Heilmikil árstíðabundin sveifla á hæð Hvannadalshnjúks Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2016 11:24 Hvannadalshnjúkur er 2.109,6 metrar á hæð samkvæmt opinberum mælingum. Vísir Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur landsins, var síðast mældur árið 2011 og var þá í samræmi við mælinguna örlagaríku árið 2005 þar sem í ljós kom að hann var níu metrum lægri en áður var talið. Fjallað er um ferð leiðsögumannsins Einars Rúnars Sigurðssonar leiðsögumanns upp á Hvannadalshnjúk síðastliðinn sunnudag í Morgunblaðinu í dag en um var að ræða 281. ferð hans á tindinn. Einar segist í samtali við Morgunblaðið telja að tindurinn hafi náð sinni fyrri hæð, 2.119 metrum, og tilefni sé til að mæla tindinn upp á nýtt. Síðast mæling hafi verið gerð eftir mikið hlýindaskeið og í lok sumars. Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð.Vísir/Teitur Tindurinn „lækkaði“ um 9 metra árið 2005 Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð, 2.109,6 metrar svo allri nákvæmni sem gætt, en áður hafði hann verið talinn 2.119 metrar á hæð. Þetta var mikið áfall fyrir ýmsa því þetta þýddi að hnjúkurinn var orðinn lægri en hæsti tindur Svíþjóðar, Kebnekaise, sem er 2.111 metrar á hæð. Haft var eftir Magnúsi Guðmundssyni við það tilefni árið 2005 að stefnt yrði að því að mæla hnjúkinn ítarlega á tíu ára fresti. Vísir setti sig í samband við Landmælingar Íslands sem sagði að vissulega hefði verið talað um að mæla tindinn á tíu ára fresti á sínum tíma en það kostaði sitt og væri mikið fyrirtæki. Tímarnir hefðu breyst og það þyrfti að forgangsraða. Síðast þegar hæð hnjúksins var mæld með leysigeisla var í júlí árið 2010 og þá var hún í samræmi við mælinguna árið 2005. Grunnstöðvakerfi Íslands mælt í sumar kki hefur verið rætt innan landmælinga að ráðast í ítarlega mælingu á Hvannadalshnjúk á næstunni. Í sumar ætla Landmælingar að ráðast í mælingar á öllu grunnstöðvakerfi Íslands því landið er að reka í sundur. Er slík mæling gerð á um tíu árar fresti til að fylgjast með landreki og hæðarbreytingum á landinu. Um er að ræða landrek um sentímetra í hvora áttina á ári og ris og sig um tvo sentímetra á ári. Ef til mælinga kæmi á hæð Hvannadalshnjúkar yrði það væntanlega gert í sumar. Árstíðasveifla á hæð Hvannadalshnjúkar Hjá Veðurstofu Íslands fengust þau svör að heilmikil árstíðasveifla sé á hæð Hvannadalshnjúkar. Á veturna hleður snjó ofan á hnúkinn. Hann þjappast svo saman og bráðnar og lækkar þannig að hæðin getur verið breytileg um marga metra. Veðurstofan segir að ekki hafi verið unnið úr gögnum vegna hæðar tindsins síðan 2011 en hins vegar er Veðurstofan komin með nýjar gervihnattamælingar frá árunum 2012 og 2013 þannig að væntanleg er ný tala. Hornafjörður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur landsins, var síðast mældur árið 2011 og var þá í samræmi við mælinguna örlagaríku árið 2005 þar sem í ljós kom að hann var níu metrum lægri en áður var talið. Fjallað er um ferð leiðsögumannsins Einars Rúnars Sigurðssonar leiðsögumanns upp á Hvannadalshnjúk síðastliðinn sunnudag í Morgunblaðinu í dag en um var að ræða 281. ferð hans á tindinn. Einar segist í samtali við Morgunblaðið telja að tindurinn hafi náð sinni fyrri hæð, 2.119 metrum, og tilefni sé til að mæla tindinn upp á nýtt. Síðast mæling hafi verið gerð eftir mikið hlýindaskeið og í lok sumars. Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð.Vísir/Teitur Tindurinn „lækkaði“ um 9 metra árið 2005 Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð, 2.109,6 metrar svo allri nákvæmni sem gætt, en áður hafði hann verið talinn 2.119 metrar á hæð. Þetta var mikið áfall fyrir ýmsa því þetta þýddi að hnjúkurinn var orðinn lægri en hæsti tindur Svíþjóðar, Kebnekaise, sem er 2.111 metrar á hæð. Haft var eftir Magnúsi Guðmundssyni við það tilefni árið 2005 að stefnt yrði að því að mæla hnjúkinn ítarlega á tíu ára fresti. Vísir setti sig í samband við Landmælingar Íslands sem sagði að vissulega hefði verið talað um að mæla tindinn á tíu ára fresti á sínum tíma en það kostaði sitt og væri mikið fyrirtæki. Tímarnir hefðu breyst og það þyrfti að forgangsraða. Síðast þegar hæð hnjúksins var mæld með leysigeisla var í júlí árið 2010 og þá var hún í samræmi við mælinguna árið 2005. Grunnstöðvakerfi Íslands mælt í sumar kki hefur verið rætt innan landmælinga að ráðast í ítarlega mælingu á Hvannadalshnjúk á næstunni. Í sumar ætla Landmælingar að ráðast í mælingar á öllu grunnstöðvakerfi Íslands því landið er að reka í sundur. Er slík mæling gerð á um tíu árar fresti til að fylgjast með landreki og hæðarbreytingum á landinu. Um er að ræða landrek um sentímetra í hvora áttina á ári og ris og sig um tvo sentímetra á ári. Ef til mælinga kæmi á hæð Hvannadalshnjúkar yrði það væntanlega gert í sumar. Árstíðasveifla á hæð Hvannadalshnjúkar Hjá Veðurstofu Íslands fengust þau svör að heilmikil árstíðasveifla sé á hæð Hvannadalshnjúkar. Á veturna hleður snjó ofan á hnúkinn. Hann þjappast svo saman og bráðnar og lækkar þannig að hæðin getur verið breytileg um marga metra. Veðurstofan segir að ekki hafi verið unnið úr gögnum vegna hæðar tindsins síðan 2011 en hins vegar er Veðurstofan komin með nýjar gervihnattamælingar frá árunum 2012 og 2013 þannig að væntanleg er ný tala.
Hornafjörður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira