Af menntun og skólahaldi í fangelsum Gylfi Þorkelsson skrifar 11. febrúar 2016 07:00 Árið 2008 skilaði nefnd skipuð fulltrúum frá mennta- og dómsmálaráðuneytum, Fangelsismálastofnun og Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) tillögum að stefnumótun í menntunarmálum fanga. Nefndinni var falið að huga sérstaklega að fjarkennslu gegnum Netið, verkmenntun, menntun erlendra fanga og þeim sem fallið hafa út úr skyldunámi. Helstu niðurstöður nefndarinnar voru að nám í fangelsum gegndi lykilhlutverki í endurhæfingu. Leggja bæri áherslu á að kynna fyrir föngum námsmöguleika, meta fyrra nám og raunfærni, bjóða öfluga sérkennslu og einstaklingsmiðaða ráðgjöf. Lykilatriði til árangurs væri góð aðstaða til náms í öllum fangelsum, ekki síst aðstaða til verknáms og starfsþjálfunar, föngum verði tryggður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, tölvum, bókasafni og nettengingu þar sem það á við og heimild til netnotkunar verði rýmkuð í lögum. Þá lagði nefndin það til að áratuga reynsla FSu af kennslu í fangelsum yrði nýtt áfram, og þannig að föngum almennt standi til boða að stunda nám, þ.e. að skólinn verði „móðurskóli“ fyrir menntun fanga á Íslandi. Sumum tillögunum var þegar komið á koppinn. Af þeim er mest um vert stöðugildi náms- og starfsráðgjafa við FSu sem eingöngu vinnur að málefnum fanga. Að stærstum hluta er það nýtt á Litla-Hrauni og Sogni. Þar hefur starfsmaður fasta viðveru en sinnir einnig föngum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Hluti stöðugildisins nýtist föngum á Kvíabryggju og Akureyri. Ráðning náms- og starfsráðgjafa er stærsta framfaraskrefið í menntunarmálum fanga í langan tíma. Fleira mætti segja í viðunandi farvegi. Það sem enn hefur þó lítt eða ekki verið brugðist við lýtur að aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar, og hæpið er að halda því fram að öflug sérkennsla sé í boði fyrir fanga, þó mikilvæg sé. Engin sérstök aðstaða til náms er á Kvíabryggju og mjög takmörkuð á Akureyri en í skólanum á Litla-Hrauni og Sogni er aðstaðan að mörgu leyti góð hvað bóknám varðar. Þar er bæði námsver fyrir háskólanema og tölvuver sem nýtist vel til fjarnáms við ýmsa skóla. Við FSu er hálft stöðugildi fyrir kennslustjóra í fangelsum sem sér um skipulagningu náms og kennslu á Litla-Hrauni og Sogni. Auk hans sinna sex kennarar staðnámi á Litla-Hrauni og þrír á Sogni. Fimm aðrir kennarar við FSu voru með fanga í fjarnámi á síðustu önn og fangar stunda einnig fjarnám við Tækniskólann og FÁ.Lag að auka fjölbreytni Alls innritaðist í nám á Litla-Hrauni og Sogni 71 nemandi á haustönn 2015. Þar af voru fimm í háskólanámi, en hinir 66 voru skráðir í 43 mismunandi námsáfanga. Nemendur koma og fara á önninni, en þegar mest var taldi kladdinn 53 nemendur, þar af 42 á Litla-Hrauni, en þess má geta að skólastofan þar rúmar 15 nemendur og tvísetja varð því skólann í þremur grunngreinunum. Af þessari litlu tölfræðisamantekt má sjá að töluvert er umleikis í menntamálum fanga. Margir hafa líka náð góðum námsárangri, sumir afburðaárangri. Hefðbundið bóknám hefur verið í fyrirrúmi, en brýnast til framtíðar litið er að fylgja ráðum fyrrgreindrar nefndar og bæta aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar og að koma á öflugri sérkennslu. Tiltölulega einfalt ætti að vera að nýta húsakost á Litla-Hrauni betur til að bjóða upp á fjölbreyttari verkmenntun. Það þyrfti ekki að kosta mikið. Ef alvara fylgir umræðu um betrunarvist í fangelsum í stað refsivistar, og að menntun sé besta betrunarúrræðið, þá er lag að auka fjölbreytni og bæta verulega aðstöðu fanga til náms, án óhóflegs tilkostnaðar. Að lokum má minna á að innan skamms verður tekið í notkun nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Þau tímamót er upplagt að nýta til allsherjar stefnumótunar í fangelsismálum, þar sem menntun fanga yrði í forgrunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2008 skilaði nefnd skipuð fulltrúum frá mennta- og dómsmálaráðuneytum, Fangelsismálastofnun og Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) tillögum að stefnumótun í menntunarmálum fanga. Nefndinni var falið að huga sérstaklega að fjarkennslu gegnum Netið, verkmenntun, menntun erlendra fanga og þeim sem fallið hafa út úr skyldunámi. Helstu niðurstöður nefndarinnar voru að nám í fangelsum gegndi lykilhlutverki í endurhæfingu. Leggja bæri áherslu á að kynna fyrir föngum námsmöguleika, meta fyrra nám og raunfærni, bjóða öfluga sérkennslu og einstaklingsmiðaða ráðgjöf. Lykilatriði til árangurs væri góð aðstaða til náms í öllum fangelsum, ekki síst aðstaða til verknáms og starfsþjálfunar, föngum verði tryggður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, tölvum, bókasafni og nettengingu þar sem það á við og heimild til netnotkunar verði rýmkuð í lögum. Þá lagði nefndin það til að áratuga reynsla FSu af kennslu í fangelsum yrði nýtt áfram, og þannig að föngum almennt standi til boða að stunda nám, þ.e. að skólinn verði „móðurskóli“ fyrir menntun fanga á Íslandi. Sumum tillögunum var þegar komið á koppinn. Af þeim er mest um vert stöðugildi náms- og starfsráðgjafa við FSu sem eingöngu vinnur að málefnum fanga. Að stærstum hluta er það nýtt á Litla-Hrauni og Sogni. Þar hefur starfsmaður fasta viðveru en sinnir einnig föngum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Hluti stöðugildisins nýtist föngum á Kvíabryggju og Akureyri. Ráðning náms- og starfsráðgjafa er stærsta framfaraskrefið í menntunarmálum fanga í langan tíma. Fleira mætti segja í viðunandi farvegi. Það sem enn hefur þó lítt eða ekki verið brugðist við lýtur að aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar, og hæpið er að halda því fram að öflug sérkennsla sé í boði fyrir fanga, þó mikilvæg sé. Engin sérstök aðstaða til náms er á Kvíabryggju og mjög takmörkuð á Akureyri en í skólanum á Litla-Hrauni og Sogni er aðstaðan að mörgu leyti góð hvað bóknám varðar. Þar er bæði námsver fyrir háskólanema og tölvuver sem nýtist vel til fjarnáms við ýmsa skóla. Við FSu er hálft stöðugildi fyrir kennslustjóra í fangelsum sem sér um skipulagningu náms og kennslu á Litla-Hrauni og Sogni. Auk hans sinna sex kennarar staðnámi á Litla-Hrauni og þrír á Sogni. Fimm aðrir kennarar við FSu voru með fanga í fjarnámi á síðustu önn og fangar stunda einnig fjarnám við Tækniskólann og FÁ.Lag að auka fjölbreytni Alls innritaðist í nám á Litla-Hrauni og Sogni 71 nemandi á haustönn 2015. Þar af voru fimm í háskólanámi, en hinir 66 voru skráðir í 43 mismunandi námsáfanga. Nemendur koma og fara á önninni, en þegar mest var taldi kladdinn 53 nemendur, þar af 42 á Litla-Hrauni, en þess má geta að skólastofan þar rúmar 15 nemendur og tvísetja varð því skólann í þremur grunngreinunum. Af þessari litlu tölfræðisamantekt má sjá að töluvert er umleikis í menntamálum fanga. Margir hafa líka náð góðum námsárangri, sumir afburðaárangri. Hefðbundið bóknám hefur verið í fyrirrúmi, en brýnast til framtíðar litið er að fylgja ráðum fyrrgreindrar nefndar og bæta aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar og að koma á öflugri sérkennslu. Tiltölulega einfalt ætti að vera að nýta húsakost á Litla-Hrauni betur til að bjóða upp á fjölbreyttari verkmenntun. Það þyrfti ekki að kosta mikið. Ef alvara fylgir umræðu um betrunarvist í fangelsum í stað refsivistar, og að menntun sé besta betrunarúrræðið, þá er lag að auka fjölbreytni og bæta verulega aðstöðu fanga til náms, án óhóflegs tilkostnaðar. Að lokum má minna á að innan skamms verður tekið í notkun nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Þau tímamót er upplagt að nýta til allsherjar stefnumótunar í fangelsismálum, þar sem menntun fanga yrði í forgrunni.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun