Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2016 19:27 Finnur Freyr Stefánsson tolleraður eftir sigurinn í dag. vísir/hanna Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var í dag aðeins annar maðurinn frá 1991 sem kemur með bikarmeistaratitilinn í Vesturbæinn. KR vann Þór úr Þorlákshöfn, 95-79, og varð bikarmeistari í ellefta sinn. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitilinn Finns Freys sem þjálfari KR en hann gerði liðið að Íslandsmeistara undanfarin tvö tímabili. "Ég er ansi glaður og ánægður. Sérstaklega fyrir hönd félaga míns, Helga Más. Þvílíkur leikur hjá honum," sagði Finnur Freyr um gamla manninn Helga Má sem var kjörinn besti leikmaðurinn í bikarúrslitunum. Helgi Már klúðraði tveimur skotum á síðustu sekúndum úrslitaleiksins í fyrra á móti Stjörnunni þar sem KR tapaði fimmta úrslitaleiknum af sex síðan 1991. "Þetta var skrifað í skýin með Helga. Eftir þessi tvö skot hans í fyrra þá var eiginlega engin spurning um að hann myndi klára þetta í dag. Hann er búinn að vera einstaklega óheppinn með meiðsli á sínu síðasta ári en er að komast í betra stand," sagði Finnur. "Þegar hann er í lagi er hann einn allra besti leikmaður þessarar deildar." Finnur sagði KR-ingana ekkert hafa pælt í martröðum fortíðar fyrir leikinn. Það voru aðrir í því. "Það er alltaf verið að reyna að búa til umfjöllun í kringum okkur um einhverja fortíð til að eyðileggja fyrir okkur daginn með einhverju bulli. Við vorum ekkert að spá í þessu. Maður heyrði bara eitthvað um fortíðina í spjalli við fjölmiðlamenn eða aðra fyrir utan KR," sagði Finnur, en hvað þýðir það fyrir hann að koma með bikarinn heim í Vesturbæ? "Ég elska að vinna og elska að vinna með mínu félagi. Við vorum sárir og svekktir í fyrra. Þetta var titill sem við ætluðum að vinna." "Þetta var sérstaklega ánægjulegt fyrir Helga þar sem þetta var hans síðasti bikarúrslitaleikur. Ég ætla að vinna þennan bikar aftur og aftur og aftur en fyrir þessa eldri menn var virkilega gaman að klára þetta," sagði Finnur Freyr. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var í dag aðeins annar maðurinn frá 1991 sem kemur með bikarmeistaratitilinn í Vesturbæinn. KR vann Þór úr Þorlákshöfn, 95-79, og varð bikarmeistari í ellefta sinn. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitilinn Finns Freys sem þjálfari KR en hann gerði liðið að Íslandsmeistara undanfarin tvö tímabili. "Ég er ansi glaður og ánægður. Sérstaklega fyrir hönd félaga míns, Helga Más. Þvílíkur leikur hjá honum," sagði Finnur Freyr um gamla manninn Helga Má sem var kjörinn besti leikmaðurinn í bikarúrslitunum. Helgi Már klúðraði tveimur skotum á síðustu sekúndum úrslitaleiksins í fyrra á móti Stjörnunni þar sem KR tapaði fimmta úrslitaleiknum af sex síðan 1991. "Þetta var skrifað í skýin með Helga. Eftir þessi tvö skot hans í fyrra þá var eiginlega engin spurning um að hann myndi klára þetta í dag. Hann er búinn að vera einstaklega óheppinn með meiðsli á sínu síðasta ári en er að komast í betra stand," sagði Finnur. "Þegar hann er í lagi er hann einn allra besti leikmaður þessarar deildar." Finnur sagði KR-ingana ekkert hafa pælt í martröðum fortíðar fyrir leikinn. Það voru aðrir í því. "Það er alltaf verið að reyna að búa til umfjöllun í kringum okkur um einhverja fortíð til að eyðileggja fyrir okkur daginn með einhverju bulli. Við vorum ekkert að spá í þessu. Maður heyrði bara eitthvað um fortíðina í spjalli við fjölmiðlamenn eða aðra fyrir utan KR," sagði Finnur, en hvað þýðir það fyrir hann að koma með bikarinn heim í Vesturbæ? "Ég elska að vinna og elska að vinna með mínu félagi. Við vorum sárir og svekktir í fyrra. Þetta var titill sem við ætluðum að vinna." "Þetta var sérstaklega ánægjulegt fyrir Helga þar sem þetta var hans síðasti bikarúrslitaleikur. Ég ætla að vinna þennan bikar aftur og aftur og aftur en fyrir þessa eldri menn var virkilega gaman að klára þetta," sagði Finnur Freyr.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30
Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02