynslusögur eða barn sviptir sig lífi og við tölum um þessi mál í mánuð, þá segir einhver Framsóknarmaður eitthvað heimskulegt og við förum að tala um það í staðinn.“ Bylgja segir að þegar hún hafi verið í 8. til 10. bekk hafi einelti sem hún varð fyrir þróast úr stríðni yfir í þöggun. „Nema hjá litlum hópi stráka sem hóf barsmíðar. Ég mætti þessum strákum á götum úti og þeir hrintu og spörkuðu og ég var með áverka sem ég myndi hiklaust kæra til lögreglu ef einhver myndi veita mér í dag,“ segir Bylgja.Höfðinu lægri Hún segir að oft hafi verið talað við hana eins og hún væri vandamálið. „Ég sat einu sinni fund hjá skólastjóra ásamt tveimur bekkjarbræðrum mínum eftir að þeir réðust á mig á skólalóðinni. Það voru kölluð „slagsmál” okkar á milli, þó ég væri höfðinu lægri en þeir og rétt slefaði upp í 40 kílóin.“ Bylgja segir að ástæðan fyrir því að hún vilji tjá sig um þetta mál núna séu tvær. „Önnur er mynd sem gengur um Facebook þar sem foreldrar eru hvattir til þess að segja dætrum sínum ekki að strákar sem meiði þær eða stríði séu skotnir í þeim. Hin er sú að einn þessara manna sem beyttu mig ofbeldi á unglingsárunum er í dag þekktur sem „Hríseyjarnauðgarinn” en hann var að fá dóm fyrir hrottalega árás og nauðgun.“Eins og Vísir greindi frá á dögunum hlaut Eiríkur Fannar Traustason fjögurra og hálfs árs dóm fyrir að nauðga ferðakonu á táningsaldri í Hrísey síðastliðið sumar.Hvað er að barninu sem leggur í einelti? Hún segir að annar maður hafi fengið dóm fyrir nokkrum árum en hann dró kærustuna sína á hárinu út af heimili þeirra út í bílskúr, eftir að hafa gengið í skrokk á henni. „Þá er ekki allt upptalið en nokkrir hinna strákanna hafa fengið dóma fyrir líkamsárásir og allskyns brot. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hægt að lækna siðblindu en það er partur af mér sem pælir í því hvernig hefði farið ef þeir hefðu verið séðir sem vandamálið allt frá byrjun og fengið hjálp.“ Hún skorar á skólakerfin að hætta að spyrja „Hvað gerir þetta barn til að verða fyrir einelti, hvað er að því?” og færu að spyrja „Hvers vegna er þetta barn að leggja í einelti, hvað er að því?”
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira