Sannleikurinn um fjármögnun heilbrigðisþjónustu á Íslandi Ólafur Ólafsson og Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Allt frá árinu 2003 hefur hlutfall heilbrigðisþjónustu af vergri landsframleiðslu (VLF) farið lækkandi. Árið 2003 var það 10,1% en hefur hægt og bítandi lækkað niður í 8,8% árið 2014. Fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar hefur því ekki hækkað líkt og heyrst hefur frá stjórnarherrunum. Upplýsingar frá Landlækni og Kára Stefánssyni eru því réttar. Ísland leggur ekki jafnmikið til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF eins og hin norrænu ríkin. Árið 2014 var hlutfall heilbrigðisútgjalda af VLF í Svíþjóð 11%, Danmörku 10,4%, 9,4% í Noregi og 8,7% í Finnlandi. Sömu sögu má segja ef tekið er mið af kaupmáttarjafnvægi mælt í dollurum[1] Gæði og árangur heilbrigðisþjónustu á Íslandi virðist vera góð í alþjóðlegum samanburði þangað til árin 2009–2010. Eftir 2009 höfum við ekki náð að halda þeim gæðum og árangri í heilbrigðisþjónustu sem við teljum viðunandi og vera í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Vegna lélegrar endurnýjunar á nauðsynlegum tækjum og búnaði ásamt skorti á læknum, hjúkrunarfræðingum og tæknifólki hafa biðlistar lengst. Nú um mundir hafa skapast óþolandi biðlistar jafnvel eftir einföldum augnaðgerðum, meðferð á hjartaóreglu, hjartaþræðingum og bráðnauðsynlegum krabbameinsrannsóknum og eftirliti. Að auki hefur skapast ógnvekjandi kostnaður hjá mörgum sjúklingum vegna notkunar á heilbrigðisþjónustu vegna sinnuleysis heilbrigðisyfirvalda. Á þetta sérstaklega við fólk sem glímir við krabbamein og langveikt fólk. Kannanir hafa sýnt að fleiri og fleiri hafa frestað ferð til læknis vegna kostnaðar. Þar fyrir utan hefur dregið stórlega úr innleiðingu á nýjum lyfjum. Ef þessi þróun heldur áfram og ekki meira fjármagni varið í heilbrigðisþjónustuna, bendir flest til þess að gæði og árangur hennar muni versna á næstu árum. Það þarf að forgangsraða betur og leggja meira fé í heilbrigðisþjónustuna. Ef meira fé fæst í heilbrigðismál á að nota það til að auka gæði og árangur heilbrigðisþjónustunnar og draga úr kostnaðarþátttöku almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Við teljum það verðugt markmið að taka áskorun Kára Stefánssonar og stefna að því að 11% af vergri landsframleiðslu fari í heilbrigðismál, til að viðhalda þeim góðu gæðum og árangri sem við þegar höfðum náð. [1] Purchasing Power Parity – P.P.P OECD skýrslur París og skýrslur WHO 2005-2014 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Allt frá árinu 2003 hefur hlutfall heilbrigðisþjónustu af vergri landsframleiðslu (VLF) farið lækkandi. Árið 2003 var það 10,1% en hefur hægt og bítandi lækkað niður í 8,8% árið 2014. Fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar hefur því ekki hækkað líkt og heyrst hefur frá stjórnarherrunum. Upplýsingar frá Landlækni og Kára Stefánssyni eru því réttar. Ísland leggur ekki jafnmikið til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF eins og hin norrænu ríkin. Árið 2014 var hlutfall heilbrigðisútgjalda af VLF í Svíþjóð 11%, Danmörku 10,4%, 9,4% í Noregi og 8,7% í Finnlandi. Sömu sögu má segja ef tekið er mið af kaupmáttarjafnvægi mælt í dollurum[1] Gæði og árangur heilbrigðisþjónustu á Íslandi virðist vera góð í alþjóðlegum samanburði þangað til árin 2009–2010. Eftir 2009 höfum við ekki náð að halda þeim gæðum og árangri í heilbrigðisþjónustu sem við teljum viðunandi og vera í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Vegna lélegrar endurnýjunar á nauðsynlegum tækjum og búnaði ásamt skorti á læknum, hjúkrunarfræðingum og tæknifólki hafa biðlistar lengst. Nú um mundir hafa skapast óþolandi biðlistar jafnvel eftir einföldum augnaðgerðum, meðferð á hjartaóreglu, hjartaþræðingum og bráðnauðsynlegum krabbameinsrannsóknum og eftirliti. Að auki hefur skapast ógnvekjandi kostnaður hjá mörgum sjúklingum vegna notkunar á heilbrigðisþjónustu vegna sinnuleysis heilbrigðisyfirvalda. Á þetta sérstaklega við fólk sem glímir við krabbamein og langveikt fólk. Kannanir hafa sýnt að fleiri og fleiri hafa frestað ferð til læknis vegna kostnaðar. Þar fyrir utan hefur dregið stórlega úr innleiðingu á nýjum lyfjum. Ef þessi þróun heldur áfram og ekki meira fjármagni varið í heilbrigðisþjónustuna, bendir flest til þess að gæði og árangur hennar muni versna á næstu árum. Það þarf að forgangsraða betur og leggja meira fé í heilbrigðisþjónustuna. Ef meira fé fæst í heilbrigðismál á að nota það til að auka gæði og árangur heilbrigðisþjónustunnar og draga úr kostnaðarþátttöku almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Við teljum það verðugt markmið að taka áskorun Kára Stefánssonar og stefna að því að 11% af vergri landsframleiðslu fari í heilbrigðismál, til að viðhalda þeim góðu gæðum og árangri sem við þegar höfðum náð. [1] Purchasing Power Parity – P.P.P OECD skýrslur París og skýrslur WHO 2005-2014
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun