Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 12:00 Emil Karel Einarsson verður í eldlínunni á móti KR á morgun. vísir/ernir Þór Þorlákshöfn ritar nýjan kafla í sögu félagsins á morgun þegar liðið mætir KR í úrslitaleik Powerade-bikars karla í körfubolta, en aldrei áður hefur Þorlákshafnarliðið komist í bikarúrslitaleik. Þórsarar hafa spilað vel á tímabilinu og góð ára verið í kringum liðið sem er í baráttunni um fjórða sætið í Dominos-deildinni. Liðið er ungt og ferskt og í Þorlákshöfn ríkir mikil eftirvænting. „Það er gífurlega mikil stemning í Höfninni og hún hefur verið mikil síðan við slógum út Keflavík í undanúrslitum. Það var erfitt að koma sér niður á jörðina eftir þannig leik og lítið annað hefur verið rætt,“ segir Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs, við Vísi. „Það verður erfitt að stilla spennustigið því við erum allir óreyndir og KR-ingarnir eru reynslumiklir. Þeir hafa gert þetta allt áður. Það verður gaman að sjá hvort við verðum of stressaðir.“Finnur Freyr Stefánsson og Einar Árni Jóhannsson, þjálfarar KR og Þórs, berjast um þennan bikar á morgun.vísir/ernirEkki eins manns sýning KR er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en liðinu hefur gengið bölvanlega að landa bikarmeistaratitlinum undanfarin ár. Meistararnir úr vesturbænum eru engu að síður taldir sigurstranglegri á morgun. Þeir hafa unnið Þórsarar tvisvar í deildinni nú þegar en Þór hefur gefið meisturunum alvöru leiki. „Við getum unnið KR á góðum degi en til þess þurfum við 40 virkilega góðar mínútur. Ég held að þetta fari eftir stemningunni hjá liðinu í leiknum. Við þurfum að passa að hengja ekki haus of snemma ef illa gengur og að sama skapi ekki vera of æstir of snemma. Við þurfum að stilla spennustigið rétt,“ segir Emil Karel. Leikgleðin hefur verið áberandi hjá Þórsurum á tímabilinu enda liðið tiltölulega ungt sem fyrr segir. Mikil liðsheild einkennir Þór og Emil segir það lykilástæðu árangursins í vetur. „Einar þjálfari hefur lagt upp með síðan við byrjuðum að æfa í júní er að við erum lið. Við eigum að spila saman. Þetta er ekki eins manns sýning hjá Kananum eða öðrum í liðinu. Það hefur skilað sér í skemmtilegum bolta hjá okkur. Boltinn er að fljóta vel og allir fá góð skot. Þá er gaman að spila körfubolta,“ segir Emil Karel.Græni Drekinn er besta stuðningsmannasveitin í körfuboltanum.vísir/ernirGræni Drekinn fær liðsstyrk Mikið af góðum skyttum er í liðinu en inn í teig eru tveir af bestu stóru mönnum deildarinnar; risinn Ragnar Nathanaelsson og mjúki Escalade-jeppinn Grétar Ingi Erlendsson. Þeir gætu verið lykill að sigri Þórs á morgun. „Þeir eru gífurlega miklir leiðtogar báðir tveir. Grétar er elstur í liðinu, orðinn svolítið gamall kallinn. Raggi er alltaf Raggi. Hann er fyrstur að peppa menn upp og lætur menn líka heyra það ef illa gengur. Það gæti verið erfitt að eiga við þá saman undir körfunni. Við höfum unnið í því að breyta leikstílnum okkar eftir að Grétar kom til baka og þetta er allt að koma,“ segir Emil, en Þór kemur inn í leikinn eftir tap gegn Stjörnunni í byrjun vikunnar. „Það var mjög lélegt hjá okkur að klára það ekki. Við vorum einbeitingarlausir í leiknum og fundum ekki svör við Coleman. Við þurfum að gefa þeim hrós líka en við áttum að gera betur.“ Bikarúrslitaleik Þórs og KR hefst klukkan 16.30 á morgun og má fastlega búast við að allur Þorlákshafnarbær verði mættur. „Ég held að það verði ekkert opið á morgun. Íþróttahúsið verður allavega lokað. Lang flestir verða á leiknum þannig það verður gaman að sjá stemninguna í Höllinni. Sérstaklega þegar allir bæjarbúar verða mættir í grænu og Græni Drekinn þar í fararbroddi. Þetta verður ógeðslega gaman,“ segir Emil og vísar til stuðningmannasveitar liðsins sem er búin að fá lykilmann til baka fyrir úrslitaleikinn. „Gamli trommarinn er kominn aftur í Græna Drekann. Hann trommaði svo hátt þegar við vorum í lokaúrslitum hér fyrir nokkrum árum að það heyrðist ekki í skotklukkunni. Það verða læti, ég lofa því,“ segir Emil Karel Einarsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Sjá meira
Þór Þorlákshöfn ritar nýjan kafla í sögu félagsins á morgun þegar liðið mætir KR í úrslitaleik Powerade-bikars karla í körfubolta, en aldrei áður hefur Þorlákshafnarliðið komist í bikarúrslitaleik. Þórsarar hafa spilað vel á tímabilinu og góð ára verið í kringum liðið sem er í baráttunni um fjórða sætið í Dominos-deildinni. Liðið er ungt og ferskt og í Þorlákshöfn ríkir mikil eftirvænting. „Það er gífurlega mikil stemning í Höfninni og hún hefur verið mikil síðan við slógum út Keflavík í undanúrslitum. Það var erfitt að koma sér niður á jörðina eftir þannig leik og lítið annað hefur verið rætt,“ segir Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs, við Vísi. „Það verður erfitt að stilla spennustigið því við erum allir óreyndir og KR-ingarnir eru reynslumiklir. Þeir hafa gert þetta allt áður. Það verður gaman að sjá hvort við verðum of stressaðir.“Finnur Freyr Stefánsson og Einar Árni Jóhannsson, þjálfarar KR og Þórs, berjast um þennan bikar á morgun.vísir/ernirEkki eins manns sýning KR er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en liðinu hefur gengið bölvanlega að landa bikarmeistaratitlinum undanfarin ár. Meistararnir úr vesturbænum eru engu að síður taldir sigurstranglegri á morgun. Þeir hafa unnið Þórsarar tvisvar í deildinni nú þegar en Þór hefur gefið meisturunum alvöru leiki. „Við getum unnið KR á góðum degi en til þess þurfum við 40 virkilega góðar mínútur. Ég held að þetta fari eftir stemningunni hjá liðinu í leiknum. Við þurfum að passa að hengja ekki haus of snemma ef illa gengur og að sama skapi ekki vera of æstir of snemma. Við þurfum að stilla spennustigið rétt,“ segir Emil Karel. Leikgleðin hefur verið áberandi hjá Þórsurum á tímabilinu enda liðið tiltölulega ungt sem fyrr segir. Mikil liðsheild einkennir Þór og Emil segir það lykilástæðu árangursins í vetur. „Einar þjálfari hefur lagt upp með síðan við byrjuðum að æfa í júní er að við erum lið. Við eigum að spila saman. Þetta er ekki eins manns sýning hjá Kananum eða öðrum í liðinu. Það hefur skilað sér í skemmtilegum bolta hjá okkur. Boltinn er að fljóta vel og allir fá góð skot. Þá er gaman að spila körfubolta,“ segir Emil Karel.Græni Drekinn er besta stuðningsmannasveitin í körfuboltanum.vísir/ernirGræni Drekinn fær liðsstyrk Mikið af góðum skyttum er í liðinu en inn í teig eru tveir af bestu stóru mönnum deildarinnar; risinn Ragnar Nathanaelsson og mjúki Escalade-jeppinn Grétar Ingi Erlendsson. Þeir gætu verið lykill að sigri Þórs á morgun. „Þeir eru gífurlega miklir leiðtogar báðir tveir. Grétar er elstur í liðinu, orðinn svolítið gamall kallinn. Raggi er alltaf Raggi. Hann er fyrstur að peppa menn upp og lætur menn líka heyra það ef illa gengur. Það gæti verið erfitt að eiga við þá saman undir körfunni. Við höfum unnið í því að breyta leikstílnum okkar eftir að Grétar kom til baka og þetta er allt að koma,“ segir Emil, en Þór kemur inn í leikinn eftir tap gegn Stjörnunni í byrjun vikunnar. „Það var mjög lélegt hjá okkur að klára það ekki. Við vorum einbeitingarlausir í leiknum og fundum ekki svör við Coleman. Við þurfum að gefa þeim hrós líka en við áttum að gera betur.“ Bikarúrslitaleik Þórs og KR hefst klukkan 16.30 á morgun og má fastlega búast við að allur Þorlákshafnarbær verði mættur. „Ég held að það verði ekkert opið á morgun. Íþróttahúsið verður allavega lokað. Lang flestir verða á leiknum þannig það verður gaman að sjá stemninguna í Höllinni. Sérstaklega þegar allir bæjarbúar verða mættir í grænu og Græni Drekinn þar í fararbroddi. Þetta verður ógeðslega gaman,“ segir Emil og vísar til stuðningmannasveitar liðsins sem er búin að fá lykilmann til baka fyrir úrslitaleikinn. „Gamli trommarinn er kominn aftur í Græna Drekann. Hann trommaði svo hátt þegar við vorum í lokaúrslitum hér fyrir nokkrum árum að það heyrðist ekki í skotklukkunni. Það verða læti, ég lofa því,“ segir Emil Karel Einarsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Sjá meira